Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 4
Blómastríð
Framh. af bls. 1.
sen( upp þann urskurð að vegna
undantekningarákvæða, sem fynd-
ust í lögum um helgihald þjóð-
kirkjunnar frá 1926, þar sem
leyfð er sala fisks, brauðs, dag-
blaða og happdrættismiða á slík-
um tyllidögum, skyldi málið falla
niður, enda mætti gera ráð fyrir
að fyrrnefnd undantekningar-
ákvæði hefðu náð til blóma, ef
blómsala hefði þá verið orðin at-
kvæðamikil atvinnugrein.
Lög þau sem fógeti ber einkum
fyrir sig í þessu sambandi eru
frá því á miðri 18. öld, en þau
banna alla höndlun á stórhátíðum
kirkjunnar og lá dauðarefsing við
broti á þeim. Þórður þakkar sín-
um sæla fyrir að ákvæðin um
dauðarefsingu eru nú fallin úr
gildi, ella hefði ekki verið nokk-
ur vafi á að fógeti hefði beitt þeim
gegn sér.
Vegna þessa úrskurðar dóm-
stólsins í fyrra, áleit Þórður að
hann væri í sínum fulla rétti að
selja blóm á föstudaginn langa og
páskadagsmorgun, enda eru nær
allar blómabúðir höfurborgarinn-
ar auk ótaldra verzlana fyrir aust
an fjall, opnar á dögum þessum.
Páskarnir eru ásamt konudegin-
um, Þorláksmessu og sumardeg-
inum fyrsta, helztu blómasöludag-
ar ársins. Má segja að þessa daga
sé hinn eiginlega ,,blómavertíð“
sem blómasalar byggja afkomu
sína einkum á- Á páskum gerir
fólk mikið af því, að fara með
blóm og kransa í lcirkjugarða, til
að leggja á leiði látinna ástvina.
Á föstudaginn langa bjó Þórð-
ur sig undir venjulega sölu til há-
degis, enda vissi hann ekki annað
en hann væri frjáls þessara við-
skipta, en eldsnemma morguns
komu lögregluþjónar í bíl að dyr-
unum, þar sem Þórður var að
bera út skraut á kistu og krans
vegna jarðarfarar úti á landi. —
Mæltu verðir laganna svo fyrir,
að hann skyldi bera vörur þessar
tafarlaust aftur inn í búðina,
enda væri honum óheimilt að
selja þær. Þórður bað um úrskurð
og spurði hvort þeir væru með
dóminn síðan í fyrra- Lögreglu-
þjónarnir fóru þá út í bíl og köll-
uðu upp stöðina, komu svo til
baka með þau skilaboð að þeim.
væri skinað að stöðva öll við-
skipti. Skipuðu þeir Þórði síðan
út og innsigluðu allar dyr í verzl-
uninni og gróðúrhú'inu.
Þórður leitaði nú ásjár yfir-
mgnns dómsmála á íslandi, sem
kom því einhvern veginn svo í
kring^ að Þórður fékk sjálfur að-
gang að gróðurhúsinu og gat unn-
ið þar allan daginn og nóttina við
að undirbúa laugardagsviðskipt-
in.
Gekk nú allt -að venju á laugar-
daginn, en á páskadagsmorgun
voru 5 lögregluþjónar mættir við
Blómaskálann- — Þórður var
þá að dedúa í gróðurhúsinu og
leysti jafnframt úr vandræðum
þeirra sem komu- Lögregluþjón-
arnir gáfu sig nú á tal við Þórð
og sögðust vera komnir í embætt-
iserindum að loka fyrirtækinu
tafai’laust með valdi. Sögðust þeir
hafa skýlaus fyrirmæli um að
15 daga
SPÁNARFERÐ
MEÐ VIÐSTÖÐU í LONDON
BROTTFÖR 14. IVIAÍ
Ferðast um fegurstu héruð Spánar. —
Madrid — Malaga — Torremolinos —
Sólarströndin — Granada — Cordoba —
Sevilla — Cadiz — Algericas.
Glæsileg ferð mót sumri og sól!
FERÐASKRIFSTOFAN
S A G A
Hverfisgötu 12. — Síraar 17600 & 17560.
bera út allt kvikt sem innandyra
væri.
Nú háttar svo til hjá þeim hjón-
um á Sæbóli, að þau hafi haft
þann sið lengi, að elda mat sinn
í blómaskálanum og var frúin,
í eldhúsi inn af blómaskálan-
um ag var frúin við matseld,
voru líka nokkur af barnabörnum
þeirra, m- a. eitt ungbarn í leik-
grind á eldhúsgólfinu. Þórður tók
það til bragðs, að hann hætti þeg-
ar að selja blómin í gróðurhús-
inu, en gaf öllum sem hafa vildu.
Gengu lögregluþjónarnir þá liarð
ar að og vildu framkvæma skyldu
sína. Þórður bað fólk sitt að sýna
rósemi og fór út sjálfviljugur,
ásamt því. Lögregluþjónarnir
fóru þá í steikarofninn, tóku
steikina og báru út á hlað- Einn-
ig eltust þeir lengi við læðugrey,
sem komin er að goti og mátti
ekki lengi á milli sjá hvorir hefðu
betur. Þó varð læðan að lúta í
lægra haldi að lokum. Dagskipan
fógetans hljóðaði, jú upp á allt
kvikt. Að þessu loknu var öllum
dyrum lokað og þær innsiglaðar
með lögformlegum hætti.
Leið svo af sólríkur og mildur
páskadagurinn, að enginn komst
inn í gróðurhúsið að sinna blóm-
unum- Þegar mikill hiti er á
blómunum er nauðsynlegt að geta
opnað dyr og vökvað, en þess var
að sjálfsögðu enginn kostur Um
kvöldið skipti svo um og gerði
vægt frost. Þegar fógetamenn
komu svo klukkan rúmlega 9 var
heldur Ijótt um að litast. Megin-
hluti afskorinna blóma fallinn og
stórskaði á öðrum blómum. —
Tjónið er metið á um 160000
krónur.
Þórður telur að framin hafi ver
ið á sér fólskuleg valdníð'la af
fógetans hálfu. Honum hefði ver-
ið innan handar, hefði hann í raun
innl ætlað að hafa lagabókstaf-
inn í heiðri, að setja einfaldlega
vörð við fyriUækið og varna þann-
ig frekari viðskiptum.
Næsta skref Þórðar er að kæra
fógetann vegna skemmdanna á
blómunum og vegna þess mann-
orðshnekkh sem hann telur sig og
fi&lskyldu sína hafa beðið vegna
bessara óbilgjörnu aðgerða Sigur-
geirs Jónssonar bæjarfógeta í
Kópavogi.
Morðtilraun
Framh. af bls. 1.
hann yfir börnunum á meðan móð-
ir þeirra var í fermingarveizlu.
Árásarmaðurinn er Dani, sem
búið hefur á Akureyri í þrjú ár.
Hefur hann verið til húsa hjá
konunni í nokkurn tíma. Um kvöld-
ið tilkynnti hann eiginmanninum
fyrrverandi að hann myndi ekki
sjá konuna aftur. Og þegar hún
kom heim skömmu eftir miðnætti
réðist hann umsvifalaust ó hana
með sveðju að vopni. Eins og fyrr
segir tókst lienni að grípa um
blaðið og skarst hún mikið á hendi
og var flutt á sjúkrahús og gert
að sárum hennar þar. Hjónunum
fyrrverandi tókst í sameiningu að
koma árásarmanninum út og læsa
á eftir honum og var hann enn á
tröppunum, þegar lögreglan kom
og handtók hann. Hann situr nú :
gæzluvarðhaldi.
HÓTELIN
Farmhald af síðu 1.
bergispantanir þeirra. Þrátt
fyrir að blaðamennirnir gætu
sýnt skriflegar staðfestingar
frá hótelunum um að pantanir
þeirra hafi verið teknar tU
greina, voru ekki nema nokk-
ur hótelanna sem reyndu að
bæta úr vandræðum þeirra.
Miehanek segir, að flest hót-
elanna, þeirra á meðal City og
Saga, hefðu tekið kvartanir
blaðamannanna til greina. For«
ráðamenn þessara hótela sögðu
að ef blaðamennirnir vildu
ekki taka pantanir sínar tll
baka, væri það skylda hótel-
anna að sjá þeim fyrir her-
bergjum, og þegar blaðamenn
héldu óskum sínum til streitu
var þeim sagt, að þeir væru
velkomnir og herbergin fengu
þeir.
En svona einfalt var þetta
ekki á öllum hótelunum. Á
hinu stóra hóteli, Borg, var til
dæmis sagt, að þeir færu að-
eins eftir því, sem Norræna
ráðið hefði ákveðið, og að þeir
blaðamenn sem létu taka frá
herbergi þar, yrðu að fara til
þeirra- híbýla, sem Norræna
ráðið var búið að skammta
þeim. Þarna var gagnslaust að
sýna nein skilríki frá hótel-
inu um að búið væri að taka
frá herbergi fyrir viðkomandi.
Svarið var stutt og laggott: —-
„Hérna getið þið ekki búið“.
Blaðamönnum voru skömmt-
uð herbergi á stúdentagarði,
þar sem ekki voru símar f her-
bergjunum. Michanek segir, að
hann hafi fengið staðfestingu
á að Norræna ráðið hafi lagt
hald á hótelherbergin eftir að
blaðamennirnir höfðu gert sín-
ar pantanir og fengið þær
staðfestar. Að síðustu skýrir
hann svo frá, að sænsk ferða-
skrifstofa, sem hafi fengið stað
festar pantanir á hótelher-
herbergjum Sem siðan var
ekki staðið við, muni fara 1
skaðabótamál við viðkomandl
hótel.
Egil Sundar, einn af norsku
blaðamönnunum sem viðstadd-
ur var fundi Norræna ráðsins,
segir að hann gæti tekið und-
ir grein Michaneks, og að þeg-
ar Norræna ráðið færi að
flokka menn niður væru blaða
menn ávallt í þriðja flokki og
varla það. Eftir því sem hann
bezt vissi hafði Norræna ráð-
ið til eigin nota öll hótelher-
bergi sem norskir blaðamenn
höfðu pantað og man hann ekkl
eftir að hafa nokkru sinni
heyrt að það hafi komið fyrir
í Noregi að hótel hafi staðfest
pöntun á herbergi og síðan rek
ið væntanlegan gest sinn út,
þegar hann ætlaði að flytja
inn á hótelið. Að vísu var
Sundar svo heppinn að fá inni
á höteli, en flestir norsku
blaðamannanna urðu að gera
sér að góðu, að fá inni á Stúd-
entagörðunum,- þar sem vinnu
skilyrði voru afleit. Til dæmis
var aðeins einn simi á hverj-
um gangi. Umgangur var mik-
ill og nær vonlaust að fá
vinnufrið og blaðamaður án
síma er hjálparlaus.
4 21. apríl 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ