Skólablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 5
April 1921 SKÓLABLAÐIÐ 41 ir oss nýjar kröfur og nýjar skuldir, er lúka þarf. En hætt er við, að skyn manna og skilningur á nýbreytni og nýjum þörfum sljóvgist, er þeir eldast og slitna í sama starfi, striti og stríði. þroskamagnið þverr, er á æfina líður og hárin grána. Fyrir nokkrum árum reit víðkunnur danskur vísindamaður, enskukennari Hafnarháskóla, Otto Jespersen, grein, þar sem hann hjelt því fram, að enginn prófessor ætti lengur að gegna embætti en til hálfsjötugs. Hann kvað sig skorta nokkuð á þann aldur, en samt fyndi hann til þess, að sjer veitti nú þegar erfitt að klófesta jafnóðum allar nýjungar í vísindagrein sinni. Ekki skortir hann þó aðstöðuna góða, er hann situr í frjálslegu embætti í stórri menningarborg, þaðan sem fara má með jámbrautarhraða til ann- ara landa og annara menningarstöðva. Hvemig myndi skólastjórum vomm ganga að afla sjer fróðleiks um alla ný- breytni í skólamálum og kenslu? það er skemtilegt, að hjer fara sam- an æðstu hagsmunir einstaklings og þjóðfjelags. þjóðfjelaginu er holl hæfi- leg tilbreytni í starfskröftum, einstak- lingnum er þroskavænlegt að skifta um viðfangsefni. Eilífar endurtekning- ar þreyta, slæva. En ungir nemend- ur heimta fjör og líf, ekki doða nje dauða. Dauður lærdómur hefir um ald- irnar andlega drepið margt mannsefni og margan skóla. Hvorki rúm nje tími leyfa langt mál. En að lokum get jeg þess, að auðfundn- ir eru ýmsir erfiðleikar á því skipulagi, er hjer er haldið fram. Landsins fomu fjendur, fátæktin og mannfæðin, valda hjer miklum erfiðleikum. En ef ekki vantar áhuga nje skilningá þessum efn- um,er ekki örvænt um, að sigrast mætti á óvinum þeim. Um landlæknisstöðuna er lafhægt að breyta til á þá leið, sem hjer er farið fram á. En hví ekki reyna það um fleiri stöður? Og hví ekki ræða og rannsaka þessar tillögur sem föng eru á? Margt getur lærst af alvarleg- um umræðum um þetta mjög varðandi efni. Reynsla og saga sýna, að veit- ingavöld vor hafa á liðinni öld og síð- ustu tíð lítið vitað, hvað þau gerðu, er þau veittu sumar þær stöður, er jeg hefi hjer minst á. þess má geta, að til era utanlands mikilvægar og mikilsmetnar yfirlækna- stöður, er veittar eru að eins til nokk- urra ára, jeg held sex ára. En oftast munu þær aftur veittar sama lækni. I borgarstjóraembættið í Reykjavík er kosið til sex ára. I ýms trúnaðarstörf þykir ekki ráðlegt að kjósa nema til sex ára, t. í hreppsnefndir og bæjar- stjórn. þingmenn eru nú kosnir til fjög- urra ára. Ef slíkt er vel ráðið um trún- aðarstörf, á þá ekki sama við um mestu trúnaðarstöður? Er það ekki agalegt, er erfitt eða ókleift er að losa sig við alónýta þjóna úr störfum, er lífsnauð- syn er á, að vel sje gegnt. Jeg er því ekki mótfallinn, að stöður væra endurveittar. En nokkuð hygg jeg sje hæft í því, sem jeg hefi heyrt eða lesið í einhverju útlendu riti, að flest- ir myndu teknir að lýjast á stöðu, er þeir hefðu gegnt henni tíu ár. það er trú mín, að hollast vært, að engin staða, er hjer ræðir um, væri endurveitt oftar en einu sinni.Með þvi móti væri girt fyr- ir, að menn skipuðu þessar dýru stöður, er þeir hefði týnt fjöri og áhuga á em- bættisverkum sínum, eða gerðust þaul- sætnir í þeim, ef þeir vanræktu skyldu sína og fengjust við alt milli himins og jarðar, — annað en einmitt alt það, er að stöðu þeirra laut. -----o----

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.