Skólablaðið - 01.04.1921, Síða 4

Skólablaðið - 01.04.1921, Síða 4
40 SKÓLABLAÐIÐ , Aprll 1921 ast við, að hart eftirlit gæfist ekki vel, ylli óvinsældum og illindum. Stundum er og erfitt að skera úr, hvenær embætti er þannig gegnt, að víti varði eða stöðu- missi. það er auðvitað, að læknum má hvergi þola drykkjuskap, síst í bann- landi. En ekki er ávalt hægur leikur að leysa úr, hvenær kennari fyrirgerir em- bætti sínu. Kennari getur verið stund- vís, vel að sjer í kenslugreinum sínum, reglumaður í hvívetna, skilað nemönd- um sæmilega til prófs, en kallast þó með rökum óviðunanlegur. þessi ummæli má ekki skilja svo, sem jeg telji alt eftirlit gagnslaust, hje- góma einn. Umsjón getur komið að n o k k r u gagni, þótt fjarri fari, að hún geri n æ g i 1 e g t gagn. Galdurinn er að finna ráð, sem bæti úr þeim göllum, sem á hefir verið drepið. Mjer virðist það horfa til bóta, að sum embætti yrði ekki veitt æfilangt, heldur að eins til nokkurra ára, t. d. sex ára. Á jeg hjer einkum við sum efstu embætti, sem eru í senn æðsta varð- stöð tiltekinna mála eða málaflokka og sömuleiðis aðalsmiðja eða miðstöð allra umbóta í þeim, eins og landlæknisem- bættið er í heilbrigðis- og læknamálum, fræðslumálastjóraembættiðí allri bama- fræðslu. Til þessa flokks embætta tel jeg og allar merkustu skólastjórastöð- ur. 1 flokk með því veitingalagi, sem hjer er lagt til, ætti yfirleitt að skipa þeim stöðum, þar sem mestur voði stendur af sljóleik, vjelgengi og van- rækslu, en brýnust er þörf á, að hlutað- eigandi embættis- eða sýslunarmaður hafi allar skyndyr opnar í víða gátt, sí- kvikan áhuga, fjömga hugkvæmni í starfinu, geti brugðið fyrir sig tilþrif- um í röggsemi og framkvæmdum. Ríkinu er í sumum efnum undarlega farið. Eftir vikudvöl á valdaloftinu má hæglega fleygja ráðherra á höfuðið of- an alla stiga óvirðingar og smánar. En ellisljór skólastjóri getur setið í sæti sínu ár eftir ár, ef hann brýtur ekki því háskalegar skyldu sína. Sannast hjer, að skamt er öfganna á milli, vandratað og vandfundið meðalhóf í sveigjanleik og festu skipulags og stofnana. Jeg ætla, að um of sje auðskift um stjóm- ir, en aftur of torskift um menn í þau embætti, er nefnd hafa verið, eða líkt er á komið um og þau. Ef menn hugsa fast um núverandi fyrirkomulag, held jeg, að þeim verði ljóst, að það er furðulega fráleitt. Er nokkurt vit í, að veita t. d. 35 ára göml- um manni mikilvægt skólastjóraem- bætti æfilangt, eða t. d. þangað til um sjötugt, svo að ekki sje kostur á að koma honum braut nema með brott- rekstri og vansæmd í óhjákvæmilegum kaupbæti ? Og villan felst ekki í að veita stöðuna 35 ára gömlum manni, — slíkt getur verið ágætt, — heldur í hinu, að veita æfilangt. Með þessu lagi verður ef til vill afbragðs-skólamanni alvarnað að þreyta krafta í skólastjórastöðu. Er þetta ráð til að tryggja hagfeldar breyt- ingar og þroska, sem lögmál lífsins heimtar endalaust af hverjum einstak- ling og hverri starfandi stofnun? Ef vjer óhlýðnust því hinu mikla boði, gín við afturför og andlegur dauði. Alt líf og allar lífskvíslir velta hvíld- arlaust áfram. Sífelt skiftir þessi mikli og margvíslegi straumur að einhverju leyti um farveg. Sífelt eru og gerðar nýjar athuganir, nýjar uppgötvanir, er breyta kreddum vorum og kenningum. Andlegum nýjungum þurfum vjer hjer norður í hafisnum að veita nákvæma eftirtekt, freista að dragast ekki aftur úr menningarlestinni. Gaman væri og, að vjer gætum einhverstaðar vísað á nýjar leiðir, þótt í smáu væri. Hver hálf- ur áratugur, næstum því hvert ár, fær-

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.