Skólablaðið - 01.03.1913, Qupperneq 13

Skólablaðið - 01.03.1913, Qupperneq 13
_ ___ SKOLABI.AÐIÐ _____45_ manna á því, að fuglategundum ýmsum sé hér hætta búin. ef engar skorður séu reistar við eggjaráni um varptímann, og eggj- ar oss lögeggjan að láta þetta ekki afskiftalaust, láta það aldrei viðgangast að fleiri eða færri fuglategundir verði hér aldauða, ef til vill innan skamms. Honum hugkvæmist iielst það ráð að stofna hér fugla- verndunarfélag, í likingu við hið »konuuglega fuglaverndunar- félag« í Englandi, og býst við fúslegri aðstoð þess, ef til þess verði leitað, meðal annars ! I að gefa upplýsingar um fyrirkomu- lag þess félagsskapar, sem svo vel hafi reynst. Hann segir svo: • Eg heiti á alla Islendinga. sem unna fögru fuglalífi í landi sínu, að varna því, að það verði að bráð og herfangi útlendra eggjasafnara, með því að mynda félag því til verndunar og til þess að vinna móti söfnurunum.« Sömuleiðis heitir hann á einstaka menn að láta sér um- hugað um að vernda eggin. Engu skal um það spáð, hvert orð þessa útlendings muni vekja bergmál i hjörtum fleiri eða færri Islendinga; en af ýmsu atferii manna má ráða, að eitthvað þætti þarflegra að taka sér fyrir hendur, en að fara rekast í því, þó að nokkur fuglahreiður séu rænd. Þeir sem hvorki sjá gagn eða gaman í fuglalífinu, hlaupa víst ekki upp til handa og fóta að friða eggin. Útlend- ingurinn telur fuglalífíð hér eina hina mestu fegurð landsins; en hugsast gæti að landsins börn sæju ekki þessa fegurð. Og þegar svo þar við bætist að ekkert gagn er að mörgum fugla- tegunuum,— þá er nú ekki að sökum að spyrja, eins og hugs unarhátturinn er nú, því miður, viða. Gjörum samt sem áður ráð fyrir því, að einhverjir verði til að hugsa um það, sem hér er vakið ntáls á. Hvað á þá að taka til bragðs? Um ýmislegt getur verið að ræða: stofna fuglaverndunarfélag, og þá sérstaklega með það fyrir augum að vernda egg eins og þörf gjörist; setja lagaákvæði um eggja- friðun, og vinna að því í ræðum og ritum. að hafa áhrif á hugsunarhátt almennmgs. Alt þetta þarf sjálfsagt að gera. Það mun að vonum þykja eðlilegt að Skbl. snúi sér til kennaranna um þetta mál; fyrst og fremst til þeirra. En alla góða ntenn. sem skilja nauðsyn þess, vill það heita á til full-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.