Skólablaðið - 01.05.1920, Qupperneq 8

Skólablaðið - 01.05.1920, Qupperneq 8
■6Ó SKÓLABLAÐIÐ Svo er guSi fyrir þakkandi, aS viS eigum mörg heimili, sem geta þetta, geta það mætavel, jafnvel betur en skólarnir okkar. Fjölbreytni sveitavinnunnar, náin kynni viS náttúruna sjálfa, náttúrufegurðin og andlegt lif og fróðleiksþorsti fólksins, alt þetta gerir þa'ö aS verkum, aS sum heimili hafa svo gott upp- eldi aS bjóSa börnum sínum, aS þaS nálgast þaS besta, sem uppeldisfræSingana hefir dreymt um. Ef þessi lýsing ætti viS öll heimili okkar, væri vel fariS, en svo er ekki. Sumir foreldrar eru varla bænabókarfærir; og flestir eru þeir önnum hlaSnir, svo ekki sjer út úr; nokkrir eru skeytingarlausir um hag barnanna og ala þau upp á and- legum útigangi og nokkrir skaSa ])au á þrældómi, líkamleg- um eSa andlegum. Svcitauppeldiö vantar sorglega starfsviS, þar sem fjelagsskapur, samvinna og samkepni hrinda fram þroska barnanna. Nú er þjóðinni lífsskilyrSi, aS tryggja hverju einasta barni ■svo gott uppeldi, aö alt ]>aS besta i fari þess komi í ljós og fái aS njóta sín. ÞjóSin má ekki viS því, aS barn meS afburSahæfileikum verSi aS miSlungsmanni eSa vesalmenrii, aS eins af því, aS þaS var svo óheppið, aS fæSast í fátækt, einangrun og and- legt myrkur. Ef nóg fje væri veitt til uppeldismálanna, og bæri þjóöin jafnframt gæfu til aS verja því vel, þá mundi þaS korna aftur meö þúsundföldum arSi, í auknu manngildi. Þá mundi og sparast mikiö af því fje, sem nú er variö til hegningarhúsa og sjúkrahúsa. ÞaS er aö sönnu gott, aS vera ör á fje til þess aö lækna sjúkdóma; hitt er þó margfalt betra og skyn- samlegra, aS vera ör á fje til þess aS koma í veg fyrir þá; aö því mun heilbrigSisgæsla framtiSarinnar aðalkga snúa sjer. Jeg vil setja hjer lítið dæmi þess, hvað skólarnir geta gert fyrir heilbrigöismálin. Gæti þaS orðiS þeim til hugguriar, sem örvænta um alt skólahald á íslandi. í Bandaríkjunum er fjelag,sem heitir „VelferSarfjelagbarna". Hefir þetta fjelag safnaS skýrslum um heilsufar barna í öll-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.