Skólablaðið - 01.04.1921, Síða 8

Skólablaðið - 01.04.1921, Síða 8
44 SKÓLABLAÐIÐ April 1921 4. Að búa sig undir að lesa fyrir aðra. 5. Að lesa til þess að búa sig undir frásögn. Hver nemandi tekur að sjer vissan hluta viðfangsefnisins og ber á- byrgð á, að afla sjer svo mikillar þekk- ingar, að hann sje fær um að fræða hina. Vilji nemendurnir t. d. fræðast um eitthvert land, tekur einn að sjer fólkið, annar dýr og jurtir, þriðji lands- lag o. s. frv., svo koma allir saman og segja hver öðrum. 6. Hraðlestur, til að búa sig undir að svara vissri spumingu. 7. Lestur til að búa sig undir að segja frá nýjungum úr blöðum, bókum og tímaritum. Margir skólar ætla að minsta kosti eina stund á viku til slíkra frásagna. 10. Að lesa til þess að ná vissu tak- marki í hraða og annari lestrarleikni. þetta ráð, að nemandinn keppi við sjálfan sig, er ef til vill eitthvert öfl- ugasta framfarameðalið, sem skólinn á. pví til sönnunar má vitna í tilraun- ir, sem gerðar voru, til þess að rann- saka hvað mestum framföram gæti valdið. Verður síðar vikið að þessu nán- ar í kafla um mælingar á árangri skóla- starfsins. (Meira) S. A. ----o---- Gæfan eftir John Ruskin. öll sönn og holl skemtun hefir staðið mönnum jafnopin alla tíð frá því mað- urinn var gerður af leiri jarðar og til vorra tíma. Og best njóta menn henn- ar í kyrð og ró. Að sjá grasið spretta, blómin springa út, kasta mæðinni við orfið, lesa, hugsa, elska, vona og biðja — þ e 11 a er það sem gerir menn ham- ingjusama. þetta er það sem jafnan hefir haft í sjer máttinn til að gera menn hamingjusama, og það mun aldrei eignast hann í ríkari mæli en verið hef- ir. Meðlæti og mótlæti er undir því kom- ið, hvernig vjer kunnum og kennum þetta, en engan veginn undir jámi, gleri, gufu eða rafmagni. Jeg er það bjartsýnn, að jeg trúi því að sá tími muni koma, að heimurinn sjái þetta. Heimurinn hefir nú prófað allar hugsanlegar stefnur aðrar. það er því eðlisnauðsyn að hann nú loksins reyni líka hina einu rjettu leið. Hann hefir reynt baráttu, þrælkun, föstu, kaup og sölu, eyðslu og sparnað, dramb og auðmýkt, sjerhvern lifnaðarhátt, sem von gat verið um að fæli í sjer nokkra göfgi eða gæfu. Meðan heimur- inn hefir verið allur í kaupum og söl- um, bardögum og föstuhaldi, meðan hann hefir unnið sig þreyttan á stjórn- málabraski, metorðagirnd eða sjálfsaf- neitun, þá hefir Guð fólgið hina sönnu farsæld hans í ástinni á blómum vallar- ins og skýjum himinsins. Einstaka sinn- um hafa þreyttir konungar eða þjakað- ir þrælar fundið í hverju hinn sanni konungdómur yfir heiminum er fólg- inn, og lagt undir sig óendanlegt ríki með vinnunni í garði sínum. En heim- urinn hefir ekki viljað trúa vitnisburði þeirra og haldið áfram að troða blómin undir fótum og ekki að heldur litið til skýjanna,og leitað gæfunnar með gamla laginu. Seint um síðir bar náttúruvís- indin að garði. Menn rannsökuðu nátt- úruna og reyndu á allan hátt til að hafa aukin not af henni. En vitanlega fór heimurinn villur vegar úr því nokkur leið var til þess, og komst á þá skoð- un að nytsemi náttúrunnar myndi verða honum uppspretta gæfunnar. Hann byrgði skýin inni í kötlum og ljet þau þjóta með sig um jörðina með hraða himinskýjanna. Hann tók svifþræði blómanna og óf sjer úr þeim ódýr og fögur klæði — þar var þá hamingjan loksins höndluð. Að þjóta eins og ský-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.