Alþýðublaðið - 03.02.1965, Side 1

Alþýðublaðið - 03.02.1965, Side 1
EDSSUF 45. árg. — MiSvikudagur 3. febrúar 1965 — 27. tbl. Sjómannafélag Reykjavíkur hélt félagsfund í Iðnó uppi í gær, þar sem skýrt var frá samkomulaginu, sem náðist miili út- gerðamanna og sjómanna. Myndin er tekm á fundinum. (Mynd: JV). AMKO ULAG NA Fyrirvari um samþykkt hjá sjómannafélögunum Reykjavík 2. febr. GO. FUNDUR var haldinn í Sjómannafélagi Reykjavíkur klukkan 5 í dag. Þar skýrði Jón Sigurðsson formaðnr félagsins samkomulag það, sem náðist milli samninganefndanna eftir næturlangan fund, St. nótt. Samkomulagið er á þá leið, að skiptaprósenta á bátum frá 30—50 tonn verði 29,5% t 10 staði, en á bátnnm frá 30—50 tonn bækki hnn úr 29,5% I 31% í 11 staði. Hér hefur verlð miðað við annað Staerðarhlutfall, en gert var í miðlunartiHögu sáttasemjara, sem felld var í gær. Þar var stærðarflokkunin 30 — 70 tonn og 70 — 130 tonn. Hér er miðað við veiðar í net og á línu. Er þetta einkum gert með tilliti til báta frá 50 — 70 tonn, sem er algeng stærð t.d. á verstöðvum við Breiðafjörð. Engin hækkun náðist fram á nóta- kjörunum. Verður því um að ræða 1% lægri skiptahlut á þorsknót, heldur en á síldveiðúm. Hins vegar mætti meirihluti ferskfiskmats- nefndar á fundi með samninga- nefnd sjómanna um miðnætti í nótt, og féllust þeir á að falla frá því reglugerðarákvæði, að allur nótafiskur skuli skilyrðislaust vera slægður um borð í skipinu. Fallið verður frá þessu ákvæði, þegar svo stendur á að vinnslustöðvar geta viðstöðulaust tekið við fiski til vinnslu, eða sett hann í hæfa geymslu. Þó skal fiskurinn ætíð isaður um borð í bátnum. Allmiklar umræður urðu um samkomulagið og sýndist sitt hverj um. Þær umræður verða ekki rakt ar í þessari frétt. Jón Sigurðsson mælti með samþykkt samkomu- lagsins, þeu: sem hætt væri við að ýmis félög ryfu samstöðu þá, sem rikt hefur í'-samningunum að öðr- Framhald á 13. síðu. ^***********************************1**1*****1*** W WW1W WWVHWiWWIMMMmtWV Sjálfvirkt talsímðsamband við Akureyri opnað í dag Rvík. 2. febrúar 1965. MIÐVIKUDAGINN 3. febrúar, kl. 17.00 verður opnað sjálfvirkt tal- símasamband milli Akureyrar og Reykjavíkur svo og annarra sjálf- virkra stöðva innanlands. Notend- ur sunnanlands sem ætla að ná 1 símanúmer á Akureyri, velji fyrst svæðisnúmerið 96 og strax á eftir númer notandans. Hinsvegar þurfa notendur á Akureyri, sem ætla að tala suður, fyrst að velja hlutað- eigandi svæðisnúmer (91 Reykja- víkursvæðið, 92 Keflavíkursvæðið, Kaupa Loftleiðir nýja 93 Akranes, 98 Vestmannaeyjar) og notendanúmerið svo strax á eft- ir. Hverjar 6 sekúndur í sjálfvirku langlinusímtali milli Akureyrar og stöðvanna sunnanlands teljast aera eitt innanbæjarsímtal eða teljara- skref og kosta því kr 1.10, ef farlS er yfir það takmark (600 teljara- skref á ársfjórðungj), sem fólgið er í fasta afnotagjaldinu. Reykjavík( 2. febrúar EG. Um þessar mundtr eru staddir hér samningamenn frá Caniadair flugrvélaverksmiðjunum í Kanada. Eru þeir hér til viðræðna við ktjórn Loftleiða vegna væntan- legra fiugvélakaupa fétagsins að því að talið ex. Loftleiðir munu hafa í athugun að bæta einni eða tveimur Canadair skrúfuþotum 'af gerðinni Rolls Royce 400 við flugflota sinn. Að því er Alþýðublaðið hefur Framhald á 13. síðu. Lík fundið Rvík, 2. febrúar - ÓTJ. LÍK ÞORKELS Jóliannssonar, sem drukknaði í Þorlákshöfn II. des. sl. er nú fundið. ÞorkeU féil í höfnina og náðist ekki þaðan, þrátt fyrir djarflegar tiiraunir ungs vinnufélaga til að bjarga honum. Mikil leit var þegar ger® að líkinu, en án árangurs. Menn frá rafstöðinni að Efra-falli, haf« Samt gengið á fjörur svo til dag- lega, og ‘fundu þeir það svo á 11. tímanum í gærmorgun, við Ölfus- árósa. Herdís leikur Maggie Reykjavík, 2. febr. - OÓ. UM þessar mundir eru að hefj- ast í Þjóðleikhúsinu æfingar á leikritinu. Eftir syndafallið eftir Arthur Miller. Mikið hef- ur verið skrifað og rætt lun þetta leikrit og aðallega um fyr- irmyndir aðalpersóna þess, og að hve miklu leyti það fjalli um einkalíf og sambúð höfund- arins og fyrrverandi eiginkonu hans, hinnar frægu leikkonu Marilyn Monroe, sem framdi sjálfsmorð fyrir nokkrum ár- uní. Miller hefur sjálfur neitað að leikritið fjalli um einkalíf þeirra og hjúskap, en hitt fer ekki milli mála að fyrirmynd aðalkvenpersónu leiksins, Mag- gie, er Marilyn Monroe. Alls staðar þar sem leikrit þetta hefur verið sýnt hefur verið mikið rætt um hvaða leikkona ætti að leika aðal- hlutverkið, og á þetta ekki síð- ur við hér á landi en annars staðar, þegar þjóðleikhússtjóri tilkynnti í haust, að Þjóðleik- húsið mundi taka Eftir synda- fallið til sýningar á þessu leik- ári. Nú þurfa menn ekki lengur að vera með getgátur í þessu sambandi því ákveðið hefur ver ið að Herdís Þorvaldsdóttir fari með hlutverk Maggie hér. Alþýðublaðið háfði tal af Her dísi, og spurði hana hvernig legðist í hana að leika þetta margumtalaða og erfiða hlut- verk. Framhald á 13. síðu (tVMMMIVmWWWWmmWWHWWHWMWWMMWWWWWiW*************************

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.