Skólablaðið - 01.04.1921, Blaðsíða 11
April 1921
SKÓLABLAÐIÐ
47
síðan au að ey, það sjá,
og nú dæmin lít hjer á.
Venja af vanur, hærri’ af hár,
hnetur af hnot og smærri af smár,
synir af sonur, stærri af stór,
styggja af stuggur, færi af fór.
Byggi af bjuggum, mýs af mús,
mylkja af mjólk og hýsa af hús,
býð af bjóða, fleyta af flaut,
flýg af fljúga, skreyta af skraut.
Jfess skal getið, að hljóðvarp það, að jo
verður að y, er afar-fátitt, enda í nútiðar-
máli breytt í aðra stafi, svo sem í dæminu
í jó, því að m j ó 1 k hefir áður verið m j o 1 k.
Halldór Briem.
-----0----
-== ÚTLÖND ZEE-
—0—
Skólamál bolsivíka.
Merkur rithöfundur og vísindamaður
enskur, Bertrand Russel, gaf út síðastliðið
haust bók um bolsivikastefnuna og fram-
kvæmd hennar (The practice and theory of
Bolschewism), og þykir sú með merkustu
og óhlutdrægustu bókum um það efni. Höf-
undurinn er í rauninni jafnaðarmaður að
skoðunum, og öldungis vonlaus um framtíð
þeirrar þjóðfjelagsskipunar, sem nú er.
Hann kemst þó að þeirri niðurstöðu, að
bolsivíkastefnan hljóti að verða undir í
Rússlandi, beinlínis eða óbeinlínis. Ekki
vegna þess að hugsjónin sje ekki fögur og
í rauninni framtiðarvon mannkynsins,
heldur af því, að aðferðir bolsivíka sjeu í
mörgu rangar og óbilgjarnar, og fram-
kvæmdir á hugsjónum þeirra sýnilega ekki
tímabærar vegna vanþroska kynslóðar-
innar.
Einn kafli bókarinnar er um skóla og
kenslumál með bolsivíkum. Sá kafli er þó
ekki eftir Russel sjálfan, heldur skrifara
hans, ungfrú Black, sem líka dvaldi í Rúss-
landi og dæmir hjer eftir eigin sjón.
Mikið orð hefir verið á því gert, og varla
um skör fram, hve bolsivíkar hafi gert sjer
far um að bæta kenslu og uppeldi, og skal
þvi drepið hjer á skoðanir ungfrú Black
um þetta mál:
Bolsivíkar hafa komið upp miklum fjölda
af aHs konar hælum fyrir börn, dvalarheim-
ilum í sveit o. s. frv. Og í glæsilegum höll-
um, þar sem aðalsmenn einir stigu fæti áður
meir, hafa þeir komið upp stóreflis barna-
skólum, sem hagað er eftir nýjustu vísind-
um á hverja grein. þar er kent með Mon-
tessori-aðferðum og öðrum allra-nýjustu
kensluaðferðum og kenslutækjum. Börnin
eru glöð og líður ákjósanlega. En þessir
skólar eru ekki eins viða og skyldi; sum-
staðar er skólalaust. Bæði er það.að bolsivík-
ar vilja helst ekki vinna að neinu nema í
stórum stíl, taka alt í stórum skrefum, og
svo hitt, að þeim þykir ekki allir gömlu
kennararnir fyllilega trúir bolsivikastefn-
unni, og hafa komist í kennarahrak. Jfeim
er það ljóst, hve hættulegir smáskólarnir
út um alt rikið gætu orðið þeim, ef kenn-
ararnir væru ekki öruggir, enda hatast hin-
ir yngri og eldheitu bolsivíkakennarar við
þá eldri kennara, sem ekki hafa viljað að-
hyllast stefnuna. En svo hefir farið, að
flestum smáþorpaskólunum gömlu hefir
verið lokað. Og þó að nýju skólarnir sjeu
margir og stórir, telur ungfrú Black, að eigi
muni að samantöldu fleiri börn njóta skóla-
kenslu nú en fyrir byltinguna. (þetta mun
þó trauðla rjett, ef trúa má ýmsum öðrum
frásögnum um það).
Eitt höfuðviðfangsefni skólanna er það,
að innræta börnunum kenningar bolsivíka;
sú kensla kemur í stað trúarbragðafræðsl-
unnar og meir en það. Söngvar og dansar,
sem er lif og yndi rússneskra barna, og
hvað eina er notað til að rótfesta með þeim
lífsskoðanir bolsivika.
En fyrir utan börnin hafa bolsivíkar tek-
ið unglingana og fullorðna fólkið i skóla,
og unnið þar stórkostlegt verk. J?ar verður
að visu að 'halda spart á tímanum, og verð-
ur því ekki komist yfir annað en lestur og
skrift — og svo bolsivíkakenningarnar, sem
aldrei er gleymt. Að því búnu eru þeir full-
orðnu sendir aftur til vinnunnar eða í
herinn.
Ungfrú Black þykir lif og líðan barnanna
í þessum fyrirmyndarskólum stinga mjög í
stúf við þá vinnuhörku og stranga aga og
sjálfsafneitun, sem biði þeirra, þegar út í
lífið komi í ríki bolsivíka. því hjer er fyrst