Skólablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 6
86 SKÓLABLAÐIÐ eg mig á það, aö þótt þau kynnu að mynda stafina eftir for- skrift,.þá þektu þau ekki skrifstafina. Væntanlega tekur fræöslumálastjórinn þessa uppástungu um að færa prófskyldu barna niður í 7 ára aldur, til athugunar, og væri vel, að þessi breyting kæmist á fljótlega, eða eitthvað annaö gert til aS reyna aS ráSa bót á þessu vandræSa ástandi. x+y. Stöfunaraðferðin. Fyrsta lestrarkenslan hefur löngum þótt erfiS, og ýmissa ráSa hefur veriS leitaS til aS gera hana auSveldari. Hér á landi hefur hin svo kallaSa stöfun raSferS veriS svo aS segja einvörSungu notuS til þessa dags, og áreiSanlega hefur hún kostaS marga armæðustund bæSi kennara og nemanda og jafn- vel heilt táraflóS. Þessi alkunna aSferS byrjar, eins og menn vita, á því aS kenna börnunum aS þekkja stafina og nefna þá ákveSnum n ö f n u m; síSan kent aS taka stafina saman í samstöfur (kveSa aS), samstöfurnar í orS og orSin í setningar. Gallinn á þessari aSferS er vitanlega sá, aS n ö f n stafanna, eSa stafa- heitin segja ekki ávalt til um hljóS þeirra; eru jafnvel stundum villandi. En h 1 j ó S þaS, sem stafurinn er tákn fyrir, er auSvitaS þaS eina, sem barniS þarf aS þekkja, þegar þaS les. Hin svo nefnda hljóSaSferS kennir ekki stafa-h e i t- i n fyrst i staS; börnin læra ekkert n a f n á samhljóBendunum, heldur aS eins h 1 j ó S þeirra, i sambandi viS hljóSstafina. HljóSaSferöin er því eSlilegri og auSveldari, ef rétt er á henni haldiS. En aSalkostur hennar er þó sá, aS heilum hópi barna má meS henni kenna lestur í einu. Hún hefur þvi mjög rutt sér til rúms í þeim skólum, sem kenna lestur frá fyrstu gerS, svo sem víSa á sér staS erlendis. Til þess er stöfunar-aSferSin óhæfileg. í grein um lestur á öSrum staS í þessu blaSi, er stöfunar-aS- ferSinni meSfram kent um, hve illa börn eru aS sér í lestri, þegar þau þó eiga aS vera orSin læs og fara aS ganga i skóla. ÞaS er meira en efasamt hvort betur færi, ef breytt væri, og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.