Skólablaðið - 01.03.1913, Qupperneq 15

Skólablaðið - 01.03.1913, Qupperneq 15
SKÓLA BLAÐIÐ 47 cggjasöfnum, Önnur fækkun sjaldgæfra fugla og eggja ætti ekki að vera leyfileg. Það er óþolandi tilhugsun að hverjum útlend- ingi sé heimilt að vaða hér um alt land þvert og endilangt, ræna fuglahreiði um með öllu saman og flytja burt, og leggja að velli hvern þan fugl, sem þá fýsir til að auðga með »spekú- lantana« útlfndu, en svifta landið um leið einu af því fáa, sem gerir það unaðslegt. Pennan ósóma er hægðarleikur að stöðva, og við verðum að gjöra það tafarlaust; hér er ekki eftir neinu að bíða; en biðin getur aftur á móti verið skaðleg; það getur orðið um seinan. Drög til skólasögu. Kennarar og aðrir góðir menn! Dragið ekki of lengi að skrifa upp og senda i elstti atriðin úr skólasögu héraðs- ins yðar. Pér ætlið að gera það hvort sem er; gerið það í þessum mánuði; gerið það að minsta kosti áður en þessu skólaári er iokið. Einn er kominn. Hafi hann þökk fyrir sendinguna. Skólabl. vonar að geta flutt síðar þessa fróð legu grein; það er saga Akranesskólans — eftir séra Jón prófast Sveinsson. Framhalds-námskeið kennara er mjög sótt, eins og að undanförnu Eitthvað um 40 umsóknir hafa skólastjóra borist í ár; en fjárveitingin ekki meiri en það, að tekið verður við 30 (eins og áður). Úr Styrktarsjóði kennara var í f. m. veittur 500 kr. styrkur til tveggja kennara (300 + 200). Kaupbætir til nýrra kaupenda verður sendur þeim, þegar andvirði þessa árgangs er borgað og burðargjald fyrir kaupbætinn (40 aurar).

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.