Sovétvinurinn - 01.10.1935, Síða 6

Sovétvinurinn - 01.10.1935, Síða 6
[Sovétvinurinn] Þórbergur Þárðarson: Qcluc)gl' Ajcettcm. Ritdómur eftir frú Aðalbjörgu Sigurðardóttur. Það er í stnttu máli saí<t laiiíjt síðan, að eg hefi lesið bók, sem eg hefi orðið eins hrifin af og þess- ari Rússlands ferðasögu Þórbergs Þórðarsonar. Hún snerli bæði hugsana- og tilfinningalíf mitt þannig, að það var sem mér opnuðust nýir heim- ar og eg sá í sýn nýtt mannkyn á nýrri jörð. Að vísu veit eg, að óvíst er, að sú sýn verði nokkurn tíma að veruleika, en eg er þó þakklát því, sem lét hana hera fvrir mig, á þessum dögum vonlevs- is og vandræða. Hvað er það þá í þessari bók, sem snerti mig svo mjög? Vitanlega er liún afbragðs vel skrifuð, eins og Þórbergur á vanda til, svo að frá stílsins lilið er nautn að lesa hana, að undanteknum nokkr- um óþörfum klúryrðum, sem stundum slæðast með hjá þessum höfundi. Ádeilur Iians á andstæðing- ana eru reyndar líka stundum nokkuð harðar, og kunna sumar að þykja ósanngjarnar, en eru þó allt af, þegar betur er að gætt, öllu fremur ádeil- ur á fyrirkomulag en á menn. Samt sem áður er það ekki fyrst og fremst eða eingöngu stíllinn, sem náði tökum á mér. Ekki er það heldur sá liluti bókarinnar, sem hefði getað verið skrifaðar í Sviþjóð*), eða ein- hverju öðru landi en Rússlandi, og á eg þar við skýrslur og tölur, sem eiga að sanna hinar stór- felldu framfarir, sem orðið hafa á Rússlandi, síð- an á dögum bvltingarinnar. Reyndar er þetta lit- ill hluti bókarinnar. Þá er það ekki heldur hugleiðingar og saman- burður höfundarins um ástandið í Sovét og á Vest- urlöndum, þar sem hrifning hans sjálfs fær útrás í ákveðnum dómum og hann flytur þjóð sinni með eldheitum orðum gleðiboðskap sameignarstefn- unnar. Nei, það sem gagntók mig með krafti hins ein- falda, látlausa sannleika, eru myndir þær, sem höf. bregður upp frá Rússlandi, ferðasagan sjálf, lýs- ingarnar af samskiptum hans við „félagana“, kynn- um hans af ýmsum einstaklingum hinnar stóru rússnesku þjóðar. Það er með öðrum orðum leift- ur af rússnesku þjóðinni sjálfri, eins og hún er nú, stigin upp fir eldskírn kúgunar, byltingar og alls- *) Ragnar Kvaran segir í ritdómi í AlþýðublaSinu, að mestöll bókin gæti eins vel verið skrifuð í Svíþjóð. Frii Aðalb.jörg Sigurðardóttir konar óútmálanlegra þjáninga og hörmunga. Þess- ar myndir eru dregnar upp með snilli listamanns- ins, svo þær verða algerlega lifandi í huga lesand- ans. En þær bera líka mót þeirrar sterku sannleiks- elsku, sem er eitt af séreinkennum Þórhcrgs Þórð- arsonar, bæði sem manns og rithöfundar. Það leyn- ir sér ekki, að Þórbergur er mjög hrifinn af fólki þvi, sem hann segir frá, þó dettur honum ekki i liug að reyna að leyna göllum þess. Það er barna- legt, hleypidómafullt á vissum sviðum, ekki allt af sjálfu sér samkvæmt í þeim svörum, sem það gefur við spurningum Þórbergs o. s. frv. En það er elskulegt, vingjarnlegt, fullt af áhuga og trú á lífinu. Fæ eg ekki betur séð, en að Þórbergur haldi öllum sönsum og gagnrýni i viðskiptum sínum við fólkið, og vilji augsýnilega um fram allt satt segja. Nokkru áður en eg las bók Þórbergs, hafði eg lesið aðra bók frá Rússlandi; ef til vill átli hún sinn þátt í áhrifum bókar Þórbergs. Það var skáld- saga eftir enska höfundinn James Hilton. Hún er frá síðustu dögum keisarastjórnarinnar, segir frá réttarfari þess tímabils, frá útlegð i Síbiríu, og síð- an frá byltingu, gagnbyltingu og aftur gagnbylt- ingu, eða baráttunni á milli rauðu og hvítu sveit- anna á dögum byltingarinnar. Bókin er hlutlaust skrifuð og lýsingarnar ágætar. En það, sem aðal- lega gefLir henni gildi, eru lýsingar hennar á rúss- neskri alþýðu. Lesandinn hlýtur að fara að elska þetta þrautpínda fólk, fáfrótt, óhreint, hungrað og ruddalegt, en þó fullt af frumstæðri orku, þolgæði, dæmafáum hæfileika til að líða og fórna sér fyr- ir það, sem það elskar, og óvenjulegum vingjarn- leik viðmótsins, svo að jafnvel fangaverðirnir, sem 6

x

Sovétvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.