Skólablaðið - 01.05.1920, Side 9

Skólablaðið - 01.05.1920, Side 9
SKÓLABLAÐIÐ 6 7 um Bandaríkjunum á síöastliðnum tuttugu árum. í byrjun þessa tímabils voru allir kvillar og sjúkdómar frá þriöjungi til helmingi algengari í borgum en sveitum. Skýrslurnar sýna svo aö heilbrigðisástand sveitanna stendur næstum því í stað, en í borgunum fer það batnandi, og nú er það orðið frá þriðj- ungi til helmingi betra i borgum en sveitum, eða gagnstætt þvi sem það var fyrir tuttugu árurn. Er bættu skólaástandi í borgunum þakkað; hefir það mikla þýðingu, ekki sist þar sem skólaárið er tíu mánuðir. í sveitaskólunum drekka börnin víðast öll úr sarna íláti — verður svo varla hjá þvi komist, að sóttnæmi berist úr einurn í annan, ef til er. Sumstaðar er og erfitt að ná í vatn; í Imrgaskólum er víðast þannig útbúið, að vatnsbuna stendur upp úr pípu, fellur svo niður í skál og renn- ur burtu. Gýs vatnið svo hátt, að varir barnanna snerta ekki pípuna. Þessar drykkjarlindir (drinking fountains) eru svo margar, að mörg börn geta drukkið í eiriu. í borgaskólunum er loftinu haldið hreinu og með jöfnurn hita, hreinlæti er meira og öll 'aðbúð betri en í sveitum, er ekki að undra þótt heilsu- farið verði þar stórum betra. Þetta dærni sýnir ómótmælanlega hvað skólarriir geta gert fyrir líkamlegt heilsufar barna, hitt er erfiðara að sýna með tölurn, hverju andlegu áhrifin orka. En þó er nú verið að fullkomna aðferðir við að rnæla framfarirriar á því sviði líka, •og skal ekki fjölyrt urn það að sinni. Jeg vil drepa hjer á tvent, sem mjer virðist allra brýnust nauðsyn að framkvæma. Annað er að stofria skóla fyrir litil börn í kaupstöðum. Það er oft seint að senda þau í skólann, þegar þau eru búin að ganga vilt á göturini í nær tíu ár og festa ýmsar slæmar venjur, sem mannlegum mætti er næstum of- vaxið að uppræta. Þau þurfa að koma í skólann um sjö ára aldur. Auðvitað má ekki taka þau úr Eden æskunnar og setja þau í bóndabeygju bókfræðanna. Það er afarnauðsyrilegt, að sjerstaklega fyrstu dagarnir í skólanUm sjeu þannig, að börnin læri að elska skólann. Undir fyrstu áhrifunum er svo afarmikið komið. Þau geta anriaðhvort slegið birtu eða skugga

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.