Skólablaðið - 01.05.1913, Qupperneq 3

Skólablaðið - 01.05.1913, Qupperneq 3
SKOLABLAÐIÐ 67 þegar árangurinn er að sínu Ieyti sá sami? Og að mínu áliti niyndi þessi árangur alt að einu nást þó að kverið eða eitt- hvað í þess stað væri kent eins og aðrar námsgreinar, ekki utanbókar. Og þá er eg líka viss um að skælu- og áhyggju- þungar endurminningar byndust ekki eins margar við þá bók. Eg hefi nú í nokkur ár fengist við að kenna kver, þessi nýrri kver, og hefi komist að því að sumum foreldrum hefur ekki líkað vel sú kensla mín. Mér þykir mjög fyrir þessu, helst af því að eg hefi einmitt kent þessa grein með mestri umhugs- un, því að mér hefur alt af fundist svo mikill vandi við kenslu kristindómsins. Þar hefi eg látið hjartað ráða mestu. Eg skil reyndar vel hvernig á þessari mislíkan fólksins stendur. Því þykir að eg ekki ieggja nógu mikla áherslu á sannleik sumra bók- stafanna. Þetta er satt, og oft hefi eg sagt börnunum að eg tryði alls ekki sumu í biblíunni, það gæti ekki verið bókstaflega satt. Þegar eg hefi í annað sinn byrjað á biblíusögunum með eldri börnunum þá hefi eg t. d. sagt þeim lauslega hvað vísind- in hafa nú kent mönnum um sköpun jarðarinnar og sólkerfanna, þroskun þeirra, hnignun og endalok. Eg hefi bent þeim á hvað guð hafi á síðari tímum talað til sinna bestu spámanna t. d. Darvins. Eg hefi reynt að vera hreinskilinn við þau, og inn á við sannur við sjálfan mig. Litla áherslu hefi eg lagt á að boða þeim guð Gyðinga, en mestöll kristinfræðsla mín gengur til þess, að benda þeim á guð í hjarta sjálfra þeirra, og þar næst á guð í fegurð, reglu og lögum uáttúrunnar. í þessa átt hefi eg altaf reynt að stefna. En þetta hefur mér reynst svo mikill vandi að sjaldan hefi eg gengið vel ánægður út úr kristinfræðsu- tíma, þó að eg hafi reynt að leggja mig allan fram. Samt hefur það komið fyrir, að mér hefur stundum fundist að eg hafi get- að deilt tilfinningunum í barnshjörtunum. Það hafa verið inni- legustu stundir, einungis of fáar. En þessar stundir hafa aldrei komið á meðan að eg hefi verið að hlýða þeim yfir kver, langt frá; heldur oftast þegar eg hefi verið að segja þeim einhverja smásögu, sem þau hafa vel skilið og verið eins og gripin úr þeirra eigin lífi. Fyrir engan mun vil eg sleppa kristinfræðum alveg úr skólanum. Mér finst að e<r fái með beim nieira vald vfir börn-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.