Alþýðublaðið - 21.04.1965, Blaðsíða 5
KJOR LANTAKENDA
ALDREI VERIÐ BETRI
Reykjavík, 20. apríl. — EG.
— Síðan lögin um Húsnæðis-
inálastofnun ríkisins voru sett,
hafa kjör lántakenda aldrei verið
betri en nú, sagði Emil Jónsson
félagsmálaráðherra (A), er frum-
varp til laga um Húsnæðismála-
stofnun ríkisins kom til 1. um-
ræðu í neðrí deild í dag, en efri
deild samþykkti frumvarpið fyrir
páska með smávægilegum breyt-
ingum. Talsverðar umræður urðu
um frumvarpið í dag, og gagn-
rýndu Framsóknarmenn m. a. á-
kvæði um vísitölubindingu lán-
anna.
Emil Jónsson félagsmálaráð-
herra (A) mælti fyrir frumvarp-
inu. Skýrði hann þær breyting-
ar, sem það hefur í för með sér
frá núgildandi fyrirkomulagi og
gat þeirra ráðstafana, sem und-
anfarið hafa verið gerðar og miða
að því að auka eigið fé Húsnæð-
ismálastjórnar, en það sagði Em-
il, að væri það merkasta, sem
undanfarið hefði verið gert á
þessu sviði.
Framsóknarmennirnir Sigur-
vin Einarsson og Skúli Guðmunds
son andmæltu ummælum Emils
um kjör lántakenda. Gagnrýndu
þeir ákvæði laganna um lánsfjár-
loforð og ennfremur vísitölubind-
inguna, sem beitt var við lán
er úthlutað var í fyrra. Taldi
Skúli, að til þess hefði skort
heimild í lögum.
Emi'l minnti Framsóknarmenn
ina á, að ákvæðin um lánsfjár-
loforðin væru í samræmi við júní
samkomulagið og þau væru sett
til þess að stuðla að því, að ekki
Frh. á 14. siðu
».<—j stuttu máil
- ___J___... 1
Reykjavík, 20. apr. EG.
★ MYNDLISTASKÓLI.
Gylfi Þ. Gíslason mennta-
málaráðherra (A) mælti í dag
fyrir frumvarpi til laga um
Myndlista- og handíðaskóla f
neðri deild, en efri deild hefur
þegar samþykkt frumvarpið.
Ráðherra rakti efni þess og
gerði grein fyrir þeim breyt-
ingum, sem það ráðgerir, en
með frumvarpinu á að setja
heildarlöggjöf um þetta efni
í fyrsta sinn.
Frumvarpinu var vísað um-
ræðulaust til 2. umræðu og
menntamálanefndar.
★ SJÁVARÚTVEGUR.
Frumvarp um ráðstafanir
vegna sjávarútvegsins o. fl.
kom til 2. umræðu í efri deild
í dag. Jón Árnason (S) hafði
framsögn fyrir sjávarútvegs-
nefnd deildarinnar, sem mælir
með samþykkt frumvarpsins
með þeirri breytingu, að á ár-
inu 1965 verði heimilað að
greiða úr ríkissjóði til skreið-
arframleiðenda 10 milljónir
króna til verðuppbóta á út-
flutta skreið eftir reglum, sem
sjávarútvegsmálaráðherra set-
ur.
Gils Guðmundsson (K) fór
nokkrum orðum um vandamál
togaranna og lagði áherzlu á, að
gera yrði allt sem hægt væri
til að finna það, sem áfátt
væri við rekstur eða gerð tog-
aranna. Frumvarpið var síðan
samþykkt til 3. umræðu.
★ LOÐDÝRARÆKT.
Áfram var haldið í dag 2.
umræðu um frumvarp til laga
um loðdýrarækt og varð um-
ræðunni ekki lokið. Benedikt
Gröndal (A) minnti á, að hörð
gagnrýni hefði komið fram á
frumvarpinu, og harmaði hann,
að málið skyldi komið þetta
langt í þinginu án þess að á-
lits náttúrufræðinga eða Nátt-
úruverndarráðs hefði verið
leitað. Benedikt sagði, að Hið
íslenzka náttúrufræðafélag,
hefði haldið fund um þetta
mál, og þar hefði komið fram,
bæði hjá stuðningsmönnum og
andstæðingum minkaræktar, að
óhjákvæmilega hlytu minkar
alltaf að sleppa úr búrum. —
Benedikt lagði áherzlu á, að
ekkert hcfði komið fram í
þessu máli, sem réttlættl að
Alþingi tæki aðra afstöðu til
þess en gert var fyrir fimm
árum, er frumvarpi um sama
efni var vísað til ríkisstjórn-
arinnar.
Halldór Ásgrimsson tók
undir ummæli Benedikts, og
kvaðst hann eindregið vera á
móti því, að þetta frumvarp
yrði að lögum.
rtMMMMMMMMMMMMMMMMMWMMMMM HMWMMMMMtWWMMWMMWMWtWMWWI*
0TT ÍMPPVMTTm*
2400 STQRVINNiNGAR
VERÐ ÓBREYTT
21. apríl 1965 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ —
ÍBÚÐIR FYRIR
HÁLFA MILJÓN
HVER
50 BIFREIÐIR