Skólablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 2
38 SKÓLABLAÐIÐ Aprll 1921 kennararnir leita til eftirlitsmannsins með öll sín vandamál, og hann hefir sjerstakt eftirlit með þeim. Eftirlits- manni ber sjerstök skylda til að fylgj- ast með nýjungum í skólamálum og halda áhuga undirmanna sinna vakandi. Hann heldur með þeim fræðslumála- fundi að minsta kosti einu sinni á ári. Hann sendir þeim umburðarbrjef o. s. frv. Hann er nokkurs konar skólastjóri í sínu hjeraði, sem ber ábyrgð á skóla- starfinu gagnvart þeim, sem halda uppi starfseminni. Höfuðstarf eftirlits- manns er að hafa eftirlit með kensl- unni. Hann heldur próf yfir börnunum eins oft og honum þykir með þurfa, hlýðir á kensluna og leiðbeinir kennar- anum. Hann gefur öllu gaum: kenslu- greinum, lesskrá, stundatöflu, flokkun, nemendum, kennurum, aga, reglu, kensluáhöldum, skólahúsi o. s. frv. Til hans leita kennarar með alt sem aflaga fer, og hans er skyldan að hjálpa þeim að fá því kipt í lag. Vegna strjálbýlis og samgönguvand- ræða kemur það ekki til, eins og áður hefir verið bent á, að hjer á landi verði hafðir kenslueftirlitsmenn, sem hafi eftirlitið að aðalstarfi, nema kannske hjer í Reykjavík og nágrenninu. Fræðslumálastjóri á að verða yfirmað- ur alls skólakerfisins. Verulegt eftirlit að vetrarlagi út um land getur hann ekki haft, eins og erlendum eftirlits- mönnum er ætlað. Við verðum því að grípa til þess ráðs, sem víða tíðkast enn, að hafa eftirlitsmenn með lágum laun- um, sem hafa annað aðalstarf. Landinu á að skifta í skólaumdæmi. Sje svo álit- legasti kennarinn í umdæminu valinn sem eftirlitsmaður um vissan tíma. Kenslustarfi sínu heldur hann eftir sem áður, enda sinni samkennarar störfum hans meðan hann er í eftirlitsferðum. Launin þurfa ekki mikið að fara fram úr því, sem nú er varið til prófdómenda. Væri slíkt kenslueftirlit stórt spor í rjetta átt. Yrði eftirlitsmaður nokkurs konar skólastjóri í sínu umdæmi, eða skólaprófastur, og er það harla nauð- synlegt hjer, þar sem víðast er ekki nema 1—2 kennarar við hvern skóla. Hjer í Reykjavík er öðru máli að gegna. Reykjavík er orðinn svo stór bær, að ekki veitir af eftirlitsmanni, sem hefði eftirlitið að aðalstarfi. Gæti hann og haft eftirlit í næstu kaupstöð- um og þorpum. Væri þessu best komið í kring þannig, að skift væri skóla- stjóraembættinu við barnaskóla Reykja- víkur. Hefði annar skólastjórinn alla hina ytri stjóm skólans og nokkra kenslu, en hinn alt kenslueftirlitið, próf o. s. frv., og væri það ærinn starfi. Slík breyting mundi að vísu ekki spara þúsundir, sem hægt væri svo að leggja í annað, en hún myndi valda því, að miklu fyllri not yrðu að því f j e, sem lagt er til bamafræðslunnar. Og það er hinn sanni spamaður. Á. Á. ---o---- Nokkur athugaefni eftir Sigurð Guðmundsson. II. Mennogstöður. Sífelt fjölga starfsmenn vors unga ríkis. Fátt virðist vísara um hag þess og hlutskifti, en að svo verði um lang- an aldur haldið fram stefnunni. Af hvaða sjónarhól sem vér horfum um ókominn tíma, blasa við ný embætti, nýjar stöður, launaðar úr ríkissjóði, eins langt og skammsýnt augað eygir og sljóskygn spádómsandi fær greint viðburði og vegamót í sögu næstu kyn- slóða. Hjer rjettir tíminn að oss mikilsvarð- andi íhugunarefni, sem á í því sam- merkt við mörg önnur mikilsvarðandi íhugunarefni, að það er lítt íhugað.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.