Skólablaðið - 01.04.1921, Qupperneq 10

Skólablaðið - 01.04.1921, Qupperneq 10
46 SKÓLABLAÐIÐ Aprll 1921 fara að meta svörin, á annan hátt en hægt er með beinni talningu, þá er raskað sjálf- um grundvelli þessara prófaðferða, og í rauninni komið í gamla farið aftur. þessar prófaðferðir eiga að gera það kleift, að bera saman bæði deildir skólans innbyrðis, og svo einn skólann við annan. En til þess er nauðsynlegt að hafa fast kerfi spuminga eða úrlausnarefna, hið sama fyr- ir alla, og úrlausnarefnunum þarf að skipa vel fyrir fram. En sjeu sömu úrlausnarefni í stórum skóla, og ekki sje hægt að prófa alla nemendur samtímis, er það auðvitað, að kvisast getur um úrlausnarefnin, og gæti það ruglað prófið, ef veruleg brögð eru að þvi. Lika er það, ef þröngt er í bekk, að mjög erfitt er að koma í veg fyrir að nem- endur hjálpi hver öðrum, eða að þeir lak- ari reyni að skygnast í svör hinna; það er auðvelt, ef svörin eru stutt og einföld, sem jafnaðarlega er, ef börn eru prófuð. pá er og eitt mjög mikils vert um saman- burð á frammistöðu bekkja eða skóla. þeg- ar prófa á, að minsta kosti óvaninga, verð- ur kennarinn, eða sá sem prófar, að gera nemendum nokkra grein fyrir prófaðferð- inni og hvemig þeir skuli að fara. Fyrir böm og lítt þroskaða nemendur getur þessi undirbúningur skift mjög miklu, og munur- inn á honum getur verið mikill. pó að tveir kennarar t. d. segi eða skýri jafnmikið báð- ir, geta þeir gert það svo mjög á tvennan hátt, að annar geri fremur að rugla nem- endurna en að leiðbeina þeim; hann er ef til vill óskýr í máli eða þvöglumæltur, og hefir það ákaflega mikla þýðingu við staf- setningarpróf. Og ef hinn gerir glögga og skarpa grein fyrir prófinu, og fer með hvert orð hárrjett og skýrt, geta tvær deildir frá upphafi staðið mjög ójafnt að vígi. þessar nýju prófaðferðir eru stærðar- fræðigrein, og er því næsta lauslega tekið hjer á efninu. Athugasemdir þær, sem hjer eru til tíndar, eru bygðar á stuttri reynslu, og á byrjunarstigi hjer. En þó mun það revnast ekki fjarri sanni, sem hjer er sagt. En sjeu þessar prófaðferðir bomar í heild sinni saman við eldri aðferðimar, eru marg- ir kostir þessara svo yfirgnæfandi, að ekki getur dulist. Og með aukinni leikni kenn- ara og nemenda að nota þær, hverfa marg- ir þeir agnúar, sem óhjákvæmilegir era í byrjun. H. Hjv. ----0---- Fáein orð um hljóðvörp í íslensku. Allir, sem eitthvað þekkja til íslenskrar málfræði, kannast við hljóðbreytingar þær, er kallast hljóðvörp. Stafir þeir, sem geta orðið fyrir hljóðvarpi, kallast h 1 j ó ð- verpilegir, og eru það stafirnir a, á, o, ó, u, ú, jo, ju, jó, jú, au. Hinir, sem ekki geta fengið hljóðvarp, kallast ó h 1 j ó ð- v e r p i 1 e g i r, og eru það stafirnir i, í, ei. Stafi þá, sem hafa orðið fyrir hljóðvarpi, vil jeg kalla hljóðverpinga, og eru það stafirnir e, y, ý, æ, ö. Stafir þeir, sem hljóð- varpinu valda, eru I og u, og kynni að mega kalla þá v e r p i v a 1 d a, og er þá ýmist, að þeir eru í orðinu (endingu þess), þar sem hljóðvarpið er, t. d. s a g a, s ö g u r, eða þeir eru fallnir burt, t. d. 1 a n d, 1 ö n d. Stund- um hafa og aðrir stafir komist inn I end- inguna, sem ekki valda hljóðvarpi, t. d. hann k e m u r, áður kemr af koma, hjer veldur hljððvarpinu 1, sem upphaflega hef- ir verið í endingunni og sjá má af eldri málum en íslenskan er og sem hún stafar ar frá, en u er svo komið inn í nútíðarmáli. Hljóðvarp það, sem u veldur, u-hljóðvarp- ið, er auðvelt að muna, því það er aðeins það, að a breytist f ö, t. d. s a g a, s ö g u r, ta 1 a, tölur, en breytist einnig í afleiðslu- endingum og beygingarendingum i u, t. d. kallari, köllurum, skrifari, skrif- urum, kölluðum, skrifuðum. Hljóðvörp þau, sem i veldur, i-hljóðvörp- in, eru aftur á móti nokkuð mörg, og vill nemendum því oft veita erfitt að læra og muna þau öll. Til þess að gera dálítinn ljetti í þessu efni, era hjer settar nokkrar vísur, er nú skal greina: Breytast a og o 1 o, á og ó í æ jeg sje, þá og verður o að y, einnig Jo, u, Ju að þvl. því næst hljóðin Jó, ú, Jú jafnframt verða' að ý öll þrjú,

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.