Alþýðublaðið - 03.02.1965, Qupperneq 7
sem hér er alltof óþekktur
ÉG LAS á ný fyrir skömmu
Skáldsöguna „Hærværk” eftir
Tom Kristensen og þessu sinni
í hinu ágæta ritsafni ^Gylden-
dals, sem rekur í meginatriðum
einstaklingsafrek og samhengi
danskra bókmennta. Þá varð mér
til þess hugsað, að Tom gerðist
sjötugur í hitti fyrra án þess að
ég kæmi því við að láta hans gét
ið nokkrum orðum. Svo stóð til(
að hann yrði gestur listahátíðar
innar í vor, en það fórst fyrir og
þar með tilefni þess að gera ein-
hverja grein fyrir honum. En
kannski er betra seint en aldr-
ei, þó að þetta verði aðeins
sundurleitar hugleiðingar og
hann verðskuldi sannarlega
skárri kynningu.
Danir eru sízt á eitt sáttir um
snilli þessa manns. Sumir álíta
hann bezta núlifandi ljóðskáld
þjóðar sinnar, aðrir vegsama
skáldsöguna „Hærværk” öðru
fremur Tom Kristensen til
frægðar, og naumast leikur á
tveim tungum, hvers virði ferða-
bækur hans og snjöllustu rit-
gerðir og þýðingar séu. Hann er
sannkallaður þúsund þjala smið-
ur. Ritstörf hans myndu því
mörgum íslendingum næsta for-
vitnileg. Hann hlýtur að teljast
allt of óþekktur liérlendis. En
Tom hefur líka góðu heilli slopp-
ið við þá ógæfu( að skáldskap
hans væri spillt á viðundurslegri
íslenzku.
Tom Kristensen mun víst kunn
astur af skáldsögunni „Hær-
værk‘‘ þessari furðulegu dverga-
smíð, sem upphaflega kom ýms
um harla einkennilega fyrir sjón
ir, en hefur nú löngu borið höf-
undinum ótvírætt vitni um
dirfsku, hugkvæmni og persónu-
leika og hlotið merkilega sér-
stöðu. Samt er hún ekkert eins-
dæmi af hans hálfu. Enginn
ræðst til fylgdar við Tom um
Ítalíu eða Spán án þess að ferða-
bækur hans verði lesandanum ó-
gleymanlegar. Helztu ritgerðirn-
ar sverja sig í sömu ætt, en
eigi að síður þykir mér vænst
um ljóð hans, fegurð þeirra og
fjölhæfni, þá listrænu vand-
virkni. sem þar kennist, óg
hversu skóldið liefur jafnt á
valdi sínu alvöru og gamansemi.
Tom Kristensen er að' sönnu mis-
tækur eins og allir miklir af-
kastamenn, en þvílík snilld og
unun, þegar honum tekst upp!
Maðurinn hefur og margt lifað,
fæddist í Lundúnum, ólst upp
í Danmörku og lauk þar háskóla-
námi, en lagði svo stund á sitt
af hverju, varð kennari, blaða-
maður, víðförli, þýðandi, skáld
og rithöfundur. Líferni hans var
slíkt, að hann blótaði flesta guði,
og enn vex honum varla í aug-
um að bregða á leik eða ráðast
í erfiði. Hann er engum öðrum
líkur að sjá eða heyra. Návist
hans á fundum dómnefndarinn-
ar, sem úrskurðar bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs, verð-
ur mér áreiðanlega rík í minni.
Hann brá „stórum svip yfir dá-
lítið hverfi” bæði í Stokkhólmi
og Kaupmannahöfn, hvort held-
ur var við umræðurnar og at-
kvæðagreiðsiurnar eða máltíð-
irnar. Nú mætir hann ekki fram-
ar á þeim málþingum, læzt vera
gamall, en þætti þar vafalaust
yngstur í andanum.
Þá gef ég Tom Kristensen
orðið. Fyrsta ljóðabók hans hét
„Fribytterdrpmme” * og hafði
að geyma kvæðið Berserkjabrag,
sem Magnús heitinn Ásgeirsson
þýddi af undraverðri íþrótt:
Það skein í Bæheimsbyggðum
einn bær með háa turna,
með hundráð háa turna
og hallir eins og stóð,
og kát og fjörug fljóð
og fullan bæjarsjóð.
Ein liáborg hundrað turna,
sem hreint í gulli óð.
Það sat í Bæheimsbyggðum
einn berserkur með sveina,
með þúsund svakasveina,
en sáralítið gull.
En pyttlan fæst ei full,
ef fólkið vantar gull,
og þúsund svakasveina,
þá sefar ekkert bull.
í Bæheimi var barizt,
og berserkurinn gamli,
' hann réðst með brauki og
bramli
á borgarkastalann,
og blóð um rústir rann,
og ráðið inni brann,
og fólk í fleinasvamli
til fjandans sendi hann:
Það skein í Bæheimsbyggðum
einn bær með helga turna.
Um hærri helgiturna
menn höfðu aldrei spurn.
í blossum báls hver turn
þar brast sem eggjaskurn,
og þegar heim þeir héldu,
var hvergi nokkur turn.
Hjá Mikjálsmunkum fundu
þeir mikinn fjölda af kistum
og fundu í fjölda af kistum
i fjölda af kistlum gull
og klausturkerin full
með klerkamjöð og gull,
en þegar heim þeir héldu,
var hvergi nokkurt gúll.
Þeir hittu að húsabaki
á hóp af fríðum meyjum,
af þrýstnum, þýðum meyjum,
— og þá hljóp djöfsi í spil.
Við loga og baugabil
hver berserkur fékk yl,
en þegar heim þeir héldu,
var hvergi meyja til.
Og þegar heim þeir héldu
frá háborg glæstra turna,
frá háborg hundrað turna,
var hvergi nokkur turn,
var livergi nokkurt gull,
var hvergi nokkur mær,
og þegar heim þeir héldi,
var hvergi nokkur bær.
Til samanburðar læt ég fyljgja
næst síðasta erindið á frúm-
málinu og spyr svo, hvort ætlazt
verði. til nákvæmari og snjjpll-
ari túlkuhar: 1
De fandt í snævre Gyder
en Hoben smækre Tpse,
en Hoben lækre Tpse,
og saa var Fanden lps.
Hver Lanseknægt, som frps,1
blev hed af Brand og T0s.
Men der de drog fra Byefi,
saa var der ingcn T0s. , ;
Síðasta ljóðabókin, sem Topy
Kristensen hefur látið frá sér
fara, „Den sidste Lygte,” endar
þannig, og nú kemur til söguiih-
ar danska, þar sem meistaralega
er kveðið: ol
Begik ,du Livct, y-
bedrev du Livet,
som det er givet,
du bpr og gpr,
saa er det givet,
at alt i Livet, —
det blev dig givet,
fordi du tpr. 1
For alt i Livet,
som blev dig givet,
er Lys og M0rke
Framhald á 13. síðu.
!l!llliil!i),
□ □□□□□
í FORYSTUGREIN Alþýðu-
ijiannsins, blaðs jafnaðar-
manna á Akureyri eru land-
búnaðarmálin rædd fyrir
skömmu.
í lok greinarinnar segir:
Vér viljum leggja þessi at-
riði fram í umræðurnar:
1. Landbúnaðurinn á hvorki
að vera hornreka né eftirlæti
ríkisfyrirgreiðslu. Hann á
hvorki að skoðast sem vand-
ræðabarn né eftirlætissonur,
heldur blátt áfram jafnréttis-
atvinnuvegur við aðra höfuðat-
vinnuvegi landsmanna: sjávar-
útveg, iðnað, verzlun og sigl-
ingar.
2. Lífskjör manna og lífs-
þægindi eiga að vera sambæri-
leg við landbúnað og við aðrar
atvinnugreinar.
3. Gera þarf heildaráætlun
um, hvernig svo megi vera,
án þess að landbúnaðurinn
verði ómagi á öðrum atvinnu-
greinum og þó að það verði
aíltaf matsatriði, má ekki skirr
ast við að horfast í augu við
þann vanda, svo sem hve langt
skal teygja vegi, síma og raf-
magn um strjálbýli.
4. Endurskoða verður þátt
verðlags landbúnaðarvara í
kaupgjaldsvisitölu með það fyr-
ir augum, að draga úr deil-
um þar að lútandi. Má í því
sambandi vekja athygli á,
hvort ríkisvaldinu væri ekki
hollt að skoða betur niður í
kjölinn áburðarverð til bænda
og verð á fóðurvörum.
Þessir punktar verða að
sinni látnir nægja, en að lok-
um undirstrikað, að vér meg-
um ekki halda áfram að deila
um keisarans skegg í svo þýð-
ingarmiklu máli sem framtíð
landbúnaðar er og farsæll rekst
ur hans.
Allir virðast í raun sammála
um, að þar þurfi að stokka upp
og gefa á ný, og skiptir þá
höfuðmáli að það sé gert af
einlægum umbótavilja en ekki
pexi um það, hver græði á
hverjum og hver hlunnfari
hyern.
i
Sllllllllllllll
Sýnir í Bogasalnumi
Reykjavík, 29. jan. - OÓ
EYBORG Guðmundsdóttir opnar
í dag málverkasýningu í Bogasal
Þjóðminjasafnsins. Er þetta fyrsta
sjálfstæða sýning hennar og jafn-
framt í fyrsta sinn sem hún sýnir
myndir sínar hér á landi en hún
hefur tekið þátt í mörgum sam-
sýningum erlendis, aðallega í
Frakklandi.
Eyborg hefur stundað nám í
Frakklandi síðan árið 1960 og auk
þess- farið í námsferðalög til
margra Evrópulanda.
Á sýningunni í Bogasalnum eru
35 olíumyndir og nokkrar klipp-
myndir og teikningar. Þess tná
geta að sýningaskráin er óvenju
vel úr garði gerð, með mörgum
myndum og tveim stuttum grein-
um um list Eyborgar. i
; l
Sýningin verður opin frarn yfir
næstu helgi. - ,
ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. febrúar 1965 J