Skólablaðið - 01.03.1913, Qupperneq 11

Skólablaðið - 01.03.1913, Qupperneq 11
SKÓLABLAÐIÐ 43 Ef pinhver vill gera samanburð á stundaskrám þeim, sem hér hefur verið minst á, þá 1 ggur það í augum uppi, að eg á hægra aðstöðu en Guðrún, þar sem kenslustundir eru fleiri á dag. Aftur hefi eg líka kristin fræði, leikfimi og reikning, en hún ekki. Samtal er nokkurskonar bókmentasaga, veltur ei á neinu hvort nafnið er haft. Það sem kemur mér til að gera þetta að umtalsefni, er það, að eg býst við að margir kennarar verði að haga kenslu eitthvað svipað þessu, er hér um ræðir. Gæti þetta, ef til vill, orðið til þess, að fleiri »Iegðu orð í belg«, og segðu frá sinni aðferð; mætti þá svo fara að lokum, að málið skýrðist og rétt- ari leiðir fengju að líta dagsljósið. Ritað í jólalevfinu 1912. Friðrik Hjortarson frá Mýrum Hvað er að? , ii. Ahaldaleysið. Eitt af skilyrðunum fyrir því að landssjóðsstyrkur sé veittur til barnafræðslu, er það að kröfum stjórnarráðsins um kenslu- áhöld sé fullnægt. Stjórnarráðið hefur 26. júní, og 11. júlí 1908 sett »reglur um kensluáhöld fastra heimangöngu barna- skóla« og »reglur um kensluáhöld farskóla.« (Sjá lög og fyrir- skipanir um fræðslu barna og unglinga). En reglur um kensluáhöld við eftirlitskenslu hefur það ekki sett, enda heimta fræðslulögin það ekki. Líklega er það af van- gá, að engin krafa er þar gerð til kensluáhalda við eftirlitskenslu, því að einsætt er það, að þeirra er jafnmikil þörf við þá kenslu eins og í skólum eða farskólum. Áður en hin nýju fræðslulög gengu í gildi mátti heita að skólarnir væru kensluáhaldalausir, nema rétt einstaka skóli. En

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.