Skólablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 15
SKÓLABLAÐlB
og nemendur sungu Sigurjóni skilnaöarljóS viS skólauppsögn
um daginn.
Kennarafundur Norðurlanda,
sem eftir venjunni átti að halda i Kristjaníu i ágúst i sumar,
ferst fyrir — eflaust vegna stríðsins.
Vertíðarlokin.
Kennarana drífur að víðsvegar af landinu. Þeir hafa lokiö
vetrarstarfinu, og „haldið prófið".
Ýmsar sögur hafa þeir að segja af vetrarvistinni og vetrar-
starfinu. Sumir glaðir og ánægðir; finst þeir hafa unnið gagn,
og lifa í voninni um góða uppskeru. Hafa lifað góðu lifi, haft
ánægju af börnunum, og fólkið verið ánægt með vinnu þeirra.
Þessir kennarar hafa haft góða „vertíð“.
En.svo eru aðrir, sem hafa aðra sögu að segja. Óhæfileg
húsakynni til að kenna í; óviðunandi húsnæði, aðbúnað og mat-
aræði fyrir þá sjálfa. Drepandi loftslag að lifa í, — andlegt
og líkamlegt. Áhugaleysi fólksins og samúðarleysi með starfi
þeirra, kuldinn sá ekki þolanlegri en kuldinn í kenslustofunni,
sem þó hefur verið óyljuð, hverju sem viðraði, allan veturinn.
Víða er pottur brotinn, og verður síðar á það minst, hver
frekari skilyrði þarf að setja fyrir þvi, að landsfé sé varið til
skólahalds. Skólahaldið er, því miður, sumstaðar svo lagað, að
réttara væri að banna það en launa það með landssjóðsfé.
Misþrentað efst á 93. bls. Ein lína tvíprentuð; önnur fallin úr.
llíuÉr í iu íslenska kenarafélaii
verður haldinn 26. þ. m. i kennaraskólahúsinu, kl. 5 e. h.
Lagður fram reikningur félagsins fyrir liðið ár til samþyktar.
Jónas Jónsson, kennari (frá Hriflu) talar um breytingar á
fræðslulögum frá 22. nóv. 1907 og nýja lagasetning um lýð-
mentunina.
Kosnir stjórnarmenn. (Fulltrúa skal kjósa í stað Pálma
Pálssonar og Sigurðar Jónssonar sem hafa verið fulltrúar 2 ár,
og Jóns Jónassonar, sem er dáinn.)
Rædd mál, sem upp kunna að verða borin.