Skólablaðið - 01.03.1913, Qupperneq 3

Skólablaðið - 01.03.1913, Qupperneq 3
SKOLABLAÐIÐ 35 byrja vinnustofu áður en langt líður, en reksturfé yrði að fá úr bæjarsjóði. Eg hefi fyrir mér skýrslu, er sýnir glögt, hvernig Svíar störfuðu að stofnun fyrstu vinnustofanna þar í landi. Tek eg meginatriðin, ef ske kynni, að þau gæti orðið til leiðbeiningar. Skömmu fyrir jól árið 1886 komu nokkrar konur og karlar saman til að ræða um vinnustofumálið. Hafði minningarsjóður Lais Hiertas veitt 2,000 krónur til að stofna vinnustofur. Áttu 500 krónur að ganga til hverrar einstakrar, en með því skilyrði að önnur eins upphæð kæmi í stofnsjóð -- og að opinberir sjóðir legðu til rekstursfé. Ráðstefna þessi kaussérþá framkvæmdar- stjórn. Átti hún að safna fé, útvega húsnæði og kenslukrafta, koma sér saman um vinnugreinar, útvega gripi til að vinna eftir og að öðru leyti gjöra það, er kæmi málinu vel á veg. — Fjár- söfnunin gekk greiðlega. L sti var látiun ganga til efnaðra fólks- ins og safnaðist á skömmum tíma rúmar 1,000. Fyrir milligöngu skolanefndar fékst húsnæðið ókeypis og engin hörgull var á kenslukröftum. Ungar stúlkur komu i liópum og buðust til að hjálpa til við kensluna fyrir alls enga borgun. Námskeið var sett á fót til að kenna sjálfboðaliðinu þær vinnugreinar, er tök þótti að byrja á. Stóð það 10 daga janúarmán. 1887, og 25. og 26. s. m tóku tvær fyrstu vinnustofurnar i svíþjóð til starfa. Fyrri vinnu- stofan byrjaði mtð 67 börnuni, en hin siðari með 40. Voru börnin á aldrinum 7—13 ára 04 komu annm hvorn dag tvær stundir í senn. Fyrsta starfsárið varð kostnaðurinn á vinnust. með 40 börn- um þessi: Maturinn 285,93 krónur, eða 4 3 au. á barn um daginn. Ýmislegt annað: 495,55 kr., eða 7,3 au. á barn um daginn. Að samanlögðu: kr. 781,48 eðall,8 au. á barnið tlaglega. Sé verðið á vinnnefni og innanstokksmunum lagt við upphæðina, verður útgjaldaliðurinn kr. 956,13 (vinnuefni kr. 65,38 og innanstokks- munir kr. 109,27). Hvað lærum vér svo af þessari skýrslu? Vér sjáum hveriu sigursæll að góður vilji er og áhugi. Framkvæ rdarnefndin sænska safnar á stuttum tíma rúmum þúsund krónum, útvegar húsnæði. fær lofun fvrir ókevpis kenslu,

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.