Alþýðublaðið - 03.02.1965, Síða 14

Alþýðublaðið - 03.02.1965, Síða 14
 Nú eru allir þeirrar skoðun ar, að til þess að komast áfram í lífinu, þurfi menn að eignast bíl. Og svo þegar þeir eignast bílinn — þá komast þeir ekkert áfram . . . TIL HAMINGJU Konur í styrktarfélagi vangef- inna, fundur miðvikudaginn þann 3. febrúar í Tjamairbúð kl. 8.30. Dagsskrá: Kosið í bazarnefnd, Gréta Bacmann segir frá dvöl í Bandaríkjunum, Líney Jóhannes- dóttlr flytur erindi. Stjómin. 25. desember voru gefin saman í hjónaband af séra Óskari J. Þor -lákssyni i Dómkirkjunni ungfrú Sigurbjört Gunnarsdóttir og Örn Sigurðssonf Miklubraut 72_JStud io Guðmundar, Garðastræti).. FRIÐRIK Framhald. af 16. síðu. að ýta undir þátttöku skólanna í væntanlegri skákkeppni, en Skáksamband íslands sér um það mót. Sendir hver skóli sex manna sveit þangað og tvo vara menn. Undanfarin ár hafa verið haldin skákmót milli skóla á Norðurlöndum, en ísland hef ur ekki tekið þátt í þeim, en eftir þessa keppni skapast mögu leiki á að senda sveit frá íslandi þó er enn ekki ráðið hvort úr því verður. Þátttaka í fjölteflinu við Frið rik hefur verið góð, fyrri laug ardaginn var teflt á 29 borð- um og þann seinni á 24 borð- um. Ein stúlka tók þátt í fjöl- teflinu, Ragna Briem, úr gagn fræðadeild Austurbæjarskólans þaðan er einnig Björn Magnús son,' sem gerði jafntefli við Friðrik, sem var annað af tveim jafnteflum sem gagn- fræðaskólanemar gerðu við meistarann. Wilson Framh. af bls. 3. Én hann lagði áherzlu á, að ekki hefði endanlega verið tekin ákvörð un í þessu máli. Leitað liefur verið álits hlutaðeigandi fyrirtækja. Leiðtogi ihaldsmanna, Sir Alec Douglas-Home, sagði, að ef stjórn in væri heiðarleg mundi hún þeg ar segja af sér. Ástandið í efna hagsmálunum hefði batnað þrátt fyrir stefnu Verkamannaflokks-1 ins. Aðgerðir stjórnarinnar í efna hagsmálum hefðu borið vott um \ skeKingu en það sem þyrfti væri ró, dugnaður í fjármálum og traust. j Douglas - Home bar fram van trausttillögu þar sem sagði m. a. Neðri málstofan harmar fljót- færnislega og vanhugsaðar gerðir seni stjórnin hefur gripið til á fyrstu 100 dögum sínum og ber ekkert traust til hæfileika hennar til að stjórna málefnum ríkisins. Sir Alec gagnrýndi einnig utan ríkisstefnu stjórnarinnar og tók samvinnu Frakka og Breta um smíði Concord-flugvélrinnar til dæmis. Þrátt fyrir afstöðu Verka- mannaflokksins yrði samvinnunni haldið áfram. Lyf|abú<5ir Vætur- og helgidagavarzla 1965 Reykjavíkur - apótek. Vikan 30. jan. — 6. feb. Sunnudaga Apó- tek Austurbæjar. -------------------- ‘ - í ■■m j AP i-iLe.-- Úvarpið. Með andakt á útvarpið hlýða allir, sem geta það, á þularins röddu þíða og þagnirnar, auðvitað. Við líðum á Ijósvakans öldum, svo ijúft yfir boða og sker. „Ég veit ekki af hvers konar völdum svo viknandi ég er.“ Kankvís. Miðvikudagur 3. febrúar Morgunútvarp. Hádegisútvarp. „Við vinnuna“: Tónleikar. „Við, sem heima sitjum“: Steindór Hjörleifsson les úr „Landinu helga", ferðaþáttum Jóhanns Briem frá 1951 (6, — sögulok). Miðdegisútvarp. Fréttir. — Tilkynningar.----íslenzk lög og klassísk tónlist. 16.00 Síðdegisútvarp: Veðurfregnir. — Létt músik. 17.40 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 18.00 Útvarpssaga bamanna: „Sverðið" eftir Jori Kolling. Sigurveig Guðmundsdóttir les (9). 18.20 Veðurfregnir. 18.50 Tilkynningar. 7 00 12.00 d 13.00 $14.40 15.00 b. c. d. 20.20 Kvöldvaka: a. Arnór Sigurjónsson rithöfundur flytur er indaflokk um Ás og Ásverja; VI. erindi: Ósigur Jóns Vilhjálmssonar biskups. íslenzk tónlist: Lög eftir Jón Laxdal. Magnús Guðmundsson les kvæði eftir Hallgrím Pétursson. Hallgrímur Jónasson yfrikennari segir sögu frá Silfrastöðum. 21.40 Tveir konsertar eftir Pergolesi: Kammerhljómsveitin í Stuttgart leikur flautu konsert nr. 2 í D-dúr og „Concerto Armonico“ nr. 5 £ Es-dúr. Stjórnandi: Karl Miinchinger. Einleikari á flautu: Jean-Pierre Rampal. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins. Ragnheiður Heiðreksdóttir sér um þáttinn. 10 sýningar Frh. af 16. siðu. Sardasfurstinnan einu sinni. Þá hefur hinn dæmalaust vinsæli Kairdimommubær verið tekinn aftur til sýningar. Leikritið verð ur sýnt tvisvar í þessari viku. Þrjár undanfarnar helgar hafa leikhúsgestir Þjóðleikhússins verið yfir 2000 hverju sinni á fjórum leiksýningum og má það teljast mjög góð aðsókn. Æfingar eru nú hafnar á tveim ur nýjum leikritum í Þjóðleikhús inu. Annað er hið fræga leikrit Arthurs Miller, Eftir syndafallið. ABWhlutvefrkið, MaRgie, verður leikið af Herdísi Þorvaldsdóttur. Annað aðalhlutverkið leikur Rúr ik Haraldsson, en leikstjóri er Benedikt Ámason. Hitt leikrit- ið er nýtt leikrit eftir Agnar Þórð arson, Sannleikur £ gipsi. Aðal- hlutverkin leika Gunnar Eyjólfs og Róbert Arnfinnsson. Leikstórl er Gísli Alfreðsson. Deilan í Laos Framhald af 3. siðu kongs hershöfðingja mundu reyna að brjótast til hersveita Sykosys ofursta, sem hafa útvarpsstöðina og flugvöllinn í Vientiane á sínu valdi. Hersveitum Sykosys voru settir úrslitakostir £ dag, en þær neituðu að gefast upp og höfðu flugvöllinn og útvarpsstöðina enn á sinu valdi þegar úrslitakostirnir runnu út. Fréttir frá London herma, að Bretar hafi hafnað sovézkri til- lögu þess efnis, að Bandaríkja- menn verði fordæmdir fyrlr hern- aðarleg afskipti þeirra i Laos. — Bretar hafa ekki látið i ljós álit sitt á tillögum Rússa um að Genf- arráðstefnan tun Laos verði kölluð saman. Sunnan og suðvestan kaldi, súld eða rlgning. í gær var sunnan og suðvestan átt um allt land. í Reykjavík var sunnan kaldi, 7 stiga hiti, rign- ing, skyggni 5 km. Hvað er ofsarok, spurði veðurfræðikennara- blókin. Auðvitað vindur, sem hefur nóg að gera .. 14 3. febrúar 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ ;f-.* ■ - - ' '

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.