Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 9
Geta dýr jarðarinnar lifað á Marz? um seglum undan hægu.rn blæ. Þrátt fyrir allt er forn- öldin nærri. Jafnvel meðal ungs fólks, sem farið er að klæðast Evrópubúningi og semur sig að nútímaháttum, má sjá vanga- svip er minnir á lágmyndir af fornum Egyptum á hinum löngu liðnu menningaröldum lands- ins- S.H. VISINDASTOÐ í New York ríki í Bandaríkjunum hefur undan- farið gert tilraunir með það að láta allskonar dýr búa um skeið við svipuð skilyrði og álitið er að séu á jarðstjörnunni Marz, í því skyni að komast að raun um hvort dýralif á borð við það sem hér þekkist muni geta þróast þar. Hér er um að ræða köngul lær, skjaldbökur, orma o. fl. Þrátt fyrir kuldaf þurrk og skort á súrefni gefur það til kynna hve mörg þessara dýra hafa haldið lífi og að líf geti dafnað á Marz. Tilraunin hefur einnig leitt í ljós að skortur á súrefni hef ur hinar furðulegustu afleiðing ar; td. skjaldbökur með lítið sem ekkert blóð og jurtir sem þola miklu lægra hitastig, held ur en sams konar jurtir er búa við venjuleg skilyrði andrúms loftsins á jörðinni. Þeir eigin leikar kæmu að góðu haldi á kaldri jarðstjörnu á borð við Marz. Síðustu árin, allt þar til þess ar nýju uppgötvanir voru gerð ar, hefur hver ósigurinn rekið annan hjá þeim er trúa á líf á Marz. Á síðustu árum hefur það verið dregið betur og betur í dagsljósið hve miskunnarlaust og kuldalegt mundi vera að búa á Marz ef miðað er við hina mildu jörð okkar- Ekki er langt síðan rök voru leidd að því að dökku blettirnir sem koma í ljós á Marz að vorinu þyrftu ekki endilega að stafa af gróðri, vatn í andrúmslofii jarð arinnar gæti valdið slíkum áhrif um á mynd Marz eins og á hana er horft frá jörðinni. En nú eru nokkru meiri líkur fyrir lífsmöguleikum á Marz. Vísindamenn telja að ef eitthvert líf ’hafi einhvern tíma verið þar, þá hljóti það að hafa megn að að laða sig að þeim skilyrðum sem þar eru nú, úr því að það er jafnvel mögulegt fyrir dýra- líf og jurtir jarðarinnar. MEST UM SJÁLFSMORÐSÞANKA Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDUM TALIÐ er ef treysta má athug unum sem gerðar hafa verið í Los Angeles í Bandaríkjunum, að sjálfsmorðshugleiðingar sæki mest að fólki á vissum aldri og jafnvel á vissum dögum. Þung lynd kona sem er 35 ára og verður eiUhvað sérstaklega mið ur sín á miðvikudagskvöldi er algengasta fórnarlambið, segja rnenn þar. í New York hafa athuganir leitt í Ijós að heimilisvandamál eru algengasta orsökin er menn gera sér að tilefni að fremja sjálfsmorð, en þar næst koma fjárhagsáhyggjur- Grein rem kom um þetta efni og er rituð í A.M.A. journal, lækna blað í Bandar.jkjunum, ískýrir frá því að sjálfsmorð séu eitt af tíu algengustu orsökum manns láta í Bandaríkjunum^ meðal ungs fólks er það eitt af fimm hæstu orsökum mannsláta. Um 20 þús. sjálfsmorð koma fyrir á ári og sum eru ekki skráð sem sjálfsmorð, segir í greininni- Greinin er skýrsla um þá starf semi sem fólgin er í að reyna að koma í veg fyrir sjálfsmorð með símtölum. Fólk sem er í sjálfs morðsþönkum getur hringt í á- kveðið númer og þá ræðir við það maður er reynir að snúa því út af þessari ógæfusamlegu braut, Framh. á 13. síðu. að hver og einn finni eitthvað við sitt hæfi. Ábendingar um efn isval og annað það, er menn telja að betur mætti fara, verða þakksamlega þegnar svo og grein ar frá lesendum. Fyrsta árið er blaðinu aðeins ætlað að koma út fjórum sinnum og mun reynsl an, sem fæst af útgáfunni þetta ár, skera úr um áframháldandi útgáfu þe'-s í framtíðinni. Stuðií ing við blaðið sýnið þið bezt með því að gerast áskrifendur og kostar áskrft að þessum árgangi kr- 100.00. Þeir áskrifendur^ sem áttu inni frá því er blaðið kom út Síðast, munu fá afslátt á nú verandi áskriftarverði eftir því hve þeir áttu mikið inni. Það er von okbar, að þið takið blað- inu vel og að þið munið finna í því einhvern fróðleik um ykk- ar söfnunarsvið. Eins og sagt var í ávarpsórðum 1. tbl- af ,,Frímerki“ 1957 erum við þeirr ar skoðunar, að ef takast muni að gera blaðið öflugt sem mál- gagn í íslenzkum frímerkjamál um hafi verið stigið stór skref fram á við af íslenzkum frí- merkjasöfnurum. Eins og áður er sagt, eru um fjögur ár síðan i,Frímerki“ kom út síðast. Fáanleg munu vera blöð nr. 2-15 og kos+a kr. 10 hvert blað ,en kr. 90 00 ef þau eru keypt öll. Fyrsta heftið er ófáanlegt. Af íslenzkri frímerkjaútgáfu á þessu ári er það helzt að frétta, að væntanleg munu vera Framhald á 13. síðu. Til fermingargjafa Spegill - Greiða Bursti í setti. Fallega handunnið. Tilvalin fermingargjöf. r u U D \ ITO r IG 1 RR L mfr SPEGLABÚÐIN — Sími 1-96-35. ÁVALLT í FJÖLBREYTTU ÚRVALI-. Járnvörur Verkfœri Búsáhöld Plastvörur Hreinlœtisvörur o. m. fl. * ýreaAimaeni Hafnarstrætí 21. Suðurlandsbraut 32. Sími 13336. Sími 38775. Forsföðukona Forstöðukona óskast fyrir barna-dagheimili Neskaupstað- ar mánuðina júní—ágúst í sumar. — Umsóknir sendist undirrituðum, sem gefur allar nánari uppiýsingar. Um- sóknarfrestur til 1. maí. Bæjarstjórinn í Neskaupstað. Nýtt fiskiskip Áformuð er stofnun almenns hlutafélags um kaup og útgerð nýs fiskiskips, 250—300 lestir að stærð. Nánari upplýsingar fyrir væntanlega hluthafa og rekst- ursáætlanir á skrifstofu vorri. Borgarstöðin (EINAR SIGURÐSSON) Austurstræti 17. — Sími 2-30-30. Benzínsala Hjólbaröaviðgerðir Opið alla daga frá kl. 8—23,30. HjóBbarðsverkstættið Hraunholt Horni Lindargötu og Vitastígs. — Sími 23900. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. apríl 1965 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.