Skólablaðið - 01.03.1913, Síða 8
40
SKÓl.ABLAÐIÐ
verða það þá 2 kl. tímar alls og báðar deildir saman. Oflítið
finst mér það, — og ekki gott að báðar deildir séu í senn. Það
er að vísu rétt, að vel má undirbúa stíl fyrir báðar deildir, á
þann hátt er Guðrún nefnir, en að minni hyggju nægir það
ekki. Réttritunin, svonefnda er, sem stendur, svo flókin viðfangs,
að mikla leikni þarf til þess, að leiða börn á réttan rekspöl.
Verður því að æfa hverja grein sérstaklega, ef vel á að vera,
og við að geta vænst framfara. Tökum t. d. granna raddstafi á
undan ng. Velja verður þá setningar þar sem mikið er um þá
(gr. raddst.) á undan ng, eins og t. d.: »Það er langur og
strangur gangur, að bera þang í fangi* o. s. frv. »Enginn verð-
ur ágætur af engn;« strengurinu er slitinri o. fl.
Eins er með y og ý, meðan við höldum þeim meingrip-
um í rjtmáli okkar. T. d.: Börnin eru öll ung; það yngsta er
á öðru árinu; komdu með Ijós og lýstu mér; vertu fljótur;
flýttu þér, o. s. frv.
En þetta er ei hægt nema láta börnin skrifa eftir «upp-
lestri,« og þá er ei heldur hægt að hafa báðar deildir saman
vegna þess, að yngri deild er eðlilega skemra komin, og verð-
ur því að velja léttari setningar fyrír hana.
Að öðru leyti sé eg eigi missmíði á tímatöflu Guðrúnar,
þau er máli skifti; krístindómi er að sönnu slept; kann eg því
eigi vel, enda þótt vandinn sé þar ef til vill mestur um kensl-
una, enda mest í hjfi að vel takist.
Dönsku rétt að hafa með, sjái kennarinn sér það fært, fer
auðvitað eftir þroska barnanna.
Eg hefi nú um hríð ^sett út á«, og niunu margir mæla,
að ávalt sé það létt verk. Nií hafði eg hugsað, að skýra frá
því fyrirkomulagi er eg hefi á kenslunni i vetur. Það er að
vísu ekki viðkunnanlegt, að ræða mikið um sjálfan sig, en það
verður nú samt að vera, að þessu sinni.
í vetur hafa verið hjá mér, í skólanum 27 börn; eftir ára-
mótin verða þau líkiega 30.
Eg hefi skift þeim í 2 deildir; eldri deild (e. d.) og yngri
deild (y. d.); þroski og aldur ráða í hvorri deildinni hvert
barn er.
Eg sá mér ekki fært, svo að í lagi væri, að kenna aðeins