Skólablaðið - 01.05.1913, Page 2

Skólablaðið - 01.05.1913, Page 2
SKOLABLAÐIÐ 66 guð, þegar þau eru búin að sitja áhyggjufull, með sútarsvip og kannske skælandi yfir kverinu sínu, eða þegar þau hafa fleiprað þa§ nokkrum sinnum innan um baðstofuhjal og palladóma? Eg efast um það. Fyrir mitt leyti get eg sagt að mamma mín, var búin að kenna mjer svo mikið um guð, áður en eg fekk kverið, að hvorki með því eða hjá prestinum lærði eg að þekkja hann betur eða að komast í innilegra samband við hann, þó síðan eftir fermingu, hafi trúarskoðanir mínar breyst að ýmsu leyti. Þá er trúfræðin annað höfuðatriði kversins, lauslega minst á önnur trúarbrögð, langt frá hlutdrægnislaust, og gerð grein fyrir aðalatriðum Lúterskunnar, Og öllu þessu á að þjappa inn í barns heilann orð við orð, grein við grein svo alt sitji þar í réttri röð. Er svo ekki von að börnin hlakki til fermingarinnar, eins og þau flest öll gera, til þess að losna við þessa ónáttúr- legu meðferð? Og þá flýtir heilinn sér að græða sárið undan farginu og tekst það svo fljótt og vel að alt eða mest er gleymt og gróið eftir nokkur ár. Flestir fullorðnir menn vita samt aðal- atriði kristindómsins þó ekki muni þeir kverklausurnar. Og aldrei hefi eg séð fermdan mann taka kverið aftur til þess að rifja það upp aftur fyrir sér, því vara ínenn sig á eins og það væru bundnar einhverjar óþægilegar tilfinningar við þessa bók. • í þriðja lagi á kverið að kenna mönnum siðfræði. En ekki minnist ég þess, að eg hafi nokkurn tíma hagað breytni minni svo eða svo, sem eg hefi gert, vegna þessarar eða hinnar grein- ar í kverinu mínu, og engin grein þaðan hefur nokkru sinni ásakað samvisku mína, af þeirri einföldu ástæðu að þær eru allar gleymdar! Nei, hornsteinninn að siðferði mínu var lagður í æsku af henni mömmu, en hvorki með kveri eða presti. Og hvað er svo gagnið að kverlærdóminum og öllu því erfiði og áhyggjum, sem foreldrar og börn leggja á sig hans vegna? Það hefur verið sagt að skólamentunin væri fólgin í því, sem eftir væri, þegar öllum orðum, sem maðurinn hefði á skól- anum lært væri gleymt! Ekki vil eg neita því, að einhver slík- ur slæðingur kunni að leynast eftir af kverkenslunni. En þó að það sé, er árangurinn samt ekki meiri en eftir aðra kenslu í öðrum greinum, og því þá að leggja meira á sig kversins vegna,

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.