Skólablaðið - 01.03.1913, Side 7

Skólablaðið - 01.03.1913, Side 7
SKOLABLAÐIÐ 39 Vandamál. Eitt af vandamálum kennara er það, hvernig haga beri kensl- unni, svo að allir hafi hennar sem best not. Einkum er þetta óþægilegt þar sem börn eru mörg, eu kennari ekki nema einn. Ouðrún Björnsdóttir kenslukona hefur í 11. tölubl. »Skóla- blaðsins« f. á. bent á þá lausn.er hún hefur, til að leysa þennan vanda, og langar mig nú til að gera örlitlar athugasemdir við lausnina. Hún skiftir börnunum i 2 deildir, er það auðvitað sjálf- sagt og óhjákvæmilegt. En þá er næst að velja stundir þannig saman, að vel fari, og þar er vandinn. Ekki geðjast mér nú vel að því, að hafa báðar deildir saman í reikningi; held að hann verði þá meira utanað nám án skilnings, því að þar er altaf þörf á spurninni þessari: »Hversvegna«. Að sinna 4 Hokk- um í einu, svo að enginn verði útundan, held eg »>é mjög erftt, einkum séu börnin mörg, t. d. 20 — 30. Verið getur þó, að þetta sé aðeins því að kenna, að eg kunni ekki réttu tökin, og þurfi að læra þau. Annars hefur mér reynst það svo, að nóg væri að gera fyrir kennaiana, þó að ekki sé nema önnur deild í reikmngi, þar sem ef til vill, verð- ur að hafa 2—3 flokka í hverri. Lestur hefur Ouðrún 3 stund- ír á viku; báðar deildir sainan. Eftir minni reynslu er það langt oflítið. Börn koma oft ilia læs í skolann, þurfa því mikla æfingu; kunna ekki skil á merkjum, lesa í »belg og biðu«. »draga seim« o. s. frv. Alt þetta þarf að iaga og til þess þarf mikinn tíma, því að það er e gert nema með æfmgu nemandans sjálfs; dugar ei að segja: svona og svona á þetta að vera. Þá verður að æfa börn- in í því, að endursegja það, er lesið hefur verið, kenna að þekkja undirstöðu-atriði málfræði og skýra torskild orð. Þetta alt tekur svo mikinn tíma frá sjálfum lestrinum, að ei kemur nema örlítil stund á barn. Hafa rná að sönnu »hóplestur« (o: láta öll börnin lesa í takt), en ekki er hann einhlitur, einkum urn lestrarlag. Stíl hefur Ouðrún 4 sinnum í viku, l/t kl. tima í senn.

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.