Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐIÐ ÚT6EFANDI: HELGI HJÖRVAR XI. ÁR. SEPTEMBER 1919. 9. BLAÐ. Stefnuskráin. iii. pegar ræðir um heimilismenning og skólamenning, má ekki gleyma því, að þær fara saman, ef vel er, og styðja livor aðra, og að hvorug er einhlít. Enginn skóli getur komið i stað góðs heimilis, en ekkert heimili, hversu gott sem er, getur lieldur orðið manni einhlitt til fullkomins þroska og hagnýtrar menningar. Heimskt er heimaalið barn, segir gamall orðskviður, og getur það sannast á bami, þótt uppfræðsla þess sje í góðu lagi. Gott heimili er veröld út af fyrir sig, friðsæl og örugg, ólík þvi sem gerist á almenningum lífsins. það barn, sem aldrei hefir liaft af öðru að segja en vernd og öryggi heimilisins, getur komist í illa raun, þegar það alt í einu lendir i hnjaski lífsins, þarf að bjarga sjer sjálft og sjá við ýmsu aðkasti; þetta hefir orðið mörgum heimaöldum unglingi ofraun, og margur varð aldrei að manni af því að hann lá of lengi i hveiti heimilisins og varð kjöltubarn í skapi alla æfi, eða kjarklaus einræn- ingur. pað er bcst livað með öðru, hlý húsakynni og hæfi- leg útivist, ekki síst á þroskaskeiðinu, og þetla á ekki síður við andlcga skilið. pað er holt og nanðsynlegt hverju barni, að venjast smámsaman lifinu sjálfu, sem biður þess, að sjá sig um á almenningum mannlífsins, að ráða sjer sjálft, bjarga sjer sjálft, hfa á eigin spýtur

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.