Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 10
„É ísienzkri æsku er góður efniviður", segir Benedikt Jakobsson á sextugsafmælinu „Gullfoss" tapaði báðum leikjunum um páskana FH gjörsigraði „Gullfoss" 31:16 VIÐ verðum að trúa því, hvort sem Okkur líkar betur eða verr, að Benedikt Jakobsson, íþróttakenn- ari varð sextugur á 2. í páskum. Undirritaður hefði alveg eins, og jafnvel frekar, trúað þvf, að hann ?etti flmmtugsafmæli. Benedikt fæddist að Fossseli í Suður-Þingeyjarsýslu 19. apríl 1905, foreldrar hans voru hjónin Jakob Hallgrímsson og Helga Benediktsdóttir. Fyrstu níu ár æf- innar dvaldi Benedikt í föður- garði, en þegar móðir hans veikt- ist, flutti hann að Grenjaðarstöð- um sem vinnustrákur séra Helga Hjálmarssonar. Hann fór í hér- aðsskólann að Breiðumýri, sem var einskonar undanfari Lauga- skóla, en að loknu námi þar flutti hann til Austfjarða, að Snæ- hvammi í Breiðdal, en þar réði húsum Sigurjón Jónsson, skáld. Hugur Benedikts stefndi snémma til mennta og læknis- starfið hefur ávallt heillað hann, en f jármunir voru litlir í þá daga og þess vegna gat ekki orðið neitt úr því. Haustið 1923 innritaðist Benedikt í Búnaðarskólann að Hvanneyri og þar kynntist hann ýmsum mætum mönnum, sem áttu eftír að hafa góð áhrif á hann. Einn af kennurum skólans var Þorgils Guðmundsson, íþrótta- kennari, íþróttamaður góður og glæsilegur. Hann var fvrirmynd Benedikts og hvatti Þorgils hann til að gerast íþróttakennari. Þar kpmst Benedikt fyrst í kynni við íþróttirnar og íþróttakennslu, þar var kveiktur sá neisti, sem lifir enn. En þetta voru erfiðir tímar og þó heillandi ó sinn hátt, pening ar voru litlir en það þurfti pen- inga, dugnað og ódrepandi bjart- sýnl til að sigrast á erfiðleikun- um I þá daga. Benedikt hélt til Reykjavíkur og stundaði þar ýmis störf. en neist- inn, sem kveiktur hafði verið að Hvanneyri, náði stöðugt meiri tök- um á hinum unga og gjörfulega manni. Hann tók þátt í íþrótta- námskeiði, sem UMFÍ og ÍSÍ geng ust fyrir vetúrinn 1926—'27. Þar kynntist hann ýmsum áhugamönn- um, m. a. Jóni Þorsteinssyni, íþróttakennara, sem hvatti hann jög til að leggja stund á frjáls- róttákennslu. Haustið 1929 sigldi Benedikt ■áleiðis til Stokkhólms og innritað- ist í GCI (Gymnastiks Central dhstitut) sem þá var einn merkasti áþróttaskóli Evrópu. Þar stundaði hann nám í þrjá vetur og auk ^náms í íþróttakennslu lagði Bene- dikt mikla rækt við sjúkraleik- |imi og nudd. Hann telur þann þátt námsins hafa orðið sér að mestu gagni, að öðru ólöstuðu. Að loknu námi við GCI kom Benedikt heim og haustið 1931 tók hann við af Birni Jakobssyni sem fimleikakennari hinna þekktu flokka ÍR. Hann var kennari hjá ÍR til 1934, en réðist þá til KR og hefur verið kennari þess félags síðan í nær öllum greinum íþrótta, og er enn. Aðalgreinar Benedikts og hans uppáhaldsgreinar eru frjálsar íþróttir og fimleikar- — Hann gerðist íþróttakennari Há- skólans í febrúar 1932 og hefur séð um líkamsmennt háskólaborg- ara til þessa dags. Benedikt hefur átt góða samvinnu við marga há- skólamenn, en mesta og bezta við Alexander Jóhannesson, fyrrver- andi rektor. Auk þjálfunarstarfa hjá KR hefur Benedikt þjálfað mörg landslið og flokka á Evr- ópu- og Olympíumót. Margar ánægjustundir hefur liann átt í sambandi við starf sitt, þó stund- um hafi útlitið verið dökkt. Þing BENEDIKT JAKOBSSON og ráðstefnur hefur hann sótt um íþróttamál og þjálfun. Árið 1962 hlaut Benedikt m. a. styrk frá Raunvísindadeild Háskólans á þing, sem Sameinuðu þjóðirnar stóðu að. Nú fyrir páskana ræddi frétta- maður blaðsins við Benedikt nokkra stund og fer það rabb hér á eftir. — Hvað viltu segja um æskuna, þegar þú varst að hefja þína þjálfun og þá, sem er að alast upp í dag? — Þegar ég var að hef ja þjálfun, var æskan mun samvizkusamari og stundvísari en nú er. Þá kom varla fyrir að nokkurn vantaði í tíma, án þess að sá hinn sami léti vita um ástæðuna. í þessum efnum hefur orðið mikil breyting til hins lakara. Æskan í dag er mun sterk- ari og hávaxnari, en kæruleysi og óregla er meiri. Hinn sanna áhuga vantar hjá heildinni. íslenzk æska hefur mikla hæfileika, en því mið- ur lætur hún glepjast um of af fá- nýtum og innihaldslausum skemmt unum og gleymir að efla andann og likamann. Þolinmæðina vant- ar. Ef árangur kemur ekki strax, þá gefast menn fljótt upp. — Hvað er hægt að gera til að beina æskunni meir inn á brautir íþróttanna? — Það þarf að efla íþróttirnar mun meira innan skólanna. Kenn- ararnir þurfa helzt að vera í tengsl um við hina frjálsu íþróttahreyf- ingu, það þarf að haga íþrótta- kennslunni þannig, að æskan sæk- ist eftir íþróttaiðkun. Ein klukku- stund á dag í íþróttaiðkun í skól- unum ætti að vera lágmark. íþróttakennaraskóli íslands er ekki nógu öflugur. Þeir sem þar útskrifast eru ekki nægilega menntaðir, til að rækja störf sín af nægilegri þekkingu. Þetta verð- ur að breytast, ef ekki á illa að fara. — Hvers vegna eru aímennings- íþróttir ekki á eins háu stigi hér og t. d. f Noregi og víðar? — íslendingar hafa ekki enn gert sér nægilega grein fyrir gildi íþróttanna í nútíma þjóðfélagi. Meirihluti menntamanna þjóðar- innar gerir sér ekki grein fyrir þýðingu íþrótta, svo að ekki er von, að almenningur geri það. — Tökum Bretland sem dæmi, þar þykir sjálfsagt að iðka einhverja íþrótt, kennurum og nemendum brezkra skóla, jafnt æðri skóla sem annarra, þykir sjálfsagt að leggja stund á íþróttir, þar eru íþróttirnar almenningseign. Á þessari vélaöld vex stöðugt gildi íþrótta. Hér hefur nýlega verið stofnaður félagsskapur sem er góðra gjalda verður og nefnist Hjartavernd, en hjartabilun er nú sá sjúkdómur, sem mest herjar í öllum menningarþjóðfélögum. Or- sökin er of lítil hreyfing og áreynsla. En er ekki betra að koma i veg fyrir sjúkdóminn? Fátt eða ekkert er betri áreynsla en hófleg iðkun góðrar íþróttar. Fræðslu um íþróttir er einnig mjög ábótavant hér. Það þarf að gefa út fræðslurit um íþróttir og gildi þeirra. Nú nýlega hefur ÍSÍ hafið útgáfu fræðslurita, sem fræðsluráð ÍSÍ sér um og það er spor í rétta átt. —- Eftirminnilegasti atburður- inn á þjálfunarferli þínum? Framhaid á 11. síðu. DANSKA 1. deildarliðið Gull- foss lék tvo síðustu leiki sína hér á landi að þessu sinni á skírdag og laugardag. FH sigraði Gull- foss með miklum yfirburðum á skírdag, 31 mark gegn 16, en á laugardag sigraði úrval HSÍ Dan- Lna með einu marki, 20:19. FH sýndi heilsteyptan og góð- an leik á skírdag, á köflum var næstum um sýningu að ræða. FH skoraði þrjú fyrstu mörkin, en Gullfossmönnum tókst einu sinni að jafna metin 4 gegn 4 og í tvö skipti var FH-vörnin ekki á sín- um stað, sem er nokkuð óvenju- legt. Ragnar Jónsson lék aðalhlut- verkið í þessum leik og átti einn af sínum stóru leikjum. Hann skoraði þrjú næstu mörk og í hálfleiknum skoraði hann átta af tólf mörkum FH. Þegar tíu mín- útur voru eftir af fyrri hálfleik var staðan 11:5 fyrir FH, en Dan- irnir minnkuðu bilið niður I tvö mörk. í hléi var staðan 12:10. — Þrátt fyrir góð tilþrif hjá íslands- meisturunum, kom fyrir að þeir gerðu glappaskot, sérstaklega var vörnin nokkuð sein aftur í tvö eða þrjú skipti. Síðari hálfleikur var mjög ó- jafn. FH skoraði fimm fyrstu mörkin og markaregnið hélt áfram óslitið til leiksloka. Hafnfirðing- arnir skoruðu 19 mörk gegh 6 í síðari hálfleik, sem eru ótrúleg- ir yfirburðir gegn styrktu i. deildarliði dönsku. Vörn FH var nú mun traustari og sóknin heil- steypt og laus við allt fum, það var uggu færi, enda árangurinn eftir því. Eins og fyrr segir, átti lið FH í heild mjög góðan leik, en Ragn- ar var beztur, skoraði 13 mörk. Birgir stjórnaði liði sínu af festit og skoraði 5 mörk. Örn Hall- steinsson skoraði 5 mörk, Páll Ei- ríksson 3. Geir og Jón Gestur 2 livor og Kristján Stefánsson 1. Karl Jóhannsson dæmdi leik- inn mjög vel. ■k HSÍ-úrval Gullfoss 20:19. Á laugardag lék Gullfoss við úrval HSÍ. Sá leikur var ekki eins skemmtilegur og FH leikurinn, úrvalið gerði þrjú fyrstu mörkin, en Dönum tókst að minnka bilið smám saman og náðu yfirhönd- inni rétt fyrir hlé, 7:6. íslend- ingar áttu þó síðasta orðið í hálf- leiknum og tryggðu sér eins marks forystu í hléi, 8:7. Úrvalið tók ágætan sprett f síðari hálfleik og tryggði sér 5 marka forystu, 18:13, en aldrei var leikurinn verulega spennandi. Það var eitthvert áhugaleysi í úr- valinu, enda munaði minnstu, að Gullfoss tækist. að jafna í lokin. Segja má að frábær markvarzla Þorsteins á síðustu mínútunni hafi komið í veg fyrir það. Dómari var Hannes Þ. Sigurðs son. Dönskum félögum vegnar ekki vel hér á landi. Gullfoss lék hér fjóra leiki, tveimur lauk með jafn tefli Og í hinum sigruðu íslend- ingar. Ajax, sem kom hingað í haust, gekk þó enn verr. Þeir. töp- uðu þremur leikium og einn af I sjaldnást skotið nema í ör- þeim varð jafntefli. 21. apríl 1965 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.