Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 7
Ingólfur A Þorkelsson NTUNAR ER MENNTUNAR ER ÞÖRF „KENNARI” skrifar grein í Al- þýðublaðið 2. apríl sl. í tilefni af útvarpserindi Njarðar P- Njarð- vík, sem birtist í Alþýðublaðinu 27. marz sl. Ég leyfi mér hér með að taka boði blaðsins um að leggja orð í belg um vandamál ísl. framhaldsskóla. Kennaraskorturinn og orsakir hans. Greinarhöfundur segir, að það sé agaieysið í gagnfræðaskólun- um, en ekki lág laun, sem fæli menn frá kennarastarfinu. Hvort tveggja hefur sín áhrif, en ég tel, að meginorsökin sé lág laun. Á undanförnum árum hefur verið geigvænlegur skortur á bóknámskennurum í gagnfræða- skólum. Samkvæmt yfirlitsskýrslu fræðslumálaskrifstofunnar voru 264 bóknámskennarar starfandi við skóla gagnfræðastigsins skólaárið 1962 — 1963. 97 þeirra höfðu lokið háskólaprófum eða um 37%, en aðeins 69 höfðu fyllstu kennararéttindi, þ. e. ein- ungis um 26% allra bóknáms- kennara á gagnfræðastigi höfðu fyllstu réttindi til kennslu. Þannig var þetta 1963, þegar núverandi skipan launamála tók gildi, fyrst og fremst vegna þess, að allir kennarar skipuðu sama launaflokk, án tillits til mennt- unar og réttinda. Kennarar með 8-11 ái-a nám að baki eftir lands- próf sátu við sama borð og þeir, sem stundað höfðu nám í eitt ár eftir gagnfræðapróf. Hinir fyrr- nefndu hlutu því enga, alls enga úmbun þess erfiðis, er þeir höfðu á sig lagt umfram hina síðarnefndu. Þetta hróplega ranglæti hafa háskólamenntaðir kennarar búið við árum saman, og væri fróðlegt að vita, hve iaun þeirra þyrftu að hækka mikið til þess að þeir gætu unnið þetta upp, þannig að ævitekjur þeirra yrðu ekki lægri en hinna. Þetta ranglæti var ekki leiðrétt nógu rækilega, þegar samið var um núgildandi launastiga. í þessu sambandi vaknar eðlilega sú spurning, livort samtök fram- haldsskólakennara (LSFK) hygð- ust nú ekki bæta myndarlega úr þessu með þeim iaunatillögum, sem stjórn LSFK hefur sent kjararáði. En svo er ekki. Samkvæmt þessum tillögum eru settir í einn og sama flokk, 20. fl., kenn- arar, sem hafa að baki sér náms- tíma frá einu ári eftir gagnfræða próf upp í átta ár eftir lands- próf. Auðvitað er fráleitt að gera kröfur um sömu laun fyrir þá kennara, sem þurfa aðeins að undirbúa sig fyrir starf sitt í níu mánuði að loknu gagnfræða- prófi og þá sem þurfa að stunda nám í 4 ár eftir stúdentspróf, enda þótt báðir hafi fyllstu rétt- indi í sínum greinum. Samkvæmt tillögunum eiga þeir kennarai', sem kunna að verða ráðnir eftirleiðis, án til- skilinna réttinda, að skipa hvorki meira né minna en 19. launaflokk, þ. e. verðandi kenn- arar eru beinlinis hvattir til þess með röðun í launastigann að ljúka ekki til- skildum undirbúningi undir starf sitt. Þessar tillögur eru ábyrgðar- lausar og hættulegar framtíð stéttarinnar og framhaldsmennt- unar 1 landinu og þar af leiðandi menningarfjandsamlegar, og kem ég betur að því síðar. En áður en lengra er haldið vil ég leyfa mér að gera athuga- semd við eftirfarandi ummæli greinarhöfundar: „— laun kenn- ara með allri aukavinnu og sumarvinnu eru sízt minni en manna við lík störf, eins og t. d. fulltrúa, blaðamanna og fleiri". Sem betur fer hefur það ekki komið fram opinberlega, að neinn aðili, sem f jallar um launa mál kennara, vilji miða við, hvað unnt er að vinna umfram kennsluskyldu eða í sumarleyf- inu, sem verið er að stytta í áföngum vegna breyttra þjóðfé- INGÓLFUR A. ÞORKELSSON lagshátta. Hins vegar kann það að vera rétt hjá greinarhöfundi, að með því að bæta slíkum tekj- um við föst laun kennara, verði þau sízt minni en laun þeirra stétta, er greinarhöfundur nefndi. En þarna ber þess að gæta, að umrædd störf skiþa. menn með misjafna menntun og mun þar vera við að etja sömu vanaamál varðandi launakjör. Samkvæmt núverandi skipan eru háskólamenntaðir kennarar í framhaldsskólum 2-3 launa- flokkum lægra settir en menn með sömu eða sambærilega menntun við önnur störf. Skipa þeir 18. og 19. launaflokk, en háskólamenntuðum starfsmönn- um er annars ekki skipað néðar en í 20. flokk (nema þeir hafi fastar aukatekjur eins og t. d. héraðslæknar). Það er sérstak- lega áberandi ranglæti að skipa mönnum, sem lokið hafa tilskildu háskólaprófi til undirbúnings fyrir starf sitt í flokk, þar sem full laun nást ekki fyrr en eftir 15 ár, eins og nú á sér stað með kennara, sem lokið hafa B.A- prófi. Með fyrrnefndum ummæl- um er greinarhöfundur að gefa í skyn, svo að ekki sé meira sagt, að þetta seigdrepahdi auka- vinnupuð sé sjálfsagt og eðli- legt. Hann virðist ekki gera sér grein fyrir þeirri hættu, sem menningu stéttarinnar stafar af þvi. Vegna þess gefst kennurum harla lítill tími til þess að efla þekkingu sína og til þess yfirleitt að auðga anda sinn. Fyrir bragð- ið verður starfið andlaust strit, miklu verr af hendi leyst en ella. Sums staðar erlendis er kennur- um bannað að kenna meira en sína föstu skyldutíma. Þannig ætti og að vera hér. En til þess að svo geti orðið, þarf margt að breytast. Agi og menntun. Og nú er komið að ummælum greinarhöfundar um agaleysið í skólunum. Hann segir: „Margir skólamenn kveða sér hljóðs, en forðast allir að minnast á, eða að koma með tillögur um þetta helzta vandamál gagnfræðaskól- anna á íslandi í dag, það er hið gífurlega agaleysi, sem tröllríð- ur öllu og grefur undan starfi kennara og skólanna”. Rétt er það. Hér stöndum við andspæhis miklum vanda. Það er torvelt að halda uppi strang- ari aga í skólunum en í þjóðfé- laginu, sem þeir eru hluti af. Það er torvelt, en engu að síður unnt, ef vilji skólayfirvalda og þá sérstaklega skólastjóra og kennara er fyrir hendi. Skólinn, stofnunin sjálf, þarf að hafa aga (ef svo má að orði komast). Inn- an hennar eiga að ríkja ákveðn- ar hefðir, festa, þ. e. ,,— skólinn sjálfur er aginn —” eins og greinarhöfundur segir vel og réttilega. Þar á að rikja strang- ur agi og réttlátur. laus við smá- smygli og miskunnarleysi, en ekki mannúð á villigötum (t. d. að aldreí megi víkja nemendum úr skóla), eins og svo víða vill brenna við. Oft er nýjum, lítt reyndum kennurum legið á hálsi fyrir það að hafa ekki stjórn á nemend- um. En er sanngjarnt að ætl- ast til þess, að lítt — eða óreynd- ir kennarar hafi hemil á nemend- um ,hversu óprúttnir sem þeir eru? Er réttlátt að krefjast þess, að þeir hafi t.d. fulla stjórn á af- brigðilegum nemendum.sem eiga ekki lieima í venjulegum skólum eða bekkjum, en eru hafðir þar af því að stofnanir, eða sérbekk- ir, fyrir þá eru ekki til? Ég svara þéssu ákveðið neitandi. Mér er spurn, hvor á fremur sökina á agaleysinu hinn nýi óreyndi kennari eða skólinn, stofnunin? Kennarinn kemur inn í skipulag, sem aðrir hafa mótað eða skipulagsleysi. Ef um skipu- lag, hefðir og festu, er að ræða, getur hann kennt i friði, annars ekki. Takist stofnuninni ekki að koma á þessu skipulagi, þ. e. skapa aga, þá rækir hún ekki hlutverk sitt sem skyldi, þá er eitthvað bogið við stjórn skól- ans og samvinnu innan hans. Til eru þeir menn, sem ekki geta kennt, en það telst til und- antekninga og kemur kjarna þessa máls ekki við. Ósjaldan er því haldið fram, að í kennslu se agi aðalatriði en menntun algert aukaatriði og í framhaldi af þessu, að háskóla- menntuðum kennurum láti verr að halda aga en öðrum. Þetta er rangt, algerlega út í bláinn sagt og hefur við engin rök að styðj- ast. Menntun og agi eru engar and- stæður, heldur tvær greinar á sama meiði. Góð menntun styður vissulega að góðum aga. Staðgöð þekking í þeirri grein, er menn kenna, er mikill styrkur og raunar grund vallaratriði, en hið gagnstæða augljós veikindi. Góð menntun er mesti styrkur kennarans. Með góðri menntun á ég við sér- menntun til starfsins, menntun sem miðast við undirbúning und- ir það, en ekki við eitthvað ann- að. Lögfræðingur hefur hlotið menntun til lögfræðistarfa, verk- fræðingur til verkfræðistarfa, læknir til læknisstarfa og svo á einnig að vera um kennara. Ekki fara menn til pípulagningamanna til að láta gera við tennurnar í sér eða öfugt. Uppeldis- og kennslufræði er eitt grundvall- aratriðið í menntun kennara, en í þeim fræðum er einmitt fjallað um aga og kennslutækni. Menn eru auðvitað misjafnlega af guði gerðir, sumum er áskap- aður meh-i myndugleiki en öðr- um. Þeir „bera meiri persónu”, eins og það er kallað. Séu þeir vel menntaðir, eru þeir í hópi úrvalskennara, en hinir geta orð- ið góðir starfsmenn, þótt þeir séu engir stólpapersónuleikar. Það er sama, hvort menn velta þessu fyrir sér lengur eða skemur, niðurstaðan verður allt- af þessi: Góð menntun er burðar- ásinn í starfi hvers kennara. Sé menntun kennara og aga hverrar skólastofunnar vel borg- ið, er engin hætta á því „—að vöðvamiklir „töffgæjar”,” eina og greinarhöfundur kemst a tf orði, skipi kennarastólana í frani tíðinni. Námskeið? Læt ég þá útrætt um agann og vendi mínu kvæði í kross. Á einum stað í umræddri grein segir: „Mér finnst, að félag háskólamenntaðra manna ætti frekar að hyggja að því, hver sé hin raunverulega ástæða fyrir skorti réttindamanna við gagn- fræðaskólana, en að vera með strákslegan meting um, hver hafi próf eður ei. Ætti fræðslu- málastjórn að taka rögg á sig og veita þessum mönnum, sem leggja fyrir sig þetta oft van- þakkláta starf, full réttindi. Væri sjálfsagt að halda námskeið fyr- ir gagnfræðaskólakennara, sem ekki hafa lokið áskólprófi, og veita þeim síðan full réttindi að afloknu prófi á námskeiðinu. — Fyrir þessu ætti félag háskóla- manna að berjast’. (Hér er sennilega átt við Félag háskóla- menntaðra kennara). Svo mörg eru þau orð. Þarna Frh. á 13. síðu. Þau eru angurvær á svipinn, börnin, og það er eins og þau vilji spyrjas Hver er framtíð okkar í þessum heimi? Reyndar minnir myndin okkur öll á þá baráttu, sem háð er í heiminum fyrir jafnrétti kynþátta. ALÞ’ÍÐUBLAÐIÐ - 21. apríl 1965 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.