Skólablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.05.1920, Blaðsíða 12
70 SKÓT.ABLAÐIÐ aSist alt skólahaldið, en skólasveinar þóttu lítiö vaxa þar aö visku. Prófin í kennaraskólanum voru haldin á hrakningum úti um bæ, mest í iSnskólarium. Skriflegt próf kerinara var i kenslustofum háskólans, og þótti skólastjóra heldur von þess, að þeir mættu verða andríkari innan þeirra veggja en annar- staöar. En einn kennaraefna (H. J.) reit neöan á ritgerö sína þessa stöku: Stoöar lítt að setja sig í sæti læröra manna. Ekki kom hann yfir mig, andi spekinganna. ii luku prófi upp í 3. bekk en 5 í 2. bekk; hinir voru veikir sumir, en nokkrir hafa slitnaö úr lestinni síöan i haust. Kennaraskólinn hefir frá því í vetur veriö tekinn algert til sóttvarnarráöstafana fyrst um sinn, og verður fyrir því ekkert kennaranámsskeiö í vor. Höföu þó fleiri sótt en hægt heföi verið aö taka. Hjarðarholtsskólinn endurreistur. —ÞaS er ein þjóöarhneis- an hjer, að fornfræg höfuöból ganga kaupum og sölum, eins og markaöstryppi, og þaö oft og tiöum milli ótíndra prangara. — Urigur prestur vildi fyrir skemstu endurreisa fornt fræöa- setur og koma upp skóla í prestakalli sinu, en varö aö gef- ast upp við það og fór úr hjeraðinu af þvi að löggjafar og landsstjórn voru búin að selja sjálft prestsetrið. Sira Ólafur Ólafsson prófastur í Hjarðarholti hjelt þar uppi unglingaskóla um allmörg ár, en þótti þing og stjórn litt virða það við sig. Loks kvaðst hann vel mega gera þeim það aö skapi, að hætta við skólann, og það gerði hann. I fyrra hætti síra Ólafur prestskap og seldi Hjarðarholt. Nýi kaupandinn að Hjarðarholti er Björn H. Jónsson skóla- stjóri í Vestmannaeyjum, og hefir hann færst það í farig, að endurreisa Hjarðarholtsskólann. Dalamenn söknuðu mjög skól- ans, og nú hafa hjeraðsbúar og sýslufjelagið tekiö höndum

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.