Skólablaðið - 01.03.1913, Qupperneq 1
SKOLABLAÐIÐ
--(§SSS$)-
SJÖUNDI ÁRGANGUR
1913. Reykjavík, 1. mars. | ;3. tbl.
Yinnustofur barna í ILykjavík.
Eftir Laufey Vilhjálmsdóttur.
II.
í fyrsta tölublaði þessa árgangs reyndi eg að gera grein
fyrir stofnunnm þeim til almenningsþarfa er nefnast vinnustofur
barna. Var greinin að mestu um sænskar vinnustofur, er að
kunnugra rnanna dómi eru taldar bestar. Nú hefi eg lofað Skóla-
blaðinu að rita um vinnustofur barna hér á landi. Mun eg
fyrst snúa máli rnínu að þörf vinnustofanna, en síðar að væntan-
legri stofnun þeirra í fjölmennasta kauptúni landsins, Reykjavík.
Svo má heita að ekkert sé um verksmiðjulíf hér á landi
í sama skilningi og í öðrum löndum. Þó er mikill hluti lífs-
nauðsynja vorra verksmiðjuunninn. 'Jtlendingurinn malar mjölið
í brauðið handa okkur, smjörlikið er hnoðað i útlendum vélum
fiskurinn er soðinn niður hinu megin við hafið og sendur okkur
i dósum og dunkum. Ullin fer að mestu óunnin út úr landinu
en prjónles og dúka kaupum vér fyrir tugi þúsunda á ári hverju.
Þá er glysvarningurinn svo nefndi. Athugum innanstokksniuni
vora og skartgripi, búsáhöld og barnaleikföng. Lítum í búðar-
gluggana eða göngum inn í búðirnar. Er ekki margur hlutur-
inn þar, sem hægt væri að vitina hér heima fyrir, ef hugur væri
ei hálfur og hendur i vösum?
Mikið orð fer af vinnuleysi manna í kaupstöðunum og þá
sérstaklega í Reykjavík. Og vinnuleysið er tvennskonar. Annars
vegar er skortur á vinnu til að hafa ofan af fyrir sér og sínum