Skólablaðið - 01.03.1913, Síða 12

Skólablaðið - 01.03.1913, Síða 12
44 ISKOLABLAÐIÐ síðan hefur verið aflað mikils af áhöldum, einkum til föstu skól anna, og margir farskólar hafa þegar fengið lögskipuð áhöld. En langt er enn i land, og ættu fræðslunefndirnar nú að herða róðurinn til þess að fara ekki á mis við landssjóðsstyrkinn. Hingað tj| hefur það ekki verið látið varða missi landssjóðsstyrks, þó að eitthvað hafi verið áfátt uni kensluáhöld. En nú er svo langt um liðið síðan lögin komu út, að öllum má vera vorkun- arlaust að fnllnægja pessu skilyrð', og mega sjálfsagt allar þær sveitir vera við því búuar að missa af landssjóðsstyrknum, sem ekki hafa lögboðin kensluáhöld næsta vetur. En þó að landssjóðsstyrkurinn væri ekki í veði, þá ætti engin fræðslunefnd að láta undir höfuð leggjast að útvega áhöld- iti, því að gagnsemi kenslunnar er þá í veði. Stjórnarráðið liefur ekki fyrirsk pað meira af kenslnáhöldum en það, sem öll- um verður að koma saman um að nauðsynlegt sé, og án þeirra áhalda verður kenslan ekki að hálfum notum. Þess verður á stöku stað vart, að kennararnir kunna lítt með kensiuahöldin að fara, og koma þau þá auðvitað að litlu gagni. Einkum eru það eðlisfrœdisáhöldin. Margir kennarar hafa lært lítið í eðlisfræði, og ekki kynst áhölduin í þcirri grein, né lært að gjöra tilraunir. Þeir ættu að sækja íramhaldsnám- skeiðíð við kennaraskólann, og fá þar æfingu í að nota áhöldin og kenna með þeim. Til þess er það namsskeið að fyha í eyðurnar, ekki síður fyrir þá, sein ekki hafa áður gengið i kenn- araskóla. Eggjafriðun. í »ísafold« hefur birtst grein um eggjafriðun hér á landi eftir útlending, lidmund Selous að nafni. Skb . viil vekja athygli góðra manua á þessari grein, og því máli, sem hún tekur á. Greinarhöfundurinn hefur dvaldið hér á landi síðaslliðið sumar til að athuga fuglalífið hér, og hygst að koma aftur í sömu erindum. Hann er með grein sinni að vekja athygli lands-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.