Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 7
SKÓLABLAÐIÐ 135 víkja honum úr kennarastöðunni um stundarsakir, ef nauSsyn þykir, fyrirvaralaust. Málinu skal síSan skotið undir úrskurð stjórnarráðsins. II. Laun. 9. gr. — Kennarar, sem starfa viö barnaskóla eða farskóla í 6 mánuði, eða 24 vikur af árinu, og kenna 30 stundir á viku — um kenslustundafjölda forstöðumanna kaupstaðaskóla og heimavistarskóla fer þó eftir samkomulagi við skólanefnd — skulu hafa árslaun sem hjer segir: a) Forstöðumenn barnaskóla í kaupstöðum 2000 kr., auk ó- keypis húsnæðis, eða jafngildis þess í peningum. b) Kennarar viS kaupstaSaskóla hafa 1500 kr. árslaun. d) ForstöSumenn barnaskóla utan kaupstaSa 1600 kr., og kenn- arar viS þá skóla 1300 kr. —■ Forstööumenn heimávistar- skóla utan kaupstaSa hafa þar aS auki ókeypis húsnæði, ljós og hita. e) Farskólakennarar og eftirlitskennarar við heimilafræSslu hafa í árslaun 300 kr., auk ókeypis fæSis, húsnæSis, ljóss. hita og þjónustu þá 6 mánuSi ársins, sem skólinn stendur 10. gr. — Nú stendur barnaskóli lengur en 6 mánuði á ári og hækka launin þá í rjettu hlutfalli viS tímalengd. 11. gr. — Laun þau, sem talin eru í 9. gr. a. og b., greiSast aS Yi af ríkissjóðsfje, en aS 2/i úr bæjarsjóSi. Helmingur þeirra launa, sem talin eru í sömu grein, d. og e., greiSist af ríkis- sjóSsfje, en helmingur úr sveitarsjóSi. — Eigi tekur ríkissjóS- ur neinn þátt í kostnaSinumvið þau hlunnindi,sem kennararhafa samkvæmt lögum þessum,enda þótt þau sjeu greidd ípeningum. 12. gr. — Launaviöbót eftir þjónustualdri, talið frá þeim tíma, er þeir urSu fastir kennarar, fá kennarar sem hjer segir: a) ForstöSumenn og kennarar kaupstaSaskóla 200 kr. 3/hvert ár, upp aS 1000 kr. b) ForstöSumenn og kennarar viS barnaskóla, utan kaupstaSa, 100 kr. 3. hvert ár, upp að 500 kr.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.