Alþýðublaðið - 29.04.1965, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 29.04.1965, Qupperneq 6
Bondbíllinn laðaði HINNI mi'klu bílasýningu í New York er nýlokiS og allt fram á síðustu stund stóðu jnenn í biðröðum til að skoða James Bond-bílinn — Aston Martin bílinn, sem notaður var í kvikmyndinni Goldfing- er. Bíll þessi, sem er méð innbyggðum byssum, sætis- vörpu, rnnbyggðum hnífum til að skera dekk á öðrum bíl- um o. fl., var aðalaðdráttar- afl sýningarinnar. Annars gerðu framleiðend ur annarra bíla kröfu til að vera taldir þeir, sem helzt löðuðu menn að, en hvernig sem það nú er, þá virðist aug ljóst, að allir hafi „gert góð- an bissness" á sýningunni, og er búizt við, að bílar verði á þessu ári fyrir 150 millj. dollara á sýningunni, sem mun vera 25% meira en í fyrra. ÞAÐ stóð maður á járnbrautar- palli og bei.ð eftir lest. Lestinni seinkaði og maðurinn varð gram- ari og gramari eftir því sem hann beið lengur, þar til hann að síð- ustu snaraðist að stöðvarstjóran- um og sagði: — Of seinn í dag aftur? Til hvers eru járnbrautirnar að hafa áætlanir? — Tja, sagði stöðvarstjórinn — ef allar lestir væru á réttum tíma, til hvers væru þá biðsal- irnir? . $ Sovézki vísindamaðurinn Lev Mi'sjurin frá Norilsk er senni- lega eini maðurinn, sem etið hef ur kjöt af mammút, er lifði fyr ir mörg þúsund árum. Nokkrir fiskimenn fundu mammútinn í hinni gegnfrosnu jörð við ána Pjasina í Síberíu í grennd við Norilsk. Mitsjurin féll fyrir freist ingunni að smakka á kjötinu, skar sér bita og steikti hann. Honum og minna einna helzt á nautakjöt. fannst hann bragðast ágætlega Brezka kvikmyndaleikkonan June Wilking on — 25 ára göm ul —hafði saksótt útgófufyrir tæki eitt og heimtað nálega 10 milljónir króna í skaðabætur fyr ir leyfislausa birtingu á opinská um myndum af henni.. Sátt hef ur nú náðst í mállinu og hefur June látið sér nægja að fá rúm ar 3 milljónir í skaðabætur. OG SVO VAR ÞAÐ . : . konan, sem sótti um stöðu í fjármálaráðuneytinu og taldi það sín beztu meðmæli til starfans, að hún hefði alltaf haft ánægju af að hafa mikið fé undir hönd- um. Kvikmyndaleikkonan Elizabeth Taylor er mikil bjórkelling og Iætur gjarna senda sér góffan miff-evrópskan bjór yfir Atlants- haf, þegar liún er vestan þess. Um daginn kom hnn til Garmisb í Vestur-Þýzk alandi, þar sem veriff er aff taka krikmyndina „The Spy Who Came in from the Cold“ — effa njósnarinn, sem koin inn úv kuldanum. Ekki leikur hún sjálf í myndinni, heldur ma lur hennar, Richard Burton, og hann var hún aff heimsækja. Hún lét ekki hjá líffa aff bragða á hinum bæjerska bjór á meöan hún stóff viff, eins og sjá má á myndinni. ■Ilílllllllllllll Feguröardís frá aldamótunum HINN ákafi andstæðingur dr. Erhards kanzl ara í vestur-þýzka þinginu, dr. W. Stam- berger, hefur gefið þessa vægast sagt hörðu lýsingu á „der Dicke": — Pólitík dr. Erhards minnir mig mest á deig. Hún er alveg eins lin og lagast alltaf eftir utanaðkomandi áhrifum. — ★ “ MARIA FREIHARDT, 66 ára gömul kona frá Baden, komst að því full- keyptu, er hún var á ferð í Vínarborg fyrir skemmstu. Er hún ætlaði aff ganga yfir götu eina, rann hún til á hálku og meiddi sig illa. En rétt er hún var að komast á fæturna aftur kom bíll fyrir hornið, og þótt bílstjórinn hemlaði, tókst honum ekki að komast hjá því að. rekast lítillega á konuna, sem hlaut af því smávægileg meiðsl í viðbót. Nokkrum minútum seinna kom svo sjúkrabíllinn, en bílstjóri hans missti stjórn é bifreiðinni og rakst bíllinn á vesalings konima, sem sat á gangstéttarbrúninni og þá hlaut hún verstu meiðslin. — ★ “ FIDEL CASTRO á Kúpu hefur nú komizt að þeirri niðurstöðu, að eiginlega sé kúa- rekstur kvenmannsverk — og því hefur hann sett 3000 kúbanskar blómarósir í læri sem kúreka og hyggst þar með losa sömu tölu karlmanna til erfiðari starfa. ~ — LINO Ventúra, sem hingað til hefur verið þekktur sem reiði maður- inn í frönskum kvikmyndum, ó nú að fá stærsta og bezta hlutverk sitt. Jean Delannoy hefur ráðið hann til að leika aðalhlutverkið í tólftu kvikmyndinni, sem gerð er eftir „Vesalingum" Victors Hugo. í Frakk- landi hafa Harry Bf.ur (1934) og Jean Gabin (1957) leikið hlutverkið í kvikmyndum. Annars á þessi nýja mynd að verða í litum og verður einhver mesta stórmynd, sem yfirleitt hefur verið tekin í Frakklandi. BAK VID TJÖLDIN CAROLINE OTERO, sem gekk undir nafninu „La Belle Otéro“ — hin fagra Otéro — og var ein- hver fegursta, dáðasta og bezt heppnaða gleðikona Frakklands á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöld- ina, dó fyrir skemmstu ' Nice í blíðu hennar og greiddi ótæpi lega fyrir. Mestu af auð sínum tapaði hún við spilaborðin á Ríví- erunni, einkum í spilavítinu í Monte Carlo. Skýrðu spilastjórn- endurnir (Croupiers) svo frá, að komið hefði fyrir, að hún hefði Þessi mynd var tekín nýlega af Carline Otéro í Nice. Hin myndin til hliðar var af henni um aldamótin. Frakklandi, 97 ára gömul og dán- arorsökin var hjartabilun. Augus tine Otéro, sem alltaf kallaði sig Caroline, fæddist í Cadiz á Spáni, en bjó í 75 ár í Frakklandi. Starfsævi sína hóf hún á sið- ustu árum 19. aldar, og rúss- nesklr stórfurstar, brezkir aðals- menn og milljónungar alls staðar að úr heiminum, sóttust eftir tapað hundruðum þúsunda gull- franka á kvöldi. Svo kom fyrri heimsstyrjöldin, sem fór alveg með evrópska aðal inn og rúði viðskiptavini La Belle Otéro svo til inn að skyrtunni. Með árunum hvarf fegurð henn- ar og hún dró sig í hlé í litla íbúð við Rue d’Angleterre í Nice. Þar Iifði hún svo það, sem eftir var lífsins, umkringd hinum ákjósanlegri minjagripum lífs sins. Eftir síðari heimsstyrjöldina var gerð kvikmynd um l!f henn- ar, sem nefndist „La Belle Otéro“, og það fé, sem hún fékk frá framleiðendum myndarinnar, gerði henni kleift að lifa tiltölu- lega þægilegu lífi síðustu árin. Konan, sem allt hafði snliizt um í París um aldamótin, bjó í Nice í ellinni sem einstæð pipar- mey. Fáir vissu um fortíð hennar, og kannski hefði flestum verið sama, hefðu þeir þekkt hana. Þegar hún var spurð, hvernig henni hefði þótt leikkonan Maria Felix i hlutverki sínu, sagði hún: „Hún stóð sig mjög vel. Hún er næstum eins falleg og ég var“. MtUMMMMMWMMM* MW' Mao fær I lúxusbíl SAMKVÆMT blaðafregnum í Hongkong hefur öreiga- prinsmn Mao Tse-Tung pant að bíl hjá Mercedes Benz verksmiðjunum- í ’Stuttgart.’ Þetta mun vera bíll af gerð- inni 600 í sérstakr; útgáfu. Auk þess að vera algjörlega sjálfskiptur á hann að hafa loftkælingu og hitun og bar.. Þetta er einn af dýrustu vögn um, sem hægt er að fá og verðið mun vera um 125.000 mörk, rúmlega ein og kvart milljón króna. HMHIMMHMMMMMWMHW 5 29. apríl 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ i

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.