Alþýðublaðið - 03.02.1965, Síða 5

Alþýðublaðið - 03.02.1965, Síða 5
AUKNING FISKISKIPA- FLOTANS Á SL. ÁRI Skipaskoöunarstjóri hefur sent frá sér skipaskrá fyrir árið ,1965 Þar er skipastóll landsmanna Skráður, eins og hann var um ára mótin síðustu. Á sl. ári fækkaði um 49 skip á skrá og voru þau samtals 10.884 tonn að stærð. Þar af sukku, eða fórust á annan hátt 22 skip, 21 var talið ónýtt og rifin, eða brennt. 6 skip voru seld til útlanda. EIGIN BYRGÐ Eins og fram er komið í fréttum, felldu sjómenn sátta tillögu sáttasemjara með nokkrum meirihluta Mun einkum hafa ráðið að skipta kjör á þorsknót voru sett 1% lægri en á síldveiðum í nánast sama veiðarfærið. Þá ræður það ekki litlu um, að á komandi vertíð verða sjómennirnir að gera að öll um nótafiski um b.orð, sem eykur vinnuna að mun ogr getur þar að auki komið nið Ur á aflamagni í hrotum. Vísir í fyrradag, skrifar heilsíðugrein um nýjar leið ir í vlnnudeilum. Þar er sjó mannaverkfallið tekið til sérstakrar umsagnar. Sand- gerðingar og Vestmannaey- ingar moka upp sjávarafla, segir blaðið. Verkfallsmenn skapa þvi þjóðarbúinu mörg hundruð milljóna króna tjón með vinnustöðvun sinni. Sándgerðisbátaþ, sem stimda vertíðarróðra með línu, afla nú allmiklu minna en á vertíðinni í fyrra, sem þó var talin léleg. Algeng- asta veiöi mun vera 5-7 tn. í róðri. Af um eða yfir 100 bátum, sem munu ganga á vertíð frá Vestmannaeyjum í vetur, hafa nálægt 15 hafið róðra með línu. Hinir koma ekki inn fyrir en á netaver tíð, &em hefst ekki almennt fyrr en upp úr miðjum þess um mánuði. Þá hafa Vest- mannaeyingar noíið góðs af miðlungsgóðri síldveiði á takmörkuðu svæðí vestan Ingólfshöfða. Staðsetning miðanna er einkar hagstæð til löndunar í Eyjum. Svo er ekki sama hvort aflinn er mældur í tunnum eða málum í aflafréttum blnff anna, það er meira að segja mikill munur. Hitt er svo annað mál, að af 193 verkfallsþátum, myndu kannski 90-100 fara á síld á sömu slóðir, ef verk- falliff leysist. Þá færi lík- lega að þrengjast um á mið unum og ýmsir þeir erfiðleik Ieikar koma upp, sem nú Framhald á 10. síðu. í ársbyrjun var skipastóllinn sem hér segir (tölur frá 1964 í svigum): Farþega og flutninga- skip voru 37 (36), Togarar 39 (43), Fiski og hvalveiðiskip yfir 100 tonn 168 (138), Fiskiskip með þil fari undir 100 tonnum 643 (678), Varðskip 5 (5), Björgunarskip 2 (3), Olíuskip 6 (6), Olíubátar 4 (4), Dráttarskip 2 *(2), Dýpkunar- og sanddæiuskip 3 (2) og Lóðs- og tojlbátar 6 (6). Alls var skipastóllinn 147.893 brúttótonn, en var í fyrra 144.254 brúttótonn. Eru þá ótaldar. 1302 trillur samtals 3320 tonn (1432 trillur 3665 tonn). Þá eru skráð 20 skip í smíðum innan lands og utan um áramót. Þar af eru 14 fiskiskip og 3 farm skip. Stærsta fiskiskipið er 299 tonna bátur í Kaarbös Mek. Verk sted í Harstad fyrir Guðmund Jóns son útgerðarmann á Rafnkelsstöð um í Garðí. Elzti báturinn á skrá nú um áramótin er Björn riddari í Vest mannaeyjum. Hann er að stofni til frá árinu 1878, smíðaður i Englandi það ár. Hann var svo umsmíðaður árið 1942. Björn ridd ari er 53 tonn að stærð. Aðrir öldungar í flotanum eru Blíðfari GK frá árinu 1897 og jGarðar 1 var tekin af skrá á sl. ári. Nokkur SH frá 1894. Milly frá Reykja- fjöldi er svo frá fyrstu árum þess vík, sem var smíðuð árið 18831 arar aldar. T ay lor dæmdur, en brezkir brosa Það mun hafa vakið nokkra at- hygli að útgerðarfélag Peter Scott togara þess sem Richard Taylor er skipstjóri á, setti tæplega milljón kr. tryggingu fyrir skip ið, svo að það gæti látið úr höfn Innifalið í þessu er trygging fyr ir skipstjórann persónulega, þar sem hann var dæmdur í 45 daga varðhald. Af þeim sem til þekkja er hér ekki um neinar furður að ræða. Brezkir togarar stórgræða á veið um sínum innan landhelgi. Innan við línuna er allur góðfiskurinn * brezkan mælikvarða. Einkum og r í lagi ýsan og flatfiskurinn. Það er líklega ekki ofmælt að 5eins einn af hvertjum 15-20 ndhelgisbrjótum sé gripinn og nir sem sleppa gera miklu meira i að borga sektir þeirra sem •ipnir eru. I Eftir að landhclgisgæzlunni var gert örðugt fyrir um töku fleiri en eins togara í einu, en dómur um það í Hæstarétti byggðist á alþjóðasamþykkt, er hænjpirinn hjá brezkum litgerðarfélögum ai skipuleggja stórfelld landhelgis- brot með 4-6 skipum í einu. Það( er ekki hægt að taka nema eitfcj með góðu móti. Hin gera beturi en borga sektina fyrir það. , Ljóst er að gæzluflotinn ís-j lenzki þarf stórfclldrar aukningár við, eigi hann að geta annað verk efnum sínum þannig að brezkum. verði ekki lengur akkur í land- helgisbrotum. Allir þeir sem hafa verið á togr urum kannast við Hvarfið. Þetta örnefni við systa liluta Græn- iands hljómar í íslenzkum eyr- um eins og heimanafn. Svo oft eru íslenzku togaramir búuir að sigla þar um. Myndin var tekin fyrir skömmu út um kýrauga á togaranum Maiz sem er eign Tryggva Ófeigssonar. ísröndin sést greinilega undir landinu. SHWWWVWWWWWWWWWWWWWVWWWWWVI Smámunir Utgerðarfélag Akureyrar hefur nú til athugunar að breyta tpg- anum Svalbak í síldveiðiskip. Mun hann bezt til þess fallinn af skipum félagsins. Hitt er svo annað mál, að breytingarnar eru' fjárfrekar og félaginu ofviða, en. það vonast eftir styrk frá rík- inu til þessa verkefnis. Svo sem kunnugt er hefur farið fram athugun á þessu máli á vegum skipaskoðunarinnar, en allar slík ar rannsóknir eru tfmafrekar og ekki að vænta piffurstaða fyrr en seiht og um síðir. Ilitt er svo annað mál, að takist að gera I togarana samkeppnisfæra á síldveíðum, munu afkomumögu- leikar þeirra gerbreytast. Tilraun í þessa átt var gerð með Reykjavíkurtogaranum Hallveigu Fróöadóttur fyrir 2—3 árum og gafst illa. Þó töldu fróðir menn, að ekki hefði verið reynf, en fyrirtækið var orðið svo dýrt að hætta varð saspan. Alþýðumaðurinn á Altureyri segir frá því, að nú búi Krosia- nesverksmiðjan sig undir að flytja síld frá Austfjarðamiðgm norður fyriv land. Hagkvæmir síldarflutningar eru lífsspursinál fyrir lsinar stóru og afkastamiklu síldarverksmiðjur nyrðta, haldi síldin uppteknum hætti að láta ekki sjá sig fyrir norð| Einkuni er til athugunar að nota flutningaskip, búin dælu eins og tilraun var gerð með í sumar og gafst vel. Togarinn Blue Crusader frá Aberdeen lsefur verið týndur síffan 13. janúar. Búið er að lýsa eftir skipinu víða, en ekkert heáur til þess spurzt. Þegar síðast fréttist aí’ því, var það á leiðiimi á íslandsmið í vondu veðri. Talsmaður útgerðarinnar segir, lað enn sé of snemmt að örvænta. Verið geti að loftskeytata^M hafi bilað og skipið sé enn ofansjávar og á veiðum. 19 maiina áhöfn er á togaranum. - t I WWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW! rið fiill- við sjlU i is|a- iip.il ■ðfa, 'ðjll. llBll, ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 3. febrúar 1965

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.