Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ MÁNAÐARRIT UM UPPELDI OG MENTAMÁL ÚTGEFENDUR: ÁSGEIR ÁSGEIRSSON, HELGI HJÖRVAR OG STEINGRÍMUR ARASON XIII. ÁR JÚNÍ 1921 6. BLAÐ Nám og skemtun. I síðasta blaði Skólablaðsins er birt fróðleg hugvekja og athugaverð eftir Steingrím lækni, skýrsla um heilsufar og þroska skólabarna, fjörug og hnitt- in og kemur víða við, eins og vant er hjá honum. Margvíslegar hugleiðingar gætu spunnist út af grein Steingríms læknis. — það er bert af skýrslu hans, að sveitabörn, sem hann hefir rannsakað, standa kaupstaðabörnum langt framar að líkamsþroska. Allir vita það, að góð- ur líkamsþroski er lífsnauðsyn, svona al- ment sjeð. Hollur þroski er að vísu ekki æfinlega sama og þyngd eða mikil hold, stundum jafnvel þvert á móti, og slíkar rannsóknir sem þessar væru þá fyrst verulega fullnægjandi, ef það yrði sýnt, hver af börnunum þola best lífið sjálft, hver best verjast smitun, berkl- um, kvefi og farsóttum og öðrum slík- um ófagnaði. En þetta er mjög víðtækt mál og flókið, og til þess þyrfti langar og víðtækar rannsóknir, eins og Stein- grímur læknir bendir á. Flestir munu geta tekið undir það,sem hann segir um sveitina og kaupstaða- mölina fyrir börnin. En malirnar byggj- ast og byggjast eins fyrir því, börnin fæðast þar og eru alin upp á mölinni. I þessu efni verður margur maðurinn, þar á meðal Steingrímur læknir sjálf- ur, að breyta ver en hann veit. — En það var ekki tilætlunin að fjöl- yrða um þetta. Steingrímur læknir tekur fram meg- inástæðurnar fyrir því, hve sveitaböm eru yfirleitt námfúsari en kaupstaða- börn, og hafa hlutfallslega miklu meiri not af kenslunni. En það er fyrst fá- sinnið, svo að skólagangan verður þeim nýjung og hátíð, og kemur á þann hátt öllu hugsanalífi barnsins í hrær- ingu. Hitt er sveitastörfin, sem ósjálf- rátt innræta þeim meiri elju og ábyrgð- artilfinningu en til er að dreifa hjá kaupstaðabörnum yfirleitt. „Jeg held að kenslan í kaupstaðar- skóla þurfi að vera með alt öðru sniði og fyrirkomulagi til að vekja eftirtekt og áhuga barnanna álíka vel og kenslan í sveitaskólunum“, segir Steingrímur læknir. „Færri kenslustundir á dag, styttri skólatími, meiri leikfimi og úti- vist og langtum meiri handavinna. pegnskylduvinna!" þetta um leikfimi og útivist og vinnu er hverju orði sann- ara. þegnskylduvinnan hefir nú raunar verið kveðin niður með alþjóðaratkvæði, svo hana má trauðla nefna á nafn, nema nú væri fallinn á hana nýr og útlendur ljómi af því að hugmyndin hefir kom- ið fram erlendis eftir styrjöldina. — Um stundafjölda og kenslutíma má deila; þar getur verið bæði of og van. En svo bætir Steingrímur við: „Helst þyrfti skólinn að vera undir það eins eftirsóknarverður fyrir börnin og — Bíó.“

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.