Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 13
Grein Ingólfs Framhald af 7. síðu slær nú heldur en ekki í baksegl- in hjá greinarhöfundi, því að niðurlagsorð greinarinnar eru þessi: „Ef. þettá verður látið af- skiptalaust sem hingað til, fer svo að lokum, að kennaralið gagn fræðaskólanna verður ekki menntamenn, heldur lítið mennt- ir vöðvamiklir „töffgæjar”, og menntun unglinganna eftir því”. Þarna kemur agaleysið í hugsun höfundar einna skýrast fram. Inntakið í ummælunum er þetta: Fyrst. Það á ekki að berj- ast fyrir prófum. Síðan. Koma skal á námskeiði, sem ljúki með prófi. Og loks. Koma skal á ströngum aga í skólunum, svo að menntamenn haldist þar viö. En liverjir eru menntamenn? Eru það próflausir menn? Eru það ekki fyrst og fremst þeir, sem lagt hafa stund á langskólanám og lokið því með prófi? Höfundur snýst gegn því að menn ljúki námi og á sveif með þeirri óheillaþróun, sem er á 'góðri leið með að útrýma mennta mönnum úr skólunum. Viðvíkjandi námskeiði þvi, sem greinarhöfundur minnist á, vil ég taka það fram, að Félag há- skólamenntaðra kennara biður að sjálfsögðu ekki um námskeið fyr- ir þá, sem ekki liafa lok- ið háskólaprófi, enda færi það þá inn á verksvið Landsambands framhaldsskólakennara. Eéttindi fást því aðeins, að menn afli sér þeirrar menntun- ar, sem krafizt er í lögum eða e. t. v. sambærilegrar menntunar, sem kynni að fást á löngu nám- skeiði (1 til 2 vetur), sem lyki með prófi. Því væri ekki úr vegi fyrir greinarhöfund, að ýta við full trúum Landssambands fram- haldsskólakennara (LSFK) í nefnd þeirri, sem fjallar um námskeiðsmál á vegum mennta- málaráðuneytisins og krefjast þess, að þeir beiti sér fyrir þessu, því að það er í þeirra verka- hring. Ég get upplýst hann og aðra um það hér, að nefndir fulltrúar hafa lýst því yfir, að væntanlegt námskeið eigi ekki að veita nein réttindi að þeirra dómi. Annar fulltrúinn, núver- andi formaður stjórnar LSFK, lýsti því og yfir á fundi í Félagi gagnfræðaskólakennara í Reykja vík í vetur, að fengið væri loforð fyrir því, að þessu námskeiði lyki ekki með prófi. Þá lítur dæmið, þannig út: Námskeiðið á ekki að veita réttindi og því á ekki að ljúka með prófi sam- kvæmt skoðun þessara tveggja fulltrúa i nefndinni. Það á bara að halda það til að hækka laun in. Fulltrúar LSFK í nefndinni berjast því fyrir algeru málamyndanámskeiði, sem á eng an hátt eykur verðleika þátt- takanda. Ég spyr, hvernig er unnt frá siðferðilegu sjónar- miði að krefjast hærri lauha, þegar svona stendur á, án þess að auka hæfni sína að sama skapi? Slikar kröfur, slík sýndar- mennska, er langt fyrir neðan virðingu kennarasamtaka. Títtnefndir forystumenn LSFK ættu að sjá sóma sinn í því að taka upp aðra og virðulegrl stefnu, krefjast myndarlegs námskeiðs, er stæði t. d. 1 til 2 vetur, og beita sér fyrir því að þátttakendur yrðu styrktir með ýmsu móti, t. d. minnkuð kennsluskylda þeirra o- fl. Þeir ættu að sjá sóma sinn í því að styðja kennara til að auka menntun sína í stað þess að reka ábyrgðarlausa kröfupólitík. Brýnasta verkefnið. í upphafi máls míns gat ég um hinn geigvænlega kennaraskort á gagnfræðastigi, þar sem ein- ungis um 26% allra bóknáms- kennara hafa fyllstu réttindi til kennslu (naumast hefur þetta breytzt mikið síðan 1963). Að sjálfsögðu hljótum við að stefna að því að allir bóknámskennarar hafi þessi réttindi. Það er því eitt brýnasta verkefnið í skóla- málum í dag að ná þessu tak- marki. En til þess þarf að efla verulega menntun kennara stétt- arinnar. Ákvæði núgildandi laga um menntun og réttindi kennara eru orðin það gömul (þau eru í aðal- atriðum í Lögum um gagnfræða- nám nr. 48, 7. maí 1946), að eðli- legt er, að þörf sé endurskoðun- ar og nokkurra umbóta á þeim, svo örar sem breytingar hafa orð- ið á atvinnuháttum þjóðarinnar og menntunarkröfum til ýmissa starfa síðustu árin. Lögin frá 1946 eru að sjálfsögðu miðuð við aðstöðu og skilyrði þess tíma. Þá var ekki til í landinu neinn skóli, sem gegndi því hlutverki sér- staklega að búa kennaraefni undir kennslu á gagnfræðastigi. Nú hefur Heimspekideild Há- skólans m. a. verið skipulögð til að gegna þessu hlutverki, og nú er í ráði að endurskipuleggja hana og bæta aðstöðu hennar til að rækja það. Virðist því eðli- legt og raunar sjálfsagt að miða við þær kröfur, sem gerðar eru til B. A.-prófs með kennararétt- indum, sem lágmarkskröfur um full kennararéttindi á þessu stigi. Stemma verður stigu við því, að fólk freistist til þess að hefja kennslu án tilskilins undirbún- ings, en það tekst því aðeins að launað sé eftir menntun, því að hverfandi líkur eru fyrir að menn leggi á sig mikið nám, sé það í engu metið í launum. Fram tíðarstefnan í jaunamálum kenn- ara verður að miðast við það að tryggja skólunum sem hæfasta starfskrafta- Áðurnefndar tillögur stjórnar LSFK í launamálum eru þannig, eins og fyrr er að vikið, að þær gætu komið í veg fyrir að þetta takmark náist. Þess vegna eru þær menningarfjandsamlegar, andstæðar hagsmunum þjóðar- innar, sem hlýtur að láta sig miklu varða, hvernig til tekst með menntun og uppeldi æsku- lýðsins. Hér er því ekki um neitt innanfélagsmál LSFK að ræða, heldur velferðarmál allrar þjóð- arinnar. (Þessi grein átti að birtast á skírdag, en komst ekki vegna rúmleysis i blaðinu.) Sjálfsmorð Framhald úr opnu. Það er sagt, að fólk með sjálfs morðsþanka sé einkum ruglað og miður sín á kvöldin. Fyrsta verk „símavinarins” er að vinna traust og hylli hinnar þunglyndu persónu, fá hana til að skilja að til er einhver sem sérstak- iega lætur sér hana skipta- Þeir sem vinna á símahjálp inni eru einkum stúdentar í læknisfræði, sálfræði og trúar- brögðum. Árið 1964 fékk símahjálpin 1607 upphringingar og um tveir þriðjungar fólksins sem hringdi voru konur, meðalaldurinn var um 35 ár. Um 65% tilfellanna hringdu þeir er hjálparþurfi voru sjálfir, en i öðrum tilfellum ætt ingjar, vinir, nágrannar eða ó- kunnugir menn, einkum starfs menn við hótel eða síma. Langflestar upphringingar komu á miðvikudagskvöldum, en fæstar á laugardagskvöidum. Mest var að gera vikuna fyr ir jólin og í desember yfirleitt, en yfir jólin og vikuna milli jóla og nýárs var tiltölulega lít- ið að gera- Segja má að sjálfsmorð væri alveg yfirvofandi hjá 20% til- fellanna. Sumir höfðu þegar tek ið inn eitur. Hannes á horninu Framhald af 2. síðu ina til Ameríku^ til að sækja matvörur og aðrar nauðsynjar. Síðan hafa skip þess félags gætt öryggisþjónustu fyrir þjóðina. ÉG SAKNAÐI þess að ekki var minnst þessa tímabils, því nú er um við flestöll að kveðja, sem fögnuðum Gullfossi. Þá var þjóð in einn flokkur í sameiginlegri gleði. Ég var stoltur af því, að ég átti einn ættmann meðal skips hafnarinnar. Bróðir minn var þar kyndari- JÁ, ÞJÓÐIN OKKAR er góð, en fljót að gleyma. Af skilningsleysi hafa menn hrifsað frá Eimskip en of sjaldan hugsað um öryggi þess- Fyrir mínum augum er fé- lagið tákn fullveldis þjóðarinnar og hefir alltaf verið, flaggskip þess er um leið flaggskip föður landsins. Félagið er sameign, al þýðueign, sem öllum íslendingum ber að virða og styrkja öryggi þess. Hlutafjáreign þess á að auka og margfalda. Hverju fermingar barni ætti að gefa hlutabréf í„ Eimskip, eitt eða fleiri- Láta þau^ finna og skilja, að þau eru þátt- takandi í öryggi þjóðarinnar og velferð þjóðfélagsins. OG Á ÞESSU VORI eru 50 ár frá því ég sá Ólaf Friðriksson fyrst. Hann bjó þá £ draugahús inu innst á Hverfisgötunni. Ég sá hann út um búðargluggann, kvikan á fæti, iðandi af fjöri, vingsaðist og veifaði handleggjum og með nefið upp í loftið; rétt eins óg hann ætti himin og jörð. Hann var fljótur að hugsa, orð heppinn, og brúkaði munn við alla betri borgara. Enginn smælingi var feiminn við hann- Ólafur var fyrsti maðurinn, sem fékk verka mennina til að líta upp, þeir voru áður bugaðir af fátækt og eymd, en það réttist úr þeim er Ólafur var nærri. Ólafur gat allt og þorði allt. ÓLAFUR ÞAUT eins og leiftur um þjóðfélagið, var hersöngur gegn kyrrstöðu og kúgun. Slíkir menn gera mikið gagn, þó tími þeirra sé stuttur. ÉG hlakka til að hit+a hann að lífinu loknu, eing og fjölmarga aðra samferðamenn. aðra.“ HióibarðavíðgerðSp OfTO ALLADAOA (LfiCA LAUCAADAQA OQ8UNNUDAGA) FKÁKL. ST1L22. CífflnávúmaítðfaH ífí SMURT BRAUÐ Snittur. Opiff frá kl. 9—23.30. Brauðstofan Vesturgótu 25. Simi 16012 FRÍMERKI Framhald úr opnu. a m.k. 4 nýjar útgáfur: Alþjóða fjarskiptasambanldið '100 ára Surtseyjarfrímerki. Evrópufrí- merki, (teikn. Harðar Karlsson ar.) Minningarfrímerki um Einar Benediktsson- Þá hefir póst- stjórnin auglýst eftir tilboðum í kílóvöruna. Þurfa tilboð að hafa borizt til Frímerkjasölunn ar R.vík fyrir 1. júní n.k.- Við síðustu sölu kílóvöru var lægsta verðtilboð það, er tekið var til greina kr. 1301.00 fyrir 250 gr. Kristján Guðmundsson frá Stykkishólmi, sem andaðist í Landspítalanum 14. apríl, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 23. apríl kl. 1,30 e. h. — Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð. Ólöf Jónsdóttir. Málfríður Kristjánsdóttir. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. apríl 1%5 £3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.