Alþýðublaðið - 03.02.1965, Síða 4
LOKSINS
EFTIR 30 ÁRA ÚTLEGÐ ER
BREZKT LINOLEUM
AFTUR Á ÍSLENZKA MARKAÐINUM
VÉR ERUM UMBOÐSMENN
LEITIÐ UPPLÝSINGA
Kristján Ó. Skagfjörð hf. S.
Húsmæðrafélag Reykjavíkur 30 ára
Éeykjavík, 2. febrúar, ÓTJ.
Húsmæðrafélaff Reykjavíkur
Iieldur 30 ára afmælishóf sttt í
Þjöðleikhúskjallaranum í kvöld.
Ilúsmæöurnar erfu Hklepra lang-
íjölmennasta off að hví er sumir
ftegja valdamesta stétt landsins.
I>að er |>ví ekki nema eðlilegt
&ff þær láti frá sér heyra um
ýmis mál, þó að nú orðið verði
Hi&barSavföflefðír
4 . .
OP» AIXA DAOA .
(L9CA LAUCAKDAOA
oa 8UNNUDACA)
FRXKL. STU.22.
Gáttwávintmtófsal/f
BUtbtld 3S, RtjlQwSk,
ekki eins harðar sennur ogr þegar
stofnfundur var haldinn í jan.
1935.
Tilefni stofnfundarins var
„mjólkurmálið11 fræga. sem var
mikið til umræðu í Reykjavík ura,
þær mundir, m.a. í harðorðum
og heitum blaðadeilum. Jónína
■Guðmundsdóttir, núverandi for-
maður félagsins ræddi fyrir
skömmu við blaðamenn, og rifj
aði upp ýmislegt í sambandi við
þessi fyrstu baráttuár. Árið 1935
voru sett ný mjólkurlög, og Mjólk
urfélag Reykjavíkur þá lagt nið
ur. Það hafði þá aflað sér mikilla
vinsælda, m.a. fyrir heimsendingar
á mjólkurvörum, og var því mik
ill urgur í mörgum yfir ,,dauða"
þess. Þegar svo Mjólkursamsalan
tók til starfa 15 jan., kom í Ijós
að stai*fsemi hennar var þannig
háttað að húsmæður vildu alls
ekki fella sig við hana. Var því
boðað til almenns liúsmæðrafund
ar í Nýja bíói, og mættu á honum
um 450 húsmæður, sem kusu
bráðabirgðastjórn.
í lienni áttu sæti: Guðrún Lár
usdóttir, formaður, Jónina Guð-
mundsdóttir, varaformaður, Mar
ía Maacki gjaldkeri, Unnur Pét-
ursdóttir, ritari, og meðstjórn-
éiidur voru Guðrún Jónassbn
bæjarfulltrúi, Ragnhildur Péturs
dóttir Háteigi, Margrét Kr. Jöns
dóttir, María Thoroddsen og Ey
gló Gísladóttir.
Þessar forgöngukonur áttu svo
að fara á fund mjólkursölunefnd
ar, og reyna að fá einhverja Ieið-
•réttingu fyrir húsmæðumar. Kröf
ur húsmæðra voru þær að bök-
unarhús í bænum hefðu jafnan
rétt til brauðsölu og mjólkurbúð
ir samsölunnar, og leyfð yrðl ,sala
mjólkur í öllum brauðsöluhús-
um bæjarins, enda uppfylltu þær
settar heilbrigðisreglur, að mjólk
yrði send helm, oé komin til neyt
enda eigi síðar en kl. 8 fh„ að
skilvísum mönnum væri gefinn
kostur á að vera í reikning (viku
eða mánaðar) hjá samsöhinni, og
að þeir sem vildu gætu fengið
hina vinsælu Korpúlfstaðamjólk.
Og að lokum var þess krafizt að
mjólkurframleiðendur innan lög
sagnarumdæmis Reykjavíkur gætu
haldið áfram beinum viðskiptum
víð þá sem vildu, með ógeril-
sneyddri mjólk. Mjólkiu-samsalan
undi illa þessari sókn kvennanna
og kærði þær. Gengu næstu S
mánuðir yfir með stöðugum yfir-
heyrslum, og voru þær kallaðar
til þeirra daglega í langan tíma.-
Félagskonur byrjuðu að safna fé
ef til þess skyldi koma að stjórn
arkonurnar yrðu sektaðar, en Guð
rún Jónasson kvaðst énga sekt
mundu greiða, heldur fara í fang
elsi. Kom þá til umræðu að benda
mönnum á að stækka steininn,
því að hinar félagskonurnar á-
kváðu óðara að sitja inni með
lienni.
Til þess kom þó ekki, því að
smámsaman hljóðnaði um málið.
Jónína telur þó, að jafnvel þótt
kröfurnar hefðust ekki í gegn,
hafi þær veitt töluvert aðhald í
mjólkurmálum, og það hefði vissu
iega haft sitt að segja. Hún gat
þess einnig að jafnan hefði verið
hlýtt á milli þeirra, og mannanna
sem þær stríddu við, og núna þeg
ar allt var fallið í ljúfa löð.
skemmtu þau sér oft við minning
arnar. En þó að Húsmæðrafélag
ið hafi grafið stríðsöxina í þessu
máli, á það sér enn baráttumál>
og ekki síður mikilvæg. Á vegum
þess hafa verið haldnir margs
konar fræðslufundir sem jafnan
hafa verið vel sóttir, og einnig
hefur verið komið upp sumarhúsi
fyrir fátækar mæður, þar sem þær
geta dvalizzt nokkurn tíma sum-
arsins með börn sín. Skortur á
húsnæði hefur háð Húsmæðra-
félaginu mikið, eins og fjeiri
góðum félögum. Nú er þetta mál
þó lað leysaat að miklu leyti,
þar eð félagið fær rúmgott hús
næði á Hallveigarstöðum þar sem
hægt verður að hafa námskeið
og fundi. Núverandi stjóm skipa
Jónína Guðmundsdóttir, formað-
ur, Kristín Bjarnadóttir, vara
formaður, Stefana Guðmundsdótt
ir, gjaldkeri, Þorbjörg Skjald-
berg, ritari og meðstjómendur
eru Guðfinna Jóhannsdóttir, Sig-
ríður Bergmann, Þórdís Andrés-
Framhald á 13. síðu.
INNRETTINGAR OG SKÁPAR
Smíðum eldhúsinnréttingar og skápa.
Getum bætt við okkur verkefnum.
Tilboð sendist blaðinu merkt „smíðar“.
(4 3. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ