Skólablaðið - 01.09.1919, Síða 4

Skólablaðið - 01.09.1919, Síða 4
132 SKÓLABLAÐIÐ og svo af því, að barnahópurinn er ekki valinn saman eftir neinni skynsemi, heldur blindri tilviljun, sem sje býlaskipun. Ofan á alt þetta hljóta þeir að verða eins dýr- ir eða dýrari en fullkomnir skólar, þ. e. reglulegir heima- vistaskólar í þar til gerðum húsakynnum. því fjárhags- lega getur ekkert unnist, nema ef búandi kynni að taka lægri húsaleigu en sem skólabyggingu svaraði. En það tapast svo margfaldlega í illri notkun á kennaranum, mcð lítinn nemcndahóp venjulega, en svo sundurleitan að aldri og þroska, að bæði börnin og kennarinn eru miklu ver farin en þó að nemendur væru hálfu fleiri og betur saman valdir. Um heimangönguskóla verður ekki að ræða í sveit- um á íslandi, í slíku strjálbýli og veðráttufari sem hjer. þ>að mun því reka að því, að skólarnir verða fastir heima- vistaskólar, líklega með nokkurri farkenslu jafnframt, fyrir yngstu börnin, heimilunum til hjálpar við lestrar- kensluna. í stórborgum og bæjum verða skólamir að hafa sig alla við, að stöðva huga barnanna og fá þeim verkefni; þar skortir kjölfestu í flugstreymi f jölmennisins. I íslensk- um sveitum skortir hugina fremur hræringar nýrra vinda. pað er næsta fráleitt að ætla, að nokkurra mánaða skólavist á vetri mundi verða íslenskum sveitabörnum þvingun eða ofraun. þvert á móti verður slik lilbreyting eins og hátíð í fásinninu. En það verður að vanda vel til skól- anna, svo að hverju barni sje þar borgið, ekki sist um holla aðbúð fyrir heilsu og siðferði. Og skólarnir munu eiga tvöfalt erindi í íslenskar sveitir, bæði það, að fræða, og eigi síður hitt, og lífga og fjörga hið einmanalega æskulíf um afdali og útkjálka landsins.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.