Skólablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 10
00 SKÓLABLAÐIÐ Þar sem þaS er sannað, a8 kaffi hefur skaöleg áhrif.á melt- ingu barna, og þar sem þaö er líka víst aö skemd matarlyst hef- ur skaöleg áhrif á líkamlega líðan þeirra, auk ýmissa kvilla, sem standa í sambandi viö slæma matarlyst, svo sem tannveiklun og blóöleysi, þá ættu allir aö taka þvert fyrir það að börn njóti kaffis. Hér gildir sama reglan og um áfengisnautnina: besta ráðið að drekka aldrei fyrsta staupið, þ. e .láta börn aldrei smakka kaffi. Það er háska braut að koma inn á, að gefa börn- um svolítinn lit. Það lætur sér þá bráöum ekki nægja minna en venjulega sterkt kaffi. Og afleiðingarnar láta ekki bíða lengi eftir sér: fyrst lystarleysi og svo líkamleg veiklun og andlegt þroskaleysi. Kennari stjórnmálagarpur. Fyrir tveim árum varð danskur barnakennari fyrir allharöri árás í blaði fyrir þaö, að hann vasaðist of mikið í stjórnmála- deilum og leitaöist jafnvel við að hafa áhrif á börnin í kenslu- stundunum. Maðurinn heitir Sörensen, og hafði gerst póli- tiskur snati einhvers stjórnmálaflokks. Nokkru síðar kærði ritstjórinn Sörensen fyrir fræðslumálastjórninni; en hún skip- aði, að rannsökuðu máli, skólanefndinni að veita vesalings Sörensen, hinum trúa þjóni stjórnmálaflokksins, sem hann var að smala fyrir, alvarlega áminningu. Nú hyggur Sören- sen til hefnda og höfðar mál á móti ritstjóranum og krefst iooo kr. skaðabóta, með þvi að greinar ritstjórans og lcæra hefðu unnið sér tjó, eða gætu að minsta kosti gert það, —> gætu gert sér ómögulegt að fá kennarastöðu annarstaðar. En úr skólahéraðinu bjóst hann við að neyðast til að hörfa, þvi að hann hafði orðið áþreifanlega var við að foreldrar barnanna ætluðust ekki beinlínis til þess að hann kendi börnum þeirra pólitík; vildu heldur að börnin væru laus við lexíur i tor- trygni, rógi og mannhatri. Nú fyrst í vor er kveðinn upp dómur í þessu máli, og situr þessi pólitiski stjórnmálagarpur með sárt ennið og áminn-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.