Alþýðublaðið - 03.02.1965, Page 9
t með fyrir-
isamtö
um
islegt bendir til þess, að fyrir-
tækjasamtök séu nú orðin tals-
vert útbreidd hér á landi, en
hins vegar vantar alla vitneskju
um ástand þessara mála hér í
einstökum atriðum, vegna þess
að aldrei hefur farið fram nein
athugun á þeim. Hníga ýmis
rök að því, að slík athugun verði
látin fara fram.”
íslenzk löggjöf hefur ekki á-
kvæði, sem lúta að heimild liins
opinbera til að hafa eftirlit með
tilraunum fyrirtækjasamtaka til
aðgerða, sem gætu haft óæski-
leg áhrif á vöruval og verðlag
í landinu. Með flutningi þess-
arar tillögu er lagt til, að ríkis-
stjórnin láti rannsaka starfsemi
þeirra fyrirtækjasamtaka, sem
hafa einkasöluaðstöðu eða líkleg
þykja til að geta öðlazt hana, og
láti síðan undirbúa og leggja
fyrir Alþingi frumvarp til laga
upi opinbert eftirlit með slíkum
samtökum einkafyrirtækja.
Myndun fyrirtækjasamtaka
hefur verið eitt meginvandamál-
ið í narkaðsþróun síðustu ára-
tuga, einkum meðal þeirra þjóða
sem hafa vilja í heiðri lögmál
frjálsrar verðmyndunar og at-
hafnafrelsi einstaklinga. Sérstak-
lega kveður að þessum vanda
i þeim ríkjum, sem nú eru með
lækkun tolla og afnámi inn-
flutningshafta að taka upp frjáls
ari viðskiptahætti sín á milli.
Víðari markaðsheild á Vestur-
löndum ásamt greiðari samgöng-
um og fullkomnara vörudreif-
ingarkerfi eykur til muna hag-
kvæmni sérgreiningar og stór-
rekstrar, sem á hinn bóginn
skapar skilyrði til enn víðtaekari
verkaskiptingar yfir landamær-
in, en það er einmitt ein aðal-
undirstaða efnahagslegra fram-
••
fara.
En samtímis því, að aukin
sjálfvirkni í vélvæðingu og nýj-
ar uppfinningar, sem gera bylt-
ingu á sviði tækniframfara, leiða
til enn frekari stóriðju, þá safn-
ast framleiðsla hverrar einstakr-
ar vörutegundar saman á færri
og stærri hendur, sem fá með
þessum hætti einokunaraðstöðu
og efnahagsleg völd.
Þessi þróun stafar meðal ann-
ars af því, að markaðshættir nú-
tímans’mótast í vaxandi mæli af
einkasöiusamkeppni með mikl-
um fjölbreytileika vörutegunda,
þar sem hver framleiðandi kepp-
ir að því að gefa afurð sinni
einhverja sé^stöðu, sem veitir
honum tækifæri til að reka sjálf
stæða verðstefnu án verulegs
tillits til verðákvörðunar ann-
arra.
Reynsla undanfarinna áratuga
Iiefur sýnt, að rík tilhneiging
hefur verið til samvinnu fyrir-
tækja í stað samkeppni. Hafa
fyrirtækin myndað með sér
efnahagssamsteypur fyrirtækja í
stað samkeppni. Hafa fyrirtækin
myndað með sér efnáhagssam-
steypur (trusts) eða efnahags-
samtök (cartels) til að sölsa und-
ir sig einhvers konar einka-
söluaðstöðu á markaðinum. í
staðinn fyrir verðsamkeppni
kemur þá formlegur verðsamn-
Framhald á 10. síffu.
TUNGUMALANAM
NOKKRIR enskir kaupsýslu
menn voru staddir í Moskva.
Þeir áttu tal við nokkra sov-
ézka kolleka sína og undruð-
ust hve ágætlega þeim rúss-
nesku lék enskt mál á
tungu. Og þeir ensku voru
leiddir í allan sannleika um-
hvernig þeir lærðu
ensku þarna austur í Rússíá.
Sérfræðingar höfðu valið fá-
eina texta, lesið þá inn á seg-
ulband og siðan hafði segul-
lilllllllIlliiBIlÍllllllllllllllllllllllllíllllíÍIIIIl!líílliMllllll!Ul!!il
bandið verið leikið, meðan
þeir sváfu. Þó ekki meira en
svo, að lesinn var einn kafli,
sem var um það bil 35 orð. Er
þeir vöknuðu var það nær und-
antekningarlaust, að þeir
mundu kaflann utan að.
En þetta er ekki rússnesk
uppfinning og þótt furðulegt
megi heita, þá hafa Rússar
viðurkennt, að þeir hafi tekið
aðferðina upp frá Grikkjum
hinum fornu, en þeir höfðu
þá aðferð við tornæma nem- H
endur, að þeir lásu yfir þeim a
í svefni lexíuna frá morgnin- Jf
um.
Aðferð þessi hefur gefizt
vel og rússneskir stúdentar g
við málanám hafa óspart not- jgj
fært sér þetta. Einn ■ várnagla
verður þó að slá: þýðingai’-
laust er að leika texta á seg-
ulbandi yfir sofanda, nema
ulbandi yfir sofanda nema
hafi hann ekki lesið áður.
iHiiiiiiiwauiiiu&rjniiuuii
iinimiiiiiiiiiuiin
Útsala
Útsalan stendur yfir. — Næstu daga selj-
um við talsvert af ágætum fatnaði á mjög
hagstæðu verði.
Karlmannaföt frá kr. 990,00 — Frakkar frá
kr. 600,00 — Buxur, kr. 595,00 — Stakir
jakkar frá kr. 500,00.
llltima h.f.
KJÖRGARÐI — Laugavegi 59
RennismíÖi - Rennismíði
Getum bætt við okkur rennismíði.
VéEsmiSja Eysteins Leifssonar hf.
Síðumúla 17. — Sími 18662.
Starfsstúlka óskast
Starfsstúlku vantar í eldhús Landspítalans.
Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 24160.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Bifreiðaeigendur
Bifreiðaverksfæði
Tökum að okkur rennslu á breinsuskálum.
Véismiðja Eysteins Leifssonar hf.
Síðumúla 17. — Sími 18662.
HREINLÆTIER HEILSUVERND
Frágangsþvottur, blautþvottur, stykkjaþvottur.
Tökum einnig fatnað tíl hreinsunar
Þvottahúsið EIMIR
Síffumúla 4, sínii 31460. — Bröttugötui 3, sími 12428.
Útsala í KRON
Útsalan heldur áfram í dag
og á morgun.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 3. febrúar 1965 $