Sovétvinurinn - 01.10.1935, Síða 14

Sovétvinurinn - 01.10.1935, Síða 14
[Sovétvinurinn] sinn ólilutdrægt og einarðlega. Á þann úrskurð láta þau engar móðganir, blaðaárásir jué aðrar aðferðir, hafa nokkur áhrif. Eg held eg hafi áður i ráðinu, i samskonar deilum og þessari, skýrt svo greinilega grundvallaraðstöðu Sovét-ríkjanna, að ekki geti orkað tvímælis. Fyrir fulltrúa Sovét- ríkjanna getur ekki komið til mála að draga lilut cins herveldis gegn öðru, eða verja hagsmuni nokkurs. En eins og þér vitið, þá eru Sovét-ríkin fullkominn andstæðingur nýlendufyrirkomulags- ins, áhrifasvæða-politíkur og alls þess, sem ber merki landránastefmi (imperialisma). Fyrir Sovét-ríkin er aðeins um eitt atriði að ræða, að verja Þjóðabandalagssáttmálann sem friðartæki. Þetta tæki hefir þegar í undanförnum deilum beðið talsvert tjón; við leyfum það ekki, að ný tilraun verði gerð til þess að eyðileggja það algerlega. Við munum þurfa á því að halda, oftar en einu sinni til, og vafalaust við ennþá alvarlegri tækifæri. Ef við förum af þessum fundi með þeirri vissu, að fulltrúar þeirra þjóða, sem hér hafa kom- ið fram, hafi ákveðið og hátíðlega skuldbundið stjórnir sínar til þess að láta ekki framar við- gangast, að Þjóðabandalagssáttmálinn sem friðar- tæki verði brotinn, heldur verði honum beitt í öllum árásartilfellum, hver sem er orsök þeirra eða markmið, þá verður þessi fundur leiðarmerki á hinni nýju braut Þjóðabandalagsins. Eg get full- vissað yður um, að það land, sem eg er fulltrúi fyrir, mun engum standa að baki í lagalegri fram- kvæmd hinna alþjóðlegu skuldbindinga, sem það hefir tekizt á hendur, og allra sízt í því göfuga hlutverki, að tryggja öllum þjóðum frið, sem mann- kynið metur nú meira en nokkru sinni áður, eftir þær miklu þrengingar, sem það hefir nýlega orðið að ganga i gegn um. Við viljum ekki sjá slíka atburði koma fyrir aftur.“ Tjeluskinmyndin. Sú nýlunda gerðist fyrir skömmu í hinu viðburða- snauða lífi Reykjavíkurbæjar, að sýnd var kvikmynd frá Sovétríkjunum, tekin af hinum hcimsfræga Tjeljuskinleiðangri. Myndin hafði þau áhrif i bæn- um, að þúsundir manna, sem löngu eru orðnir þreyttir á glansmyndunum frá Hollywood og yfir- gefið höfðu kvikmyndahúsin fyrir fullt og allt, þyrft- ust nú inn í Gamla Bíó, fagnandi yfir þvi að sjá loks nokkur leiftur hins nýja tima. Biógestir urðu ekki heldur fyrir vonbrigðum. Menn kynntust þarna nýju lífi, þrungnu krafti og hetjuskap, og nýrri list, sem er sönn túlkun lífsins en ekki fölsk gylling dauðrar menningar. Vonandi gefst kostur að sýna sem fyrst fleiri nýjar kvikmyndir frá Sovétríkjunum. Nýjustu fregnir. Uppskeran. 10. sept. var lokið kornuppskeru á 79.198.000 ha. Þá voru ekki eftir óuppskornir nema um fimrn milljónir hektara, aðallega í Austur-Síberíu og í nyrztu héruðunum. Uppskeran varð mjög góð, svo að bændurnir liorfa öruggir á framtíðina. Samyrkju- búskapurinn eflist hraðfara og ásamt honum vel- megun bændanna. Sigling á norðurleiðum. 11. sept. komu sovétskipin „Anadyr“ og „Stalin- grad“ heilu og höldnu til Murmansk frá Vladivostok norðan fyrir Síberíu.Það eru fyrstu flutningaskipin, sem hafa farið á einu sumri þessa miklu norðurleið frá austri til vesturs. Um svipað leyti luku tvö önnur sovétskip „Vanzetti“ og „Iskra“ leiðinni austur, frá Leningrad til Vladivostok. Moskvablöðin um flokksþing nazista í Niirnberg. Með hvössu háði ræða Moskvablöðin, Pravda og Isvestia, 15. sept. um þing nazista í Niirnberg og æs- ingaræður foringjanna móti Sovétríkjunum. Pravda segir m. a., að öll stefnuskrá nazista sé orðin tómar eyður, sem þeir reyni nú að fylla upp með móður- sjúkum æsingahrópum gegn Sovétríkjunum og hern- aðaröskri. Ennfremur Iiæðisl „Manchester Guardian“ mjög að nazistunum: „Hinni trylltu árás Hitlers á Gyðing- ana fylgdu hinar venjulegu svívirðingar um Ráð- stjórnarríkin. Hugmyndir Hitlers, eins og allra naz- ista, eru engan veginn nýjar. Þær geta aðeins virzt nýjar, af því þær eru svo gamlar, að það hefir verið nægur timi til að gleyma þeim....Það er vafa- samt, hvort jafnvel í Þýzkalandi hefir verið tekin alvarlega árás Hitlers á Rússland, þrátt fyrir hróp hinna fylgisömu, smjaðrandi áheyrenda.“ Knattspyrna. Mikill kappleikur var háður 18. sept. á „Dynamo“- íþróttavellinum í Moskva milli knattspyrnumanna i Moskva og Ukraine. Liðið frá Ukraine hafði fyrir skömmu keppt i Paris og Belgíu, hafði sigrað „Red Star“ i París með 6 : 1 og belgiska vcrkamannasveit mcð 12 : 1, og unnið auk þcss fleiri sigra. Móti Prag hafði það aftur á móti tapað með 1 : 0, en þegar Moskva og Prag kepptu, varð jafn leikur 3 : 3. Það var því mesti spenningur, þegar Moskva og Ukraine kepjitu 18. sept. Um 80,000 óhorfendur söfnuðust á völlinn. Lok leiksins urðu þau, að Moskvaliðið sigraði með 6 : 2. 14

x

Sovétvinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.