Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 3
Segja Frakkar
sig úr SEATO?
' London, 20. apríl. (ntb-reut.). I
' Frakkar hafa tilkynnt Bretum,!
að þeir muni aðcins senda áheyrn
•vwwwwwwwwwww
Fær Stðlin
Moskva, 20. apríi.
(ntb-afp). — Pjotr Demits
jev, helzti sovézki formæl-
andinn um hugmyndafræði,
hefur sagt, að ekki megi
Iengur kenna Stalin einum
um hrakfarir Rússa í heims
styrjöldinni síðari, að liví er
skýrt var frá í Moskva í dag.
Hann lagði áhcrzlu á, að
ekki væri um það að ræða,
að veita Stalin uppreisn
æru né heldur að hætt verði
áð fordæma persónudýrkun
en „hér eftir verði að
viðurkenna jákvætt framlag
til hins sovézka styrj
aldarreksturs.”
Á laugardaginn birtist
grein í Moskva eftir Ivan
Bagramian marskálk, sem
hvatti til réttlátara mats á
hlutverki Stalins í heims-
styrjöldinni síffari.
arfulltrúa á næstu ráðstefnu Suð-
austur-Asíu bandalagsins (SEAT-
O) í London 3. maí, að sögn
brezka utanríkisráffuneytisins í
dag. Bretar hafa harmað þessa á-
kvörðun og láta í ljós von um, að
þetta sé ekki undanfari þess, að
Frakkar dragi úr stuðningi sínum
við SEATO.
Fyrr í dag bárust fregnir frá
Farís um, að Frakkar muni ef til
vill á næstunni rjúfa öll tengsl
við SEATO. Fréttin er.höfð eftir
áreiðanlegum heimildum.
í París er ákvörðunin um að
senda aðeins álieyrnarfulltrúa tal-
in gefa til kynna þá ósk de Gaul-
le forseta, að halda Frökkum ut-
an við hugsanlega deilu stjórn-
anna í Peking og Washington í
sambandi við Vietnamdeiluna. —
Fyrir tveimur árum kvaðst de
Gaulle óttast slíkt, og síðan hafa
Frakkar hvatt til þess, að Suður-
Vietnam verði gert hlutlaust. —
Þessi stefna hefur mesta andúð
vakið í Bandaríkjunum, Thail-
i landi og Filippseyjum.
í SEATO, sem komið var á fót
1954, eru átta ríki: Frakkland,
Bandaríkin, Ástralía, Nýja Sjá-
land, Pakistan, Filippseyjar og
Thailand.
Missisippi-fljótið í Bandaríkjunum hefur valdið miklu tjóni í flóðum undanfarna daga. Mest tjón hefur
orðið í Miðvesturríkjunum, þar sem þúsundir hafa yfirgefiff heimili sín. Myndin er frá flóðasvæðnnum.
Kínverjar hvattir til
að berjast í Vietnam
Eldingu lýstur
niður í SAS-vél
Kaupmannahöfn, 20. apr.
Eldingu laust niður í Cara-
velle-flugvél SAS yfir Norð-
ursjó í dag. Flugvélin var á
leið frá London til Gauta-
borgar, en breytti því næst
stefnu og fór til Kaupmanna
hafnar.
Eldingunni Iaust niður um
kl. 15, þegar Caravellan
flaug inn á óveðurssvæði. í
Kaupmannahöfn er sagt, að
engar skemmdir hafi orðið á
flugvélimii, og hélt hún ferð
sinni áfram til Gautaborgar.
Kosygin gagnrýnir
stefnu Krústjovs
Moskva, 20. apríl. (ntb-afp).
Aleksei Kosygin forsætisráð-
herra hefur I ræðu, sem birt var í
dag, harðlega gagnrýnt stefnu
fyrirrennara síns, Nikita Krústj-
ovs, í efnahagsmálum. Ræðan er
talin merk skilgreining á sovézka
skipulagskerfinu.
Kosygin, sem er viðurkenndur
hagfræffingur, hélt ræðuna í sam-
bandi viff undirbúning næstu 5
ára áætlunar, 1966-70.
Ræðan er fuU af gagnrýni á
mcðferð Krústjovs á efnahagsmál
um. í ræðunni gagnrýnir Kosygin
„gagnstæðar kröfur” og „frum-
stæðar hugmyndir fólks, sem ekki
getur skilið hvemig gera eigi á-
ætlun.”
Um framleiðslu smábíla sagði
Kosygin: — Þið vitið hve ákaft
þeirri hugmynd var haldið fram
við okkur, að enga brýna nauðsyn
bæri til að auka framleiðslu smá
bíla, það geta allir notað strætis
vagna, var sagt. Allt var gert til
Framh. á 15. síðu.
Saigon og Peking, 20. apríl. ’
(ntb-reuter). — Þjóffþingið í
Kína hvatti kínversku þjóðina
til þess í dag aff búa sig undir
það, að reka Bandaríkjamenn úr
Vietnam með valdi. Samtök og
einstaklingar voru hvattir tii aff
berjast við liliff þjóðarinnar í N-
Vietnam.
í Washington er haft eftir góð-
um heimildum, að Bandaríkja-
menn búi sig undir að fjölga her-
mönnum sínum í S-Vietnam úr
33 þús. í 50 þús. menn.
Yfirlýsing þjóðþingsins f Pek-
ing um kínverska aðstoð í Viet-
nam var hins vegar bundin tveim
ur skilyrðum: Að Bandaríkja-
menn haldi áfram að vikka út á-
rásarstyrjöld sína og að Norður-
Vietnam þurfi á affstoð að halda.
Kínverjar vona, að almennings-
álitið í heiminum neyði Banda-
ríkjamenn til að yfirgefa Viet-
nam, Indó-Kína og aðra staði,
sem þeir halda hersetnum, segir
í yfirlýsingunni.
Bandarískar þotur réðust í dag
á stöðvar kommúnista á svæði
einu tæpa 50 km. frá hinni mik-
ilvægu flugstöð Da Nang. Talið er
að allt að 150 Vietcong-menn hafi
fallið.
Bandarískar og suffur-vietnam-
iskar flugvélar gerðu einnig þrjár
árásir á skotmörk í Norður-Viet-
nam í dag. 'My Dur-brúin, 30
km. fyrir sunnan Dong Hoi, lask-
aðist.
Suðaustan við Da Nang réðust
40 bandarískar þotur á stöðvar
kommúnista til að qðstoða stjórn
arhermenn í bardögum við Viet-
cong á þessu svæði. Vietcong hef-
ur dregið mikið liff saman í mik-
ilvægum dal, en þaðan geta þelr
ógnað flugstöðinni f Da Nang.
Sveitir Iandgönguliða, sem
verja Da Nang, hafa víkkaff út
gæzlusvæði sitt vegna árásar kom
múnista.
Bandarfska landvarnaráðuneytið
hefur neitað að staðfesta eða bera
til baka fréttir um, að hermála-
ráðstefnan, sem haldin er í Ho-
nolulu þessa dagana íhugi að auka
verulega styrjaldarreksturinn í
Vietnam. 33 þús. bandarískir her
menn eru í Suður-Vietnam, þar
með taldir landgönguliðar, og 27
þús. landgönguliðar og flugmenn
eru í 7. flotanum. Að tillögu Tay
lors sendiherra og McNamara land
varnaráðherra verður f jölgað í her
S-Vietnam um 160 þús. menn, og
þar með verður bandarískum
ráðunautum og leiðbeinendum
fjölgað. Bandaríkjamenn hafa til
þessa misst 34 flugvélar, og er
sagt, að það valdi ekkl áhyggj-
um.
S-Vietnamiska flughetjan Pham
Phu Quoq ofursti, sem gerði loft
árás á forsetahöll Diems forseta
1962 í misheppnaðri byltingu, var
skotinn til jarðar í gær. Hugsan-
legt er talið, að hann hafi verið
tckinn til fanga.
Alvarlegur skortur á skotfærum
og matvælum mun nú hafa gert
vart við sig hjá Vietcong. í Da
Nang er talið að þessi skortur
geri vart við sig hjá þriðjungi
hermanna Vietcong í Suður-Viet
nam, sem alls eru 40 þús. talsins.
16 ára gamall búddamunkur
brenndi sig á bóli i dag til að
vekja athygli á þjáningum suður-
vietnamisku þjóðarinnar.
í Moskva sagði stjórnarblaðið
Izvestia í dag, að hinar villimann
legu árásir á Vietnam samrýmd-
ust ekki óskum þeim, sem Banda
Framh. á 14. síðu.
Óttast að vanshöp-
uð börn fœðist
Washington, 20. apríl.
(NTB-Reuter).
MÖRG þúsund vansköpuð börn
fæðast sennilega í Bandaríkjunum
vegna farsóttar í byrjun ársins.
Farsótt þessi var rauðir hundar.
Yfirmaður taugasjúkdóma- og
blindustofnunarinnar í Bandaríkj-
unum, dr. Richard Masland hefur
skýrt þingnefnd svo frá, að óttazt
sé vegna bráðabirgðaupplýsinga,
að milli Vi% og 1% nýfæddra
barna geti orðið vansköpuð, ef
mæðurnar hafa veikzt af rauðum
hundum á meðgöngutímanum.
PIERPONT-UR
Módel 1965
Þetta er vinsælasta fermingarúrið
í ár. — Mikið úrval fyrir dömur
og herra.
Sendi gegn póstkröfu.
Sigurður Síverfsen,
úrsmiður
Vesturgötu 16. — Síml 18711.
ALÞÝÐUBLAÐffi — 21. apríl 1965 3