Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.09.1919, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐIÍ) I4t til Italíu til þess aS kynna sjer Montessoriskólana, og tilraun- ir hafa veriS geröar meS þá bæöi á Englandi, Þýskalandi og Hollandi. Þessir skólar hafa aS vísu starfaS svo stutt, að ekki er hægt aS dæma til fulls um árangur þeirra, en í Englandi fer þeim fjölgandi. Aftur á móti eru þessir skólar nú viSurkendir á Italíu og búnir aS ná þar talsverSri út breiSslu, en þar starfar lika meistarinn sjálfur, María Mon- tessori, sem hefir yfirumsjón meS þessum skólum i Rómaborg. María Montessori gerir sjálf þann greinarmun á sinni kenslu- aSferS og skólafyrirkomulagi og þvi vanalega, aS gamla fyr- irkomulagiS sje, aS láta börnin vera aSgerSalaus aS mestu leyti, þau eiga bara aS taka á móti því, sem kennararnir troSa í þau af allskonar fróSleikshrafli. Sín aSferS aftur á móti, segir hún, stefni aS því, aS gefa þeim viljann til þess aS læra, aS hjálpa þeim til aS vaxa á eSlilegan hátt. Jeg man eftir því, aS þegar jeg sem barn fann óútsprungin blóm á vorin, þá gat jeg stundum ekki beSiS eftir því, aS blómkróna þeirra opnaSist af sjálfu sjer, heldur fór aS jeg aS plokka blöSin í sundur og opna blómiS á þann hátt, en þaS urSu mjer þó jafnan vonbrigSi, því fegurS blómsins glataSist aS miklu leyti; hún varS öll önnur, þegar blómkrónan opnaSist viS kossa morgunsólarinnar. BarniS er lika óútsprunginn blómknappur, og hvaS sem um gömlu uppeldisaSferSina er aS segja, þá er eitt víst, aS Montessori-aSferSin stendur stór- um mun nær því en hin, aS vera vorsólin, sem eins og ósjálf- rátt kallar lífiS til starfa og fær þaS til aS ná því hæsta, sem hægt er aS ná. María Montessori er fyrsta konan, sem tekiS hefir læknis- próf viS háskólann í Rómaborg. Eftir prófiS fjekk hún stöSu viS fábjánaskóla á Italíu, og fjekk þá mikinn áhuga fyrir kenslu og uppeldi þessara aumingja. Hún lagSi nú mikla stund á aS kynna sjer sálarlíf þeirra, og kynti sjer alt þaS besta, sem skrifaS hafSi veriS um þau efni. Reyndi hún síSan ýmsar nýjar kensluaSferSir, sem báru svo ágætan árangur,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.