Skólablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐIÐ
--SSS£®-
NÍUNDI ÁRGANGUR
1915. Reykjavík, 1. júní. 6. blað.
Uppeldismál.
Eftir Jónas Jónsson frá Hriflu.
IV.
Reynum að gera okkur Ijóst, hve miklu betur yrði kent í
sveitunum, ef komið væri upp heimavistarskólum eins og hér
hefur verið lýst á undan, í stað farkenslunnar, sem nú er. Þá
rnundu fleiri duglegir menn sækjast eftir að vera kennarar, er
þeir sæu, að þeir gætu gert kenslu að æfistarfi. Þeir mundu vera
fúsir til aö kosta meiru til námsins, m. a. með utanferðum. Þeir
mundu eiga fast heimili og hafa tekjur á við meðalbændur.
Bækur gætu þeir þá lceypt og geymt, sem þeir geta ekki nú,
yfirleitt, fyrir fátæktinni og hrakningnum. Slíkir menn stæðu
ólíkt betur aö vígi heldur en farkennararnir nú. Þeir væru
betur undirbúnir, gætu betur haldið við þekkingu sinni. Og
öll starfsemi þeirra yrði heilladrýgri fyrir þjóðina.
Eg geri ráS fyrir aS í hverjum þessum skóla yrSi kent 6—8
mánuSi á ári, og aS hver deild yrSi ekki í skóla nema 2 mán-
uSi. Nú sem stendur eiga foreldrar aS kenna börnunum aS lesa
og skrifa. En meira og meira sækir í þaS horf, aS kennarar
eru fengnir til þess líka. Þeir kenna á heimilunum og altaf
mjög fáum börnum. Þeim er lítiS goldiS, og þeir nota yfirleitt
mjög úreltar aSferSir, sem von er til. En þó aS kennurunum
sé illa launaS, þá er þó starf þeirra dýrt foreldrunum, af því
þeir hafa fá börn og eru lengi aS vinna verkiS. Eg geri ráS
fyrir, aS þar sem heimavistarskólar yrSu reistir mundu margir
foreldrara koma litlum börnum, 7—10 ára, í skólann á vorin