Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 2

Sovétvinurinn - 01.10.1935, Blaðsíða 2
[Sovétvinurinn] Sovétvinupinn, blað Sovétvinafélags íslands, kemur út annan hvern mánuð. — Askriftagjald er 2 krónur. — Verð þessa blaðs er 40 aurar. AFGREIÐSLA: Skrifstofa Sovétvinafélags íslands, Lækjargötu 6. — Reykjavík. — Pósthólf 392. Ábyrgðarm.: KRISTINN E. ANDRÉSSON FÉLAGSPRENTSMIÐJAN, REYKJAVÍK. Efni þessa blaðs er m. a.: Sigur sósíalismans, Björn Franzson. Kínverska byltingin, Hendrik J. S. Ottósson. Rauða hættan, ritdómur, Aðalbjörg Sigurðardóttir. Kveðja Sovétæskunnar, Hd. St. Æsklýðurinn í Sovétríkjunum, Eiríkur Magnússon. Geta menn ekki orðið kapitalistar í Sovétríkjunum, Har. S. Norðd. Frá Sovétvinafélaginu. Sendinefnd getur ekki farið í haust til Sovétríkjanna, en aftur á móti cr ákveðið, að nefnd fari næsta vor, ekki færri en fimm menn. Verða það lielzt sjómenn og bænd- ur, eins'og gert var ráð fyrir með haustnefndina í fyrra. Ferðinni og undirbúningi hennar verður eins liáttað og undanfarin ár, og kostnaður verður svipað- ur. I fyrra var dálítil söfnun hafin, einkum á Aust- fjörðum, og liggja þeir peningar í sjóði hjá Sovét- vinafélaginu og ganga til þessarar sendinefndar. Nú er nauðsynlegt, að á hverjum stað sé í tíma hafinn undirbúningur, þessvegna tilkynnir félagið svona snemma för nefndarinnar. Með hverju ári er skemmtilegra að heimsækja Sovétríkin, enda stend- ur ekki á mönnum, sem þrá að ferðast þangað, en það verður að velja í svona nefndir greinda og skýra menn, sem geta sagt verkalýðnum og öðrum lands- mönnum skilmerkilega frá þvi, sem ber fyrir augu þeirra og eyru á ferðinni. Menn af hvaða stjórnmála- flokki sem er geta komizt í þessa nefnd, svo framar- lega sem þeir liafa traust ákveðins fjölda verka- manna eða bænda á bak við sig. Stjórn Sovétvinafélagsins æskir nú þess að fá til- lögur sem viðast að af landinu um undirbúning ferð- arinnar, bæði fjársöfnun, val manna o. s. frv. Af Rauðu hættunni eru aðeins fáein eintölc óseld. Sovétvinafélagið hef- ir alls ekki getað afgreitt allar pantanir að henni, heldur oft orðið að senda færri eintök en beðið hefir verið um. 1 nokkrum verzlunum í Reykjavík en enn- þá hægt að fá Rauðu hættuna keypta, en út á land hefir hún aðeins verið send til áskrifenda, eða gegn pöntun. Eitt og eitt eintak getur Sovétvinafélagið enn þá útvegað, en þó er nú hver síðastur fyrir þá, sem ekki vilja missa af bókinni. Flug er uppáhalds-íþrótt æsku- lýðsins í Sovét-ríkjunum. í sér- stökum skólum, Osoviachim, geta ungir verkamenn stundað flug- nám jafnhliða vinnu sinni. Ný- lega útskrifuðust af slíkum skóla í Leningrad 56 ungir verkamenn, er stundað höfðu flugnámið ein- göngu í frístundum sínum. Mynd- in sýnir 5 þeirra daginn, sem þeir tóku prófið. 2

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.