Skólablaðið - 01.06.1915, Blaðsíða 4
84
SKÓLABLAÐlÐ
Samkvæmt þessu væri minna kent af bókfræöum, en nú er
gert að nafni tii Fróðleikinn fengju hinir bókhneigðu í ung-
lingaskólunum. Barnaskólinn kendi þrifnaö, hreinlæti, aga,
undirstööuatriði bóknáms og vekti velvild til bóka. Skólarnir
gætu ennfremur útbreitt heilnæmar íþróttir, útigöngur, skíöa-
og skautaferðir, ýmis konar leiki, ekki síst knattleiki. Bæöi
eru slíkar íþróttir börnum mjög að skapi, gleðja þau og styrkja
líkamlega. Heilsa, fjör og langlífi eru dýrmætari en utanaö-
lærdómur. AS síöustu kemur heimilisiönaöur. Þar mætast óskir
barna, foreldra og uppeldisfróðra manna. í hverjum heima-
vistarskóla þyrfti frá upphafi að vera gott verkstæði, þar sem
mætti smíöa einfalda hluti úr tré og járni, flétta smáhluti úr
tógum, binda bækur í einfalt band, skera gler, sóla skó o. f 1.
Þetta geta börn lært og er yndi aö. Vitanlega veröa þau ekki
handiönamenn, og til þess er ekki ætlast. En þau eiga að verða
búhög, geta gert fleira til gagns og þarfa á heimilinu, en þau
heföu annars getaö. Áreiðanlega mundi borga sig, þó ekki væri
nema heimilisiðnaðarins vegna, að koma á góðum heimavistar-
skólum í sveitum.
Lestur.
Á seinni árum hafa heyrst talsvert háværar raddir um, að
lestrarkenslu barna væri alment áfátt innan io ára aldursins,
og vanasvar kennaranna, þegar þeir eru spurðir, hvaö helst
standi börnunum fyrir námi, er lestrarvankunnátta, þegar þau
komi frá heimilunum.
Eru þá heimilin ekki fær um að kenna betur, eöa er börnum
ofætlun að vera oröin læs fyrir 10 ára aldur?
Eg held hvorutveggja spurningunni sé óhætt að svara neit-
andi. Heimilin geta int skylduna um lestrarkenslu af hendi og
engu líkamlega og andlega heilbrigöu barni er ofvaxið að vera
oröiö nokkurn veginn læsu io ára gömlu. En þó með þessu sé
borin vanræksla á heimilin, þá hafa þau nokkra afsökun.
Kensluaðferð sú, er enn tíðkast hjá okkur, er óhafandi, og
fæst heimili .þekkja annaö en stöfunaraöferðina, sem er sein-
leg og deyfandi, og því er ver að margir kennarar hafa ekki