Skólablaðið - 01.09.1919, Síða 16

Skólablaðið - 01.09.1919, Síða 16
144 SKÓLABLAÐIÐ Bókin er 314 blaðs. í stóru broti og með mörgum myndum, og munu bóksalar hjer útvega hana. VerSið mun vera 8—10 kr. TAKT OG TONE. Hvordan vi omgaas. Af EMMA GAD. (237 bls.). Gyldendalske Boghandel. — Kbh. og Kria, — 1918, Þetta er ekki skólabók, og skal þó getið hjer stuttlega. Bókin fjallar um almenna mannasiði — i fám orðum sagt — og er óvenjurösklega og hispurslaust skrifuð, ráðleggingar og hugleiðingar um sjálfsögðustu kurteisisvenjur og viðfeldni í umgengni, eða um rjetta breytni við náungann, vini sina og börn og sjálfan sig. Höf. er dönsk hefðarkona, og bókin í sjerstökum atriðum einkum miðuð við danskt lif, því að nokkuð verður sinn siður í landi hverju. En aðalefni bókar- innar og meginhugsun öll er almenns eðlis og kemur víða við. Einn aðalkaflinn er t. d. um uppeldi og breytni við börn. Og bókin ber vott um þá lífsreynslu og athygli og heilbrigða skynsemi, og er svo fjörug og hnittin og krydduð kvenlegri gletni, að ánægja er að lesa. Við Mörlandar fáumst litt um slik fræði, sem þessi, enda skin það á okkur í framkomunni. Mörgum þykir og sómi að skömmunum í þess- um efnum. — Auðvitað verður kurteisi og prúðmenska ekki „flutt inn“, eða lærð eins og reikningsregla; hjartalag mannsins ræður þar mestu um. En siðirnir, bæði illir og góðir, verka og á hjartað, og í því liggur hið mikla menningargildi góðra siða fyrir hvern mann og hverja þjóð. Uppeldismál heitir hin langþráða uppeldisfræði Magnúsar Helgasonar skólastj., og er hún nú að koma á bókamarkaðinn. Dráttur hefir orðið á útkomu blaðsins nú um hríö, og hefir ritstjóranum reynst erfitt að þjóna tveim herrum í senn, blaS- inu og Mammoni; hefir nú Mammon orðið að ganga fyrir um skeiS. En nú mun ekki tjá annað en aö biðja lesendur afsök- unar og lofa bót og betrun að góðra manna dæmi. SKÓLABLAÐIÐ kemur út einu sinni í mánuði, ein örk les- máls hvert blað, 12 arkir á ári. Ræðir einkum uppeldismál og alþýðu- menning. Kostar 3 kr. á ári. Greiðist fyrir 1. maA hvert ár. Eigandi og ritstjóri: ILelgi Lljörvar kennari. Utanáskrift: SKÓLABLAÐIÐ, Reykjavík. (Pósthólf 84). Reykjavík — Fjelagsprentsmiðjan

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.