Skólablaðið - 01.06.1921, Qupperneq 6

Skólablaðið - 01.06.1921, Qupperneq 6
6fi SKÓLABLAÐIÐ Júni 1921 hefir farið margsinnis yfir efnið, er hætt við að áhrif þess á huga hans sljóvgist. pað er sálfræðileg staðreynd, að fyrstu áhrifin eru sterkust. petta er ástæðan fyrir því, að sumum ræðu- mönnum tekst betur, þegar þeir eru óundirbúnir, en þegar þeir hafa haft nægan tíma og vandað sig vel. það er ágætt ráð, til að koma í veg fyrir þetta, að endurhugsa hverja hugsun áður en hún er sögð; láta hana hafa sem fyllst áhrif á hugann og tilfinningarnar, áð- ur en byrjað er að flytja hana, hversu þaulkunnug sem hún kann að vera les- aranum. það er sem sje nýleg uppgötv- un sálfræðinnar, að hrifning, sem kem- ur taugakerfinu í sjerstakt ástand, sendir öldur alla leið út í taugaenda raddfæranna og gefur röddinni litblæ samhljóða tilfinningunni. Menn hafa að sönnu alt af vitað, að ótti vekur ann- an raddblæ en reiði, sigurgleði annan en ástblíða o. s. frv., en menn hafa ekki gert sjer grein fyrir að áhrifasambönd eru milli aðalstöðva tilfinningalífsins og raddfæranna, svo að hver tilfinning eigi sjerkennilegt bergmál í röddinni. Til þess að geta endurhugsað hverja hugsun efnisins áður en hún er sögð, þarf lesarinn að vera leikinn í að renna augunum hratt, svo að hann geti skynj- að í einu nógu mörg orð til að mynda heila hugsun. Mörgum lesara verður á að byrja að tala strax þegar hann hef- ir lesið eitt orð. þá veit hann ekki hvað á eftir kemur, veit ekki hvaða hugsun er í setningunni, af því verður lestur- inn ólíkur ræðu, óeðlilegur og oft hik- andi. Lesturinn þarf því að fara þann- ig fram: Skynjun augans berst fyrst til miðstöðvar sjónarinnar í heilanum. þaðan mega ekki ganga boð til talfær- anna um að frambera það sem sjeð var; heldur verður það sem skynjað var að fara frá miðstöð sjónarinnar inn í mið- stöð hugsunarinnar, og svo þaðan til talfæranna, þá verkar hugsun og til- finning á rödd og hreyfingar, svo að lesturinn verður lifandi. Lesari, sem lif- ir þannig í efninu og sjer það sem hann er að segja frá, hjálpar áheyrend- unum til að sjá það líka. þar sem augað er æft í að starfa á undan röddinni, hefir framburðurinn alla þá f j ölbreytni raddarinnar, sem ein- kennir talað mál. Hugsunin í hverri línu verkar á hugsunina í öllum hinum og alt tengist saman í heildarhugsun að ákveðnu takmarki. Lestrarleikni sú, er þarf til þess að grípa efnið áður en það er talað, fæst að eins með langri æfingu. En því má ekki gleyma, að þetta atriði er ekki ein- hlítt til þess að gera lesturinn góðan. Lesarinn getur náð heildarhugsun áður en hann byrjar að tala, skilið hana vel, borið greinilega fram, með rjettum áherslum, og þó getur lestur hans ver- ið áhrifalítill. Hann þarf bæði að lifa sig inn í ástandið, svo að það veki til- finningar hans, og sömuleiðis þarf rödd hans að vera svo hlýðið verkfæri hug- arins, að hún flytji þær áheyrendunum. Til eru mörg ágæt ráð til þess að æfa samvinnu hugar og raddar; t. d. fjöl- bre.vtni í raddstyrk og raddblæ, fjöl- breytni í raddhæð, lenging áherslu- hljóðstafa og þagnir rjettrar tegundar og á rjettum tíma. Öll þessi ráð ættu að gera lesturinn eðlilegri og óbrotnari, og draga úr lestrarkækjum fremur en auka þá. Bygging með fjölda herbergja helst öll heit, ef eldurinn í miðstöðinni brenn- ur glatt. Svo er og um eld áhugans í huga lesarans; sje hann logandi, munu öll önnur atriði sjá um sig sjálf, að mjög miklu leyti. Orð hans verða lif- andi og halda áhuga áheyrendanna lif- andi. En eldur er hættulegur; honum verð- ur að halda innan vissra takmarka. Of-

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.