Skólablaðið - 01.05.1920, Qupperneq 7

Skólablaðið - 01.05.1920, Qupperneq 7
SKÓLABLAÐIÐ 65 vera fljótir að finna það, eins og að keppa aS því, að auka bókahrúguna sem mest. VíSa í löndum koma út þúsundir bóka árlega, meginiS er ljettmeti, sumt er Ömeti, verstu hugsanir verstu manna, sem ilt eitt getur sprottiS upp af; lítill hluti bókanna eru ágætar. Ef fólkinu er ekki kent snemma aS greina kjarnann frá hisminu; þá getur vel fariS svo, aS það vilji ekki annað en hismiS. I öSru lagi geta þessar auknu bókmentir aS ein's orSiS aS gagni meS því móti, aS fólkiS kunni aS lesa þær, í þriSja lagi aS þaS lesi þær, í fjórSa lagi skilji þær og nái hugsuninni, ekki aS eins skilji orSin og setningarnar, heldur nái heildarhugsuninni, merg málsins, og síSast en ekki síst læri aS nota þekkinguna svo, aS sem mest gott leiSi af henni, Ekkert af þessu fæst svo vel sje, nema þaS sje kent og lærist á ungum aldri. Æskuáhrif og athafnir eru þaS, sem ráSa mestu um þaS, hver maSurinn verSur. Bóndinn skilur þaS, af því, aS hann þreifar á því, aS næstum því ómögulegt er aS temja hest, ef hann gengur viltur, þangaS til hann er tíu ára. Hitt ætti og aS skiljast, aS barnsaldurinn er einmitt tíminn, þegar venjurn'ar eru aS festast, og sje þá ekki unniS aS því, aS festa hjá barninu góSar venjur, þá er óhjákvæmi- legt, aS hjá því festist einhverjar aSrar venjur, sem síSur skyldi. Allar sálfræSisrannsóknir á þessu sviSi hafa leitt aS þeirri niSurstöSu, aS um og fyrir tólf ara aldurinn sje best aS festa þær venjur, sem mest á aS nota síSar í lífinu. Sá verðnr varla snillingw aS leika á hljóSfæri, sem byrjar þaS seinna, og um þaS leyti verSur hann meira aS segja aS fá leikni í því; sama rná segja meS tilliti til leikni í lestri, skrift, reikningi o. fl. Hver á nú að sjá um, aS allar þessar góSu venjur rótiestist? Hver á aS kenna fólkinu aS nota bækur, og þaS er meira en aS læra aS lesa? Hver á aS glæSa fegurSarsmekkinn og dóm- greindina til aS velja hveitiS og hafna illgresinu? Hver á aS kenna fólkinu aS melta andlegu fæSuna, en þaS er mest unr vert, aS tileinka sjer sannindin og afla sjer sannfæringar, sem bygS sje á sannleiksleit.

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.