Skólablaðið - 01.06.1915, Síða 8

Skólablaðið - 01.06.1915, Síða 8
88 SKÓLABLAÐIÐ þrisvar á dag. Um aS gera aö æfa barniS oft, en ekki lengi í einu. Þar sem heimilin þurfa venjulega ekki aS kenna nema einu barni undirstöSuatriöin í lestri í senn, og þar sem reynsla er fengin svo áreiöanleg og viss fyrir því, að ekki þarf neina sér- mentun til þess aS kenna nokkurn veginn aS lesa meö stöfunar- aðferS, en aö aSrar lestrarkenslu aSferSir eru talsvert vanda- samari, svo að þær eru ekki annara en sérfræöinga meSfæri, þá virðist þaö ekki vera ráöiö til aS bæta lestrarkensluna, eins og hér stendur á, aS breyta um lestrarkenslu aöferbir, heldur hitt, að leggja áherslu á það að leiðbeina heimilunum í því að beita stöfunaraðferðinni meö viti og skilningi; og í því ættu kennararnir að geta komið að góðu liði. Matarædi barna. Allir góðir kennarar vilja kynna sér vel, og hafa vakandi auga á mataræði skólbarnanna. Undir mataræðinu er komin líkamleg vellíðun barnanna og þroski, og andlegur þroski og framfarir að miklu leyti. En því miður eru þeir margir kenn- arnir, sem lítið eða ekkert hugsa um þetta; láta það nægja að troða lexíunum í börnin, og eru jafnvel svo ónærgætnir að ætla börnum frá góðum heimilum, þar sem þau fá næga og holla fæðu, og alla líkamlega aðhlynningu, sömu andlegu vinnu og hinum, er hafa ilt viðurværi og annan aðbúnað, ef til viJl svo lélegt, að það háir andlegum og líkamlegum þroska þeirra. Flestir kennarar og heimilisfeður og mæður vilja forða börn- um frá allri óhollri nautn. Það er gott og blessað; en það er ekki nóg. Það þarf líka að hugsa um að börn lifi af hollri fæðu, er sé við þeirra hæfi, lifi í góðu lofti og klæðist viðeig- andi fatnaði eftir veðráttu. Af óhollum nautnum hefur mest verið tekið eftir t ó b a k s- nautninni. En það er fleira, sem vert er að að athuga. Kaffinautniner ekki betri, sé hún í óhófi. Afleiðing- ar hennar og áhrif á skólabörn hafa orðið rannsóknarefni fyrir kennara og skólalækna erlendis. Skólalæknir einn í Nor-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.